Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 17

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 17
Arangur af gróðursetningu austan i Sauðás. Ljósm.: Stefán Nikulásson 1975. að stærð, miðsvæðis í Vífilsstaðahlíð, til gróðursetningar trjáplantna fyrir fjárhæð þá, sem þau hjónin lögðu fram, og voru gróður- settar vorið 1958 af starfsmönnum Skógræktar- félagsins 30.580 plöntur í spilduna, sitkagreni, rauðgreni, bergfura og stafafura. Spilda þessi hefur hlotið nafnið Magnúsarlundur. Fleiri aðilar komu nú fram, og lögðu skóg- ræktinni á Heiðmörk lið á sama hátt og þau hjónin, Magnús og Sesselja. Þetta sama vor, 1958, voru gróðursettar 10 þúsund trjáplöntur fyrir fé, sem Almennar tryggingar lögðu fram og fyrir fé frá Útvegsbanka fslands 12.850 plöntur, hvort tveggja í sérstakar spildur í Vífilsstaðahlíð. Árið eftir, 1959, voru gróðursettar trjáplöntur í tveggja ha stóra spildu í Vífilsstaðahlíð fyrir fé, sem dr. Helgi Tómasson fyrrv. varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur færði félaginu nokkrum árum áður (áheit), en dr. Helgi féll frá árið 1958. Árið 1960 og næstu ár á eftir voru gróður- settar trjáplöntur í Vífilsstaðahlíð í álíka stóra spildu og árið áður, til minningar um Grím Ólafsson, fyrir framlag frá aðstandendum hans, og gróðursett var í aðra spildu til minning- ar um Sigurð Sveinsson, fyrir framlag frá Sveini Sigurðssyni og Hólmfríði Kristjáns- dóttur, foreldrum hans. Norski skipaeigandinn Ludvig Braatlien hef- ur reynst íslenskri skógrækt góður haukur í horni, og hefur veitt stórfé til skógræktar í Skorradal. En Heiðmörk hefur einnig nodð góðs af örlæti hans. Árið 1957 veitti Ludvig Braathen fjárhæð til skógræktar á Heiðmörk, og var þá um vor- ið gróðursett sitkagreni og stafafura fyrir þá fjárhæð í eins hektara spildu í dalnum aust- an við Hjalla, norðan til. XII. VEGAGERÐ Sumarið 1949 heimilaði þáverandi borgar- stjóri Gunnar Thoroddsen, að fengnu samþykki borgarstjórnar, 15 þúsund króna fjárveidngu ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 15

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.