Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 20

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 20
því á haustin þangað til frost er farið úr jörðu á vorin, venjulega frá miðjum október fram í maí. Árið 1973 var sérstök fjárveiting úr borgar- sjóði til verulegra endurbóta á vegum á Heið- mörk, og önnuðust þær endurbætur (undir- byggingu og ofaniburð) verkfræðingar borgar- innar. Tekinn var fyrir kafli af Heiðarvegi og Hraunslóð, og er stefnt að því að allir vegir á Heiðmörk verði þannig endurbættir, að þeir þoli umferð bæði vetur og sumar. Sumarið 1971 var á vegum borgarverkfræð- ings hafin vinna við lagningu nýs vegar, frá Skógarhlíðarkrika suður með Skógarhlíðum, yfir Strípshraun og alla leið um Löngubrekkur vestur á Hjallabraut. Síðan hefur á hverju sumri verið unnið að þessari vegarlagningu, og verður vegurinn væntanlega opnaður fyrir almenna umferð á þessu vori (1975). Þessum nýja vegi hefur verið gefið heitið Strípsvegur, og þegar lokið verður lagningu lians, verður samanlögð lengd vegakerfisins á Heiðmörk um 26,6 km. XIII. UMSJÓNARSTÖRF Um það leyti, sem lokið var við að girða Heiðmörk, í desember 1948, þurfti að smala svæðið, og ganga úr skugga um að ekkert fé væri innan girðingar eftir fyrsta veturinn. Vorið 1949 þurfti að huga að girðingunni, hvort hún hefði einhvers staðar bilað eða und- irhleðsla rofnað og fé komist inn fyrir. Slíkt eftirlit með girðingunni varð þegar í upphafi nauðsynlegt árið um kring. Og fleiru þurfti að hafa eftirlit með. Umferð fór vaxandi ár frá ári, og þótt umgengni sumargesta sé yfirleitt mjög góð, verður ekki hjá því komist að hafa eftir- lit með því að viðskilnaði fólks á Heiðmörk, einkum á helgum, sé hvergi ábótavant, og bæta úr ef svo er einhvers staðar. Svo vel vildi til, að Skógræktarfélagið hafði haft í þjónustu sinni frá því um sumarið 1948, er byrjað var að girða Heiðmörk, mann bú- settan skammt fyrir neðan Lækjarbotna, Sig- urjón Olafsson á Geirlandi, og var honum nú falið að hafa þessi eftirlitsstörf með höndum. En honum voru brátt falin ýmis önnur störf svo sem verkstjórn við skógræktarstörfin, bæði 18 með landnemum og unglingum Vinnuskólans, og verkstjórn og aðstoð við endurbætur á Heiðmerkurgirðingunni, en hún hefur þurft mikillar endurnýjunar við á köflum. Þá voru umsjónarmanninum falin störf við veðurathugunarstöðina á Heiðmörk eftir að hún var sett upp, sjá XV. kafla. Og eftir að Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur var falin varðveisla Elliðavatns, sjá XIV. kafla, og umsjónarmað- urinn fékk þar aðsetur, kom það að sjálfsögðu í hans hlut að hafa umsjón með staðnum úti og inni, og jafnframt var honum þá falið að hafa umsjón með veiði í Elliðavatni, sjá XVI. kafla. XIV. B ÝLIÐ ELLIÐ/1VA TN Þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur, sam- kvæmt ákvörðun borgarstjórnar, tók í sína varðveislu býlið að Elliðavatni síðla sumars 1963, eftir að fávitahælið þar var lagt niður, var það gert í tvennum tilgangi: í fyrsta lagi að bjarga staðnum frá því að fara í niðurníðslu, og í öðru lagi að nýta húsakynnin, bæði íbúð- arhúsið og útihúsin, eftir því sem unnt reyndist, í sambandi við starfsemi Skógræktarfélagsins á Heiðmörk. Það var talið auðsætt, að það myndi þjóna hvorum tveggja tilganginum að starfsmaður Skógræktarfélagsins hefði aðsetur að Elliða- vatni. Áður en svo gæti orðið, þurfti, eins og að líkum lætur, ýmislegt að lagfæra, og endurbæta á staðnum, einkum íbúðarhúsið fyrst um sinn. Var því allvel á veg komið í árslok, og í árs- byrjun 1964 settist umsjónarmaður Heiðmerk- ur, Sigurjón Ólafsson, þar að ásamt fjölskyldu sinni. Það kom brátt í ljós, að búseta umsjónar- manns að Elliðavatni var til verulegs liagræðis í sambandi við hin ýmsu störf, sem gegna þarf á Heiðmörk á flestum árstímum, og einnig kem- ur sér vel að geta geymt þar skemmri eða lengri tíma, úti eða inni, vinnuvélar og áhöld, sem notuð eru við störfin þar efra. En húsin að Elliðavatni eru nokkuð gömul og viðhaldsfrek. Haustið 1966 voru tvö lítil herbergi í íbúð- arhúsinu sameinuð í eina stofu og jafnframt gerðar nokkrar lagfæringar á gólfi, veggjum og ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.