Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 45
ÞORSTEINN EINARSSON:
Fuglar og Heiðmörk
íshjúpur og jarðeldar eru mótendur eða
hönnuðir Heiðmerkur en vatn og veðrátta
hafa fínunnið yfirborð og búið í haginn fyrir
líf jurta og fugla.
Þessi öfl hafa leitt fram margbreytilegt kjör-
lendi fyrir hina fiðruðu drótt.
Að norðanverðu með jaðarásum dyngjunn-
ar, Mosfellsheiði, frá Lækjarbotnum um Kotás
og holtin sem stífla Rauðavatn og holtrananum
Selási að norðvestan hefur orðið til lægð, sem
270 km2 vatnasvæði hefur létt af sér vætu í
frá Hengli til Bláfjalla. Á sínum tíma fellur
hér um Leitahraun niður til Elliðaárvogs og
er það fer um votlendið verða til gervigígar
Rauðhóla.
Milli þessarar lágar og annarrar í suðvestri,
sem hraun flóðu um frá Búrfelli allt í sjó fram
við Álftanes, er holtaklasi, með smá lautarvötn-
um en einu stöðuvatni, Vífilsstaðavatni, í vestur-
jaðri. Mót norðaustri hallar líðandi frá holta-
bungum Vatnsendahæðar og Vatnsendaheiðar
til lægðarinnar en mót austri veit misgengis-
veggurinn, Hjallar, og áframhald hans suður-
hlíð holtaklasans, Vífilsstaðahlið, þar sem fok
undan norðan- og norðaustanvindum hefur
sest að í þykkri jarðvegsfyllu.
Milli hraunálma Leitahrauns og Búrfells-
hrauns, sem báðar ná til sjávar hafa svo runn-
ið ofan á þau úr undirhlíðum Bláfjalla og úr
gossprungum þeirra sjálfra 5 hraunbrunar. En
enginn þeirra hefur náð að fylla upp í lægðina
sunnan Mosfellsheiðar og vestan holtaklasans.
Góðri vin hefur verið þyrmt líkt og bruni Eld-
fellsins á Heimaey sleppti að fylla upp höfnina
að baki Heimakletts.
Er nú rétt að rekja nánar þau kjörlendi
fugla, sem hönnuðir íss, elda, regns, vinda og
gróðurs hafa búið þeim.
1. Holtin vestan við Mörkina, sem ná allt
upp i 172 m hæð (Vikurholt) með melum,
urðum, móum, vatnsrásum, valllendisteyging-
um og grundum í lautum og upp frá þeim,
sem oftast eru í botninum leirflög eftir skamma
uppistöðu hlákuvatns eru heldur berangursleg
en þó kjörlendi fugla.
2. Þverhnípi misgengisveggsins, Hjallar, með
glufum og smástöllum, sem á blettum eru
vaxnir birki.
3. Skjólsæl Vífilsstaðahlíð aflíðandi í sólar-
átt þakin þykkri jarðvegsfyllu, vaxin kjarri,
lyngi og gróskumiklu grasi.
4. Þyrrkingslegar þrjár langar lágir til norð-
urs frá Búrfellsgjá neðan Hjalla og Bakhlíða,
vesturjaðars Húsfellsbruna, milli holtarananna
Tungur og Löngubrekkur. Hér skiptast á mel-
ar, urðaköst, leirflög, valllendisgrundir og gras-
teygingar.
5. Vötnin: Elliðavatn með hólma, nes, smá-
sker, voga, valllendisbakka, staksteinótta strönd,
mýrafláka sem ganga fram í það, stararrima
á grunnsævi og toluverðu lífríki í botni og legi;
Myllulækjartjörn austan Elliðavatns með vot-
lendi á tvo vegu og læk til vatnsins; Hraun-
kotstjörn, Kirkjuhólmatjörn og Hellutjörn, sem
eru í framhaldi af Suðurá, lindá fram með
norðurjaðri Hólmshrauns og hafa afrennsli í
Elliðavatn (Eðli þessara vatna er mjög raskað
vegna neysluvatnsvirkjunar Reykjavíkurborg-
ar).
6. Árnar: Hólmsá, sem er dragá með upptök
í Henglinum og þó hún falli í stokk norður og
vestur af Rauðhólum heldur hún mjög rakri
flóamýri vestur af Rauðhólum og allt til ósa
sinna í Elliðavatn. Fagurt stararengi er þar
neðra.
Suðurá, sem fyrr er getið, fellur við valllend-
isbakka norðan við Hólmshraun og ganga frá
þeim fögur grasgefin vik inn í hraun jaðarinn,
en hið neðra við ósa sína í Hellutjörn nærir
hún tjörnótt mýrlendi austur af Rauðhólum.
Undan Selási fellur lækur í tveim kvíslum,
annar rennur í Elliðavatn en hinn í útfallið
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
43