Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 49

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 49
í þetta sinn var ég ekki eins heppinn. Ég hvorki heyrði hann né sá. Aftur á móti kom ég auga á sandlóur. Þær þekkti Qg :|ð því að skjótast í smásprettum í humátt á undan en þessar flugu lágt með jörðu eða skutust upp til þess að flögra niður að melnum eins og láta vel að honum með vængstroku um leið og þær skutust á loft aftur. Mér fannst eins og þær væru nýkomnar til kjörlendisins og væru að heilsa því. Hér voru um allt spóar, heiðlóur og einstaka þúfutittlingur. Fram undan voru nú Hjallar og var ætlun mín að ganga meðfram þeim til Elliðavatns. Frá brekkum undir Hjöllum bárust mér raddir skógarþrasta og ofan brúna flugu hrafn- ar tveir fram og aftur. Allt í einu liárust mér til eyrna skerandi hljóð í runu. Tónarnir líktust oft eins og hljóði, sem næst fram er járnplata er rispuð með eggjárni. Það leyndi sér ekki að þetta voru smyrilsraddir. Eftir nokkra leit með sjón- auka mínum kom ég auga á tvo smyrla í flug- leik vestur með Hjöllunum. Tignarlegri sjón er vart unnt að sjá en flugleik ránfugla. Ur því ég minnist á ránfugla er rétt að geta þess í leiðinni að einu sinni hefi ég séð fálka í Heiðmörk að sumarlagi. í annað skipti, er ég starfaði að gróðursetn- ingu með nokkrum félögum mínum, heyrðum við mikinn hávaða frá fuglum. Er við gættum að kom úr austri fugl, sem flaug slyttislega og vék léttilega til hliða eða upp og niður á flug- inu undan árásum tveggja spóa og eins síla- mávs. Hér var brandugla á leið sinni þetta júníkvöld. Fæstir höfðu séð branduglu og nutu sýnarinnar. Ornefni vestan brúna Hjalla er Arnarbæli. Má vera að sátur össu hafi þar verið meðan hún var láglendisfugl eins og tegundin í raun og veru er. Umferð og ásókn flæmdu örninn upp í kletta og fjallabrúnir. Fram undan voru votlendismóarnir kringum Myllulækjarvatn. Er þangað kom tóku á móti mér smellandi og gjallandi stelkar og upp úr móunum flugti hettumávar. Hettumávarnir, sem taka sér svarta hettu um framanverðan hausinn í mars—apríl en fella hana á aflíðandi sumri eru ein þeirra 9 fuglategunda, sem á hlýviðrisskeiðinu fluttust hingað úr suðri til varps og sumir árlangt meðan hánorrænar tegundir t. d. hávella og haftyrðill fluttu sig norður. Sílamávurinn er einn þessara nýju landnema og hóf snemma varp um holt í Heiðmörk. Af öðrum mávum heldur veiðibjalla til á Heiðmerkursvæðinu vetur og sumar og klingir þar bjöllum flestu lifandi til ama. Úr því ég ræði um fugla, sem flestir tengja hafinu, þá er rétt að geta þess að í Flólmsá móts við Rauðhóla sá ég eitt sinn tvo fýlunga að haustlagi baða sig af ákefð. Kríur leita oft inn á mörkina í skordýraleit og fyrir ber að kjói leggi þar um leiðir sínar í unga- eða eggjaleit. Úr votlendinu bárust mér langdregnar radd- trillur lóuþræla. Hljóð þessi eru seiðmögnuð og hæfa leynd mýranna, þar sem kellingarvelh an lyppast stundum upp af. Lá nú leiðin fram með vatnsbakkanum að bænum Elliðavatni. A tveimur stöðum skutust á bylgjuflugi maríerlur og létu mikið í sér heyra. Úti á vatninu voru álftir og upp við landið stokkendur en lengra úti í tveim flotum héldu sig skúfendur og duggendur. Hinar dökkleitu kafendur. Qpp úr flóamýrinni milli Hrauntúnstjarnar og Elliðavatns og allt að Hólmsárósum flugu upp undan mér stokkendur og rauðhöfði, stelk- ar, jaðrakani og mýrisspýta. (hrossagaukur) en á og yfir holtunum beittu lóur og spóar radd- fimi sinni. Eitt sinn síðsumars sá ég í óshólmamýri Hólmsár flórgoða. I annað skipti veittist mér sú ánægja að sjá straumönd á Hólmsá með þrjá unga. Hygg ég að hana hafi borið að alla leið ofan úr linda- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 47

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.