Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 53
HELGl HALLGRÍMSSON:
Skinnsveppir og skrápsveppir
Skinnsveppirnir (Stereum eða Stereaceae)
vaxa á trjám eins og sáldsveppirnir, (Poly-
þoraceae), sem lýst var í Skógræktarritinu ár-
ið 1966. Þeir eru að lögun eins og óreglulegir,
skinnkenndir blettir, fastvaxnir að mestu við
undirlagið, en brettast þó jafnan dálítið upp
á jöðrunum, einkum þeim sem upp snýr á trénu,
og mynda þar dálítil skellaga hattbörð. Stund-
um eru börðin í mörgum „hæðum" hvert upp
af öðru á sama aldininu, líkt og skóflur á myllu-
hjóli, og verða þá meira áberandi en aldin-
flöturinn. A efra borðinu eru börðin oft þakin
hárstrýi, og stundum eru þar greinileg belti
í hárgerðinni, en á neðra borðinu eru þau
þakin af gróbeðnum (hymenium), eins og fast-
vaxni hlutinn. Gróbeðurinn er sléttur eða því
sem næst, oft með áberandi litum, gulum,
brúnum eða fjólubláum, og breytir stundum
litum við snertingu. Þótt aldin skinnsveppanna
sé oftast ekki nema fáir millimetrar á þykkt,
er það samt mjög seigt, líkt og leður væri. Stafar
það einkum af miðlaginu, sem er milli yfir-
borðslagsins og gróbeðsins, en það er mjög
þéttofið og leðurkennt.
Skinnsveppirnir teljast til stilkgróunga eða
basíðusveppa (BasicLiomycetes), þeirrar deildar
sem kallast beðsveppir (Hymenomycetes) en
þar til teljast einnig hattsveppir (Agaricales),
sálclsveppir (Polyporaceae), broddsveppir (Hyd-
naceae), kóralsveppir (Clavariaceae), auk ým-
issa smærri flokka. Skinnsveppir, sáldsveppir,
broddsveppir, kóralsveppir o. fl. eru oft kall-
aðir einu nafni hattleysingjar (Aphyllophora-
les) til aðgreiningar frá hattsveppunum, sem
hafa reglulegan hatt með fönum (blöðum)
eða rörum á neðra borði.
Auðvelt er að þekkja skinnsveppina frá öðr-
um hattleysingjum á því að gróbeðurinn er
sléttur, en ekki með holum, broddum eða
rifjum, eins og hjá hinum flokkunum. Reyndar
eru samt nokkrir aðrir smáflokkar sveppa með
sléttan gróbeð, t. d. skeenisveppirnir (Corticium),
sem líka vaxa á trjám, og mynda þar þunna
himnu eða skæni, sem er mun þynnra og ekki
eins leðurkennt og hjá skinnsveppum.
Oftast vaxa skinnsveppirnir á stubbum eftir
höggvin tré, eða á föllnum trjábolum, en þeir
koma líka fyrir á lifandi trjám, sem farin eru
að feyskjast. Talið er að sumar tegundir
skinnsveppa geti valdið fúa í trjám, og ein teg-
und (Stereum sanguinolentum) er jafnvel talin
með hættulegustu sjúkdómssveppum í trjám.
Elstu heimildir um skinnsveppi á Islandi eru
hjá Emil Rostrup 1903, en hann telur þrjár
tegundir: Slereum hirsutum, Stereum corti-
cosum („vorticosum" er prentvilla) (= St.
purpureum) og Stereum tuberculosum (= St.
murrai), allar eftir eintökum, sem Olafur
Davíðsson hefur safnað, nær eingöngu í Háls-
skógi í Fnjóskadal.
Poul Larsen, 1932, telur sömu tegundirnar
eftir heimild Rostrups, en bætir við Stereum
rugosum, sem er eina tegundin, sem hann virð-
ist hafa fundið sjálfur.
Jörstad, 1962, getur tegundanna St. purpur-
eum, og St. rugosum, og loks geta Jrau Finn
og Helga Roll-Hansen, 1972—73, um sömu
tegundir, og bæta við Slereum sanguinolent-
um. Samkvæmt þessum heimildum hafa þá
fundist alls 5 tegundir skinnsveppa á Islandi.
Sennilega eru þær þó eitthvað færri, því Sl.
murrai hefur ekki fundist hér á síðari tímum,
og verður því að teljast vafasamur.
I nýjustu fræðibókum er ættkvíslinni Stereum
skipt niður í nokkrar smærri einingar (Stereum,
Chondrostereum, Cystostereum o. fl.), en þar
er farið eftir ýmsum smásæjum einkennum.
Ekki þykir ástæða til að fara nánar út í
þessa skiptingu hér.
Islensku skinnsveppategundirnar má aðgreina
þannig:
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
51