Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 54
A Aldinið þykkt, margært, skorpnlaga,
barðlaust ................... St. rugosum
B Aldinið þunnt, einært, oftast með
börðum ...................................
a) Gróbeðurinn dimmrauður til fjólublAr
....................... St. purpureum
b) Gróbeðurinn gulur eða gulbrúnn
x) Gróbeðurinn roðnar við snertingu. Á
barrtrjám. St. sanguinolentum.
y) Gróbeðurinn roðnar ekki. Á lauf-
trjám. St. hirsutum.
Stereum rugosum (Pers. ex Fr.) Fr. (hrúður-
skinni eða skorpuskinni).
Aldinið skorpulaga, óreglulega lagað, allt að
10 cm í þvermál, að mestu fastvaxið undirlag-
inu, nema blábrúnirnar, sem brettast ofurlítið
upp, svo aldinið verður stundum dálítið skál-
laga. Á ungum sveppum eru brúnirnar Ijós-
brúnar, með fínum ljósum hárum, en verða gráar
eða grábrúnar og hárlausar. Á gömlum svepp-
um eru þær alltaf greinilega lagskiptar, sem
svarar til áratjöldans, sem sveppurinn hefur
lifað. (Hann virðist brettast því meir sem hann
eldist, og losnar að lokum að mestu frá undir-
laginu). Gróbeðurinn í fyrstu ljósgrár-grágulur,
líkt og döggvaður, verður síðan gulbrúnn, brúnn
eða grábrúnn, með smáhnökrum eða vörtum,
oft sprunginn, fær rauða bletti við þrýsting
(líkt og St. sanguinolentum), oft dálítið rauð-
leitur á þurrkuðum eintökum. í fersku ástandi
er sveppurinn eins og mjúkt leður, en stífur og
korkkenndur eftir þurrkun. Gróin aflöng, sí-
völ, snubbótt, 8—12 (14) fx á lengd og 3—5 (6)
fx á breidd.
Tegund þessi er auðþekkt frá öðrum skinn-
sveppum á fyrrgreindum einkennum. Hann
vex langoftast á stubbum, eða hálffúnum stofn-
um og greinum, sem liggja í skógsverðinum, en
hefur líka fundist á lifandi trjám, t.d. í Vagla-
skógi (sbr. 1. mynd).
Stereum rugosum er efalaust algengasta
skinnsveppstegund landsins. Hann hefur fund-
ist í skógum og kjarrlendi í öllum lands-
hlutum. Þótt Rostrup (1903) geti tegundar-
innar ekki, þá hefur Ólafur Davíðsson safnað
Iienni 1 Hálsskógi, 11. sept. 1900. Er það ein-
tak í grasasafni Náttúrufræðistofnunar ís-
lands, greint sem St. hirsutum.
Tegund þessi veldur töluverðum skaða á eik
52
Stereum rugosum (skorpuskinni) á gömlu birkí
tré í Vaglaskógi, sumarið 1962. Ljósm.: H. Hg.
í Mið-Evrópu, og framkallar gjarnan stórar
„hnútur" á henni, og litar jafnframt viðinn í
grennd við hnútuna. Slík linútumyndun er vel
Jrekkt á birki hérlendis, en ekki er vitað með
vissu hvaða sveppur veldur henni.
Stereum hirsutum (Willd. ex Fr.) Gray. (Strý-
skinni).
Aldinið m. e. m. barðlaga, oftast með mörgum
skellaga börðum, sem leggjast eins og þakflögur
hvert yfir annað, leðurkennt. Efra borðið strý-
liært, oft með beltum, gulbrúnt eða grábrúnt,
oft gult á brúninni. Gróbeðurinn sléttur,
fyrst gulur eða rauðgulur, síðan gulbrúnn,
brúnn-gulgrár. Gróin aflöng-sporbaugótt, 5-8
lx á lengd og 2,5—3 /x á breidd. Með þumlum
(kystidiae).
Vex nær eingöngu á stubbum eða fúnum
lurkum. Getið héðan um aldamótin af E.
ÁRSRIT SKÓCRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975