Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 59

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 59
Grisjun. Tilraunareiturinn hefur verið grisjaður af a. m. k. fimm mönnum, og af þeim sökum hef- ur grisjunin mótast meir af persónulegu mati en einhverju ákveðnu kerfi. Þetta er afar skilj- anlegt, þar sem hér voru ekki fyrir hendi fyrri mælingar til að styðjast við. Af töflu 2 má lesa, að grisjunarstyrkleiki hefur verið afar misjafn. Þá er einnig greinilegt, að þótt grisjanirnar hafi verið gerðar með stuttu millibili, Jrá hef- ur grisjunarstyrkleikinn oftast verið mun minni en áætlað var og talið er heppilegt. Af þessu leiddi að við 33 ára aldur stóð lerkið of þétt og svaraði ekki grisjun, þótt grisjað væri mikið 1971, ef til vill of mikið. TAFLA 2. Grisjunarstyrkleiki í Guttormslundi (Thinning strengths applied to the p 38 larch stand) Aldur (Age) 2 m3 3 m3 4 % 5 mS 6 % 15 40.0 2.0 5.0 40.0 5.0 18 87.8 22 124.5 29.5 23.7 86.5 34.1 24 121.0 29.0 24.0 26.0 94.2 27 121.9 14.8 12.1 29.9 49.5 30 131.2 7.5 5.7 21.7 34.6 33 144.3 31.1 21.6 23.0 135.2 36 126.8 4.9 3.6 13.6 36.6 Skýringar með töflu 2. 2) Standandi viðarmagn fyrir grisjun (Standing volume be- fore thinning) 3) Fellt viðarmagn (Thinning volume) 4) Fellt viðarmagn, sem % af standandi viðarmagni (Thinning volume as percentage of standing volume) 5) Viðarvöxtur milli grisjana (Volume production bet- ween thinnings) (>) Fellt viðarmagn sem % af viðarvexti milli grisjana (Thinning volumé as a percentage of volume production between thinnings). Einnig er því miður ekki hægt að skýra or- sökina fyrir því, hvort trjákrónur hafi ofskerst vegna þess, hve lerkið stóð þétt eða vegna kólnandi veðurfars, samfara sköðum af völdum sveppasjúkdóms. En sennilega hafa öll þessi atriði átt sinn þátt í vaxtarferli lerkisins, þannig að þar sem trén stóðu of þétt, urðu trjákrónurnar umfangslitlar og þar af leiðandi minni viðarvöxtur og meiri hætta á stöðnun í vexti. Við slík skilyrði er einnig meiri hæt'a ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 á að trén skaðist vegna núnings og pískunar hvors frá öðru, en það eykur líkurnar fyrir smithættu af völdum Douglasátu (Potebnia- myces coniferarum). Eins og sjá má af töflu 1. og línuriti 1. og 2. hefur lerkið náð hámarki í viðarvexti við 33—34 ára aldur, en þá var árlegur viðarauki ca 7 m3 á ha. Árlegur meðalviðarvöxtur virð- ist nú fara minnkandi, en fleiri mælingar þarf til að fá staðfestingu á þessu. Engu að síður hefur lerkið tekið öðrum og meiri vexti en spáð var fyrir eftir þrjár fyrstu mælingarnar (Línurit 1. og S. Blöndal 1964). Þannig hefur vöxtur þess verið örari framan af, en það hins vegar náð fyrr hámarki í árlegum meðalviðar- vexti en búist var við. Ymsar skýringar á þessu koma til greina. Á árunum 1964—1971 var veðurfar mun kaldara en á tímabilinu 1938—1963, og hefur kuldatímabilið áreiðanlega dregið úr vexti lerkisins. Því er enn möguleiki á að vöxtur aukist, ef veðurfar fer batnandi. Við jtetta er að bæta, að lerkið varð fyrir töluverðu veður- farslegu áfalli á árunum 1964—1966. f maí- mánuði 1964 skemmdist lerkið nokkuð af völd- um frosts og óveðurs, eftir að það hafði laufg- ast. Af þessum sökum voru trén gul og rytjuleg allt sumarið. Um mitt sumar 1966 gerði mik- inn storm og olli hann töluverðum skemmd- um á lerkinu. Beinar afleiðingar af þessum ill- viðrum urðu þær, að lerkið smitaðist illa af Douglasátusveppnum, og krónur þess minnk- aðu allverulega við að greinar og trjátoppar dóu. Lerkið var alveg búið að jafna sig af þessum áföllum 1971, en varð aftur fyrir spjöll- um af völdum Douglasátu 1972, sennilega vegna sumarfrosts árið 1971. Við þetta má bæta, að lerkið er mjög ljóselsk trjátegund og þarf á að halda stórri trjákrónu til að ná góð- um vexti. Lokaorð. Þær mælingar, sem hér eru birtar, eru þær fyrstu hérlendis, sem gefa nákvæmt yl'irlit um vöxt skógarteigs. Að sjálfsögðu gilda þær fyrst og fremst fyrir lerkið í Guttormslundi, en samt sem áður gefa þær mynd af möguleikum á vexti Síberíulerkisins, þar sem vaxtarskil- yrði eru svipuð. Mælingar geta því orðið til 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.