Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 67

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 67
minni á stafafuru. Á Suðurlandi var vöxtur sitkagrenis allmisjafn en yfirleitt sæmilegur. Hinsvegar var vöxtur stafafuru og rauðgrenis undir meðallagi. Af þessu virðist ljóst, að vöxturinn hef- ur verið undir meðallagi þetta ár. Við slíku mátti búast þar sem sumarið áður var bæði stutt og kalt. En það er alkunna, að sumar- liiti undanfarins árs ræður mestu um lengd árssprotanna. Eftir lýsingum skógarvarðanna að dæma hafa birki og sitkagreni komist næst meðalvexti á þessu ári. Skaðar á trjám voru hvergi að neinu marki og lítið gætti maðks eða blaðlúsa. Hvortlveggja er ]ró ávallt til á hverju sumri og maðkurinn lætur ávallt einhver merki eftir sig einhvers- staðar. En langt er orðið síðan að mikil brögð hafa verið að maðki. í sambandi við gosið í Vestmannaeyjum varð nokkurt öskufall á Tumastöðum, t. d. 13.—14. mars gerði sunnan-suðaustan slyddu með ösku. Eftir þetta roðnaði og fölnaði barr á suðurhlið sitkagrenis í skjólbeltum og reitum, svo og á rauðgreni og stafafuru. Sumt af barrinu fékk aftur grænan lit en annað datt af. Ekki dó neitt tré af þessum sökum og um haustið voru þessir skaðar horfnir. Nú liggur ákaflega nærri að kenna flúormengun um þessi litaskipti barrsins, en því miður voru engin sýni af þessu tekin til að ganga úr skugga um slíkt. En rétt er að benda á, að það er altítt á vorin að barrtré sviðni lítilsháttar móti suðri, einkum í miklu sólfari þegar jörð er frosin. Af þessum ástæðum er ekki unnt að kveða upp úr með orsökina til sviðnunar barrsins. Síðla í júlí gekk mikið rok yfir suðvestur- land. Það braut marga toppsprota á sitkagreni í Reykjavík og nágrenni, svo og á Stálpastöð- um og víðar. Meðan árssprotarnir eru að við- ast eru þeir næmir fyrir miklum vindum og hverskonar ákomu, eins og þegar þrestir setj- ast á þá. En toppbrot eru oftast ekki nema hálfur skaði. Einhver hliðargreinin rís upp og myndar nýjan topp, og sjaldan verður þetta orsök til tvítoppsmyndunar. Friðun og girðingar Sakir snjóþyngsla víða um land urðu endur- bætur á girðingum allmiklar. Gætti þessa eink- um í Fnjóskadal og Skagafirði. Þá var girð- ingin urn Mógilsá illa leikin eftir veturinn, einkum að vestan þar sem hún stendur í bratta og hliðarhalla. Bæði Þórsmerkur- og Þjórsárdalsgirðingarnar þurftu endurbóta við, svo og Jórvíkurgirðing í Breiðdal. Þórsmerkurgirðing var enn einu sinni skemmd af mannavöldum. Hinn 5. júlí var Þórsmörk smöluð og út reknar um 200 kindur. Girðingin var þá öll lagfærð og talin fjárheld. Hinn 28. júlí varð enn að smala og komu þá um 300 fjár úr girðingunni, enda höfðu verið gerð op á henni á einum tveim eða þrem stöðum. Þannig er nú framferði einstakra manna og hlífðarleysi við gróður landsins. Lítilsháttar var unnið að girðingu um suður- hluta Hallormsstaðalands, en því verki miðar enn fremur hægt. Vonir standa til að því ljúki á næstu tveim árum. Þá var lítil girðing sett upp á Gilá í Vatnsdal, þannig að unnt verði að hefja gróðursetningu á næsta ári. Gengið var frá samningi við skólanefnd Laugarvatnsskóla um að friða allt heimaland- ið í samvinnu við skólana. Skógrækt ríkisins tekur að sér að girða og friða fjallshlíðarnar og landið ofan að þjóðveginum úr Grímsnesi, en skólarnir sjá um friðun alls lands neðan þjóðvegarins. Umhverfi Laugarvatns hefur um mörg ár verið mörgum lineykslunarhella, aðal- lega sakir þess, live landið hefur verið illa útleikið af hrossum, sem höfð voru á gamla skólabúinu, en með samningi þessum er allt búfjárhald á skólasetrinu úr sögunni. Þá er og miklu meira land lagt til friðunar en áður, og mikið af skóglendi, sem var að verða upp urið, fær nú að vaxa upp að nýju. Mælt var fyrir girðingu um sumarið, og undir haustið var lítilsháttar byrjað á henni. Loks má geta þess, að litil girðing var reist i Sauðlauksdal með styrk frá Skógrækt ríkisins. Ennfremur skal frá því sagt, að árið 1972 var reist girðing í landi Ferstiklu í Hvalfirði með samskonar styrk. Sú girðing er um 1800 metr- ar á lengd um land það, sem liggur næst Þórisstöðum í Svínadal. Landið var til skamms tíma vaxið kjarri, mannhæðarliáu og sums- staðar meira, en ágangur búfjár hafði nær gjöreytt því á tveim áratugum. Árangur frið- unarinnar er sem óðast að koma í ljós eftir að- eins tveggja ára friðun. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.