Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 78

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 78
Agrœðsla. Eins og getið hefur verið í síð- ustu ársskýrslum, hefur aukin áhersla verið lögð á að leita uppi úrvalsbirkitré og fjölga þeim fyrst með ágræðslu og síðar með stikl- ingum. I apríl fór ég ásamt Hákoni Bjarna- syni, skógræktarstjóra, í Bæjarstaða- og Hall- ormstaðaskóg. Bæjarstaðaskógur, sem lengi þótti fegurstur íslenskra birkiskóga, er nú á fallanda fæti sökum elli, og eru því síðustu forvöð að velja þar úr bestu trén. Kom það sér vel að Hákon þekkti skóginn frá blómaskeiði hans og sum þeirra trjáa, sem fegurst höfðu verið. Völdum við þar 6 tré og tókum af þeim kvisti. Svo sem kunnugt er, er erfitt að ágræða kvisti af gömlum trjám og varð árangurinn heldur lakur. Heppnuðust aðeins 24 af 45 ágræðslum. Tvö birkitré völdum við á Hallormsstað til viðbótar þeim, sem áður höfðu verið valin. Þessi tré voru ekki gömul og heppnuðust 19 af 20 ágræðslum. Ennfremur völdum við 3 úrvals lerkitré til ágræðslu, sem tókust allvel. Einnig tókum við ágræðslukvisti af reynivið við Bæjargilið á Skaftafelli, en hann var á sín- um tíma talinn einn mesti reyniviður á land- inu. Þessi leit að úrvalstrjám af ýmsum tegundum mun verða bæði skógrækt og trjárækt í landinu til mikils gagns, er fram líða stundir. Því væri ágætt, ef þeir sem telja sig þekkja tré af hinum ýmsu tegundum, sem bera af öðrum einstakl- ingum, létu okkur vita, hvar þau er að finna. Má hér til dæmis nefna tegund eins og reyni- við, sem til er víða um land af mismunandi stofnum. Væri mikill fengur að fá upplýsingar um falleg tré, sem virðast laus við þá kvilla, sem oft fylgja þessari tegund. Frœrannsóknir og frœsöfnun. Á árinu voru rannsökuð 84 fræsýni. Fræsiifnun fór eingöngu fram á Fljótsdalshéraði. Þar var safnað 9.5 kg af birki, sem reyndist mun lakara en árið áður. Þá var safnað 2.1 kg af lindifurufræi, sem virðist allvel jrroskað og 0,6 kg af broddfuru- fræi, sem spírar 93%. Birgðir af Itirkifræi eru nú 150 kg, og er mestur hluti þess ágætt fræ. III. TILRAUNIR ÚTI Á LANDI Kvcematilraunir. Tvær nýjar kvæmatilraunir voru gerðar á árinu. Onnur í Jórvík í Breið- 76 dal, sem í eru 7 kvæmi af sitkagreni og 1 kvæmi af svartgreni, hvítgreni og rauðgreni. Hin á Gilá í Vatnsdal með 6 kvæmum af sitka- greni. Mældar voru kvæmatilraunirnar í Sel- skógi í Skorradal og Ásólfsstaðaskógi. Er vöxtur í [teim báðum ágætur. Tilraun sem gerð var í graslendi á Ásólfsstöðum í fyrra misheppn- aðist, en tilraunin sem gerð var sama ár í Bakkakoti í Skorradal tókst mjög sæmilega. Gróðursetningarlilraunir. I Heiðmörk var gerð tilraun með sex mismunandi aðferðum á mólendi, og eru tvær tegundir í tilrauninni, stafafura og sitkagreni. Onnur tilraun með mis- munandi gróðursetningaraðferðir var gerð á framræstri mýri á Ormsstöðum í Hall- ormsstaðaskógi, en þar er mikill grasvöxtur. Mældar voru tilraunir frá fyrra ári í Geitagerði í Fljótsdal og í Heiðmörk. I Geitagerði, þar sem lerki var gróðursett í mel, kemur í ljós að þeg- ar alldiða áburður er notaður, þá kemur þeg- ar á fyrsta ári svo mikið gras, að plönturnar lyftast ekki af holklaka. I Heiðmörk kemur í ljós, að afföll geta orðið mjög mikil ef til- búnum áburði er blandað beint í gróðursetn- ingarholuna. Vaxtarmalingar. I sambandi við skóg- græðslukönnunina voru á Hallormsstað mældar allar gróðursetningar frá 1960 og eldri. Voru það tveir sænskir stúdentar, sem verkið unnu, og með ágætum. Á næsta ári verður væntan- lega hægt að taka fyrir gróðursetningar frá sama tíma á Norðurlandi (Eyjafirði er þó að mestu lokið) og Suðurlandi. Verður þá hægt að bera saman árangurinn í hinum ýmsu lands- hlutum. IV. FERÐALÖG Þórarinn Benedikz fékk styrk til Norður- landafarar frá sjóði Norsku þjóðargjafarinnar. Sótti hann tvær ráðstefnur um kvæmarann- sóknir í Noregi og heimsótti trjágarðana (ar- boretin) í Milde við Bergen, Gautaborg og Hörsholm í Kaupmannahöfn. Undirritaður fékk styrk úr sama sjóði til ferðar um Lofoten, Vesterálen og Suður-Troms í Noregi. Væntan- lega mun ég skrifa um ferðina í samvinnu við Sigurð Blöndal, sem ferðaðist um Troms og Finnmörku árið 1972. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉI.AGS ÍSLANDS 1975

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.