Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 81

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 81
son, Sigurður Helgason og Jón Páll Agústsson. — Ivjósarsýslu: Olafur Agúst Olafsson. — Mýrdælinga: Erlingur Sigurðsson. — Neskaupstaðar: Eyþór Þórðarson. — Rangæinga: Indriði Indriðason. — Reykjavíkur: Guðmundur Marteinsson, Lárus Blöndal Guðmundsson, Kjartan Sveinsson, Vilhjálmur Sigtryggsson, Bjarni Helgason, Björn Ofeigsson, Guð- rún Einarsdóttir, Guðbrandur Magnús- son, Ragnar Jónsson og Sveinbjörn Jóns- son. — Skagfirðinga: sr. Gunnar Gíslason og Haraldur Árnason. — Stykkishólms: Guðmundur Bjarnason. — S.-Þingeyinga: Tryggvi Sigtryggsson, Hjörtur Tryggvason og Ingólfur Sig- urgeirsson. — V.-Barðstrendinga: Vilborg Jónsdóttir. — Islands: Jónas Jónsson, Oddur Andrés- son, Kristinn Skæringsson, Bjarni Helgason, Auður Eiríksdóttir, Hákon Bjarnason, Hulda Valtýsdóttir, Þórar- inn Þórarinsson og Snorri Sigurðsson. Fundargestir: Halldór E. Sigurðsson, Sveinbjörn Dagfinns- son, Stefán Guðlaugsson, Kristinn Ó. Guð- mundsson, Gunnlaugur Briem, Ingvi Þor- steinsson, Haukur Hafstað, Óli Valur Hans- son, Ingólfur Davíðsson, Jón Gestur Vigfús- son, Jón Magnússon, Baldur Þorsteinsson og Haukur Ragnarsson. Að lokinni ræðu Jónasar Jónssonar ávarp- aði landbúnaðarráðherra fundinn með stuttu en snjöllu erindi en að því loknu bauð Stefán Gunnlaugsson forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar fundarmenn velkomna til Hafnarfjarð- ar og minntist í því sambandi á hin ágætu störf Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til fegrun- ar bæjarins og umhverfis hans. Hákon Bjarnason flutti því næst yfirlit um ýmsa þætti skógræktarstarfsins og í því sam- bandi gerði hann grein fyrir því hversu áfram miðaði að gerð skóggræðsluáætlunar. Þá gat hann þess að árferði hefði að undan-, förnu verið óhagstætt skógræktinni, þó sér-l staklega plöntuuppeldinu. Stefnt yrði að því að koma uppeldinu nteir og meir inn í plasthús og að nota þyrfti meir kæligeymslur fyrir plöntur en verið hefur. Að lokum ræddi hann um fjárhag skógræktarinnar almennt og taldi fjárveitingar til liennar allt of litlar. Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri félagsins flutti skýrslu um störf héraðsskógræktarfélag- anna á árinu 1972. Hann gat þess m. a., að tvö félaganna, Skógræktarfélag Kópavogs og Skógræktarfélag Kjósarsýslu liefðu sameigin- lega ráðist í kaup á jörðinni Fossá í Hvalfirði og væri ætlun félaganna að vinna í samein- ingu að skógrækt á henni. Störf héraðsfélaganna hefðu verið svipuð og að undanförnu, frekar lítið liefði bæst við lönd Jreirra en félögin hefðu haldið í horfinu hvað gróðursetningu og hirðingu plantna snerti, þrátt fyrir sívaxandi fjárhagsörðugleika. Gróðursettu félögin þannig rösklega 370 þúsundir trjáplantna á árinu 1972. Þá gerði Snorri grein fyrir afgreiðslu tillagna síðasta aðalfundar og skýrði frá störfum fé- lagsstjórnar. Gjaldkeri félagsins Kristinn Skæringsson las og skýrði reikninga félagsins. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi voru kr. 2.402.405,11 og á eignareikningi kr. 2.862.305,72. Að loknum hádegisverði töluðu fulltrúar héraðsfélaganna, sögðu frá verkefnum og störf- um, svo og hverjar væru fyrirætlanir og óskir hvers félags. Fór hluti síðdegisins í þetta, en fram komu tillögur um mörg mál. Var þeim lýst og síðan vísað til nefndar. Um kvöldið bauð Hafnarfjarðarbær til kvöldverðar. Þar fóru fram ræðuhöld og söngur ásamt afhendingu verðlauna til tveggja Hafnfirðinga fyrir ötult og gott starf í þágu skógræktar; þeirra séra Garðars Þorsteins- sonar og Ólafs Vilhjálmssonar, fyrrverandi og núverandi formanns Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar. í þessu hófi flutti Olafur Þ. Krist- jánsson mjög skemmtilegt og fróðlegt erindi um Hafnarfjörð. Að borðhaldi loknu var stig- inn dans fram til kl. eitt eftir miðnætti. Laugardaginn 25. ágúst hófst fundur kl. 10 árdegis og voru þá ræddar tillögur þær, sem fyrir fundinum lágu. Að loknum hádegisverði var farið í skoð- ■ unarferð um nágrennið, fyrst í girðingu Skóg- -íræktarfélags Hafnarfjarðar í Gráhelluhrauni, ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 79

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.