Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 18
MacLeod, en því fræi safnaði
EinarG. E. Sæmundsen haustið
1950 á Montague-eyju í Alaska,
en auk þess 1.150 plöntur af
rauðgreni af kvæminu Drevja í
Vefsen, sem er nálægt norður-
mörkum þess á Hálogalands-
ströndinni.
Ekki leið á löngu, áður en
ljóst var, að í þessari brekku
kunni grenið ákaflega vel við sig.
Sitkagrenið hafði mun betur í
kapphlaupinu við rauðgrenið.
Um það bil, sem ég flutti suður
haustið 1977, var það komið á
flugaferð.
f september 1976 fór ég með
Þórarni Benedikz upp í brekkuna,
og þá voru ársprotar sitkagrenis-
ins lengri en við höfðum séð hér
áður. Ári seinna mældum við
einn sprota 93 cm langan, sem
meðfylgjandi mynd nr. 1 eraf.
Ég tók þarna 1976 myndina,
sem hér er merkt nr. 2. Þar má
aðeins greina Þórarin í bláum
galla milli trjánna.
Mynd nr. 3 tók ég 1. júní 1982,
og var Páll Guttormsson frændi
minn fyrirsætan og má greina
hann í svörtum fötum með bláa
húfu á miðri myndinni. Þarna
eru vissulega ekki aðrir eins
ofursprotar og 1976 og 1977,
enda voru þau sumur hin hlýj-
ustu, sem komið höfðu sfðan
1955.
Nú liðu 23 ár án þess að ég
myndaði jaðarinn þarna í Klif-
tjarnarbrekkunni. Hinn 16.
september 2005 tókég mynd nr.
4, sem hér birtist. Þá var fyrir-
sæta mín Arinbjörn Þorbjörnsson
landfræðingur, sem sl. 3 ár hefir
verið skógarhöggsmaður á
Hallormsstað af og til. Sést á
þessari mynd, að sitkagrenið
hefir heldur betur teygt úr sér.
Tréð hægra megin á myndinni er
15,55 m hátt og 28,0 cm í
þvermál íbrjósthæð.
héraði. Fyrir því voru þetta ein-
göngu litlir teigar til reynslu, sem
voru gróðursettir hér og þar.
Sitkagrenið fór yfirleitt rólega af
stað, eins og eðli þess er, nema
þar sem sérstaklega góður vatns-
búskapur var í jarðveginum, eins
og fundist gat sums staðar.
Árið 1958 lét ég gróðursetja
dálítinn teig af sitkagreni, að
hluta til blandað við rauðgreni, í
brekkunni ofan við Kliftjörn, sem
þjóðvegurinn liggur fram með.
Ég sá, að í þessari brekku var
óvenjugóður vatnsbúskapur, og
hugsaði með mér, að hérværi
gaman að fara f kapp við Hauka-
dalsbrekkur með greni, en þar
virtust okkur einstaklega góð
skilyrði fyrir greni - eins og
komið hefir á daginn.
Er ekki að orðlengja það, að
þarna lét ég gróðursetja 500
plöntur af sitkagreni af kvæminu
3. mynd.
16
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2005