Skógræktarritið - 15.10.2005, Síða 30
Hér standa greinarhöíundur og Brynhildur sonardóttir hans hjá einni öspinni sem einnig
se'st á bls. 27-6 ára gömlu tre'. Mynd: Hákon Óskarsson.
Lúpínuskógrækt sameinar tvo
gilda þætti - landgrœðslu og
skógrœkt- sem miða að því að
gera ísland betra og byggilegra
land fyrir komandi kynslóðir.
Fram að þessu hefur þótt eðlilegt
að uppgræðsla örfoka lands væri
í senn tfmafrek og dýr og skilaði
landi með lágmarksgróðri sem
endist misjafnlega eftir að
áburðargjöf lýkur.
Hér er meginmunurinn sá að
skógur vex upp meðan jarðvegur
og gróðurþekja myndast og
landið gerbreytir um svip á
skömmum tíma. Áður var
gróðurleysið einkenni þess, síðan
lúpínan og loks tekur skógurinn
við. Á fgrsta stigi er landið ónýtt, á
öðru stigi ógreiðfœrt vegna gróðurs en
á þriðja stigi vistlegt og vel gróið
skóglendi.
Þetta Ieiðir hugann að hinni
þjóðlegu raunarollu sem víða var
þulin f Ársriti Skógræktarfélags
fslands á fyrri áratugum. „Faðir
minn átti fagurt land" er uppi-
staða margra þeirra mæðuskrifa.
Landið var gróskulegt f árdaga,
gekk fljótt úr sér eftir að búseta
hófst og hefur verið að hrörna
fram á þennan dag.
Við eigum ekki að fjölyrða um
það sem miður fór heldur snúa
okkur að þvf að kippa einhverju í
liðinn. f stað þess að harma
orðinn hlut þurfum við að ganga
ötullega til verks, endurheimta
nokkuð af fyrri landgæðum og
gera landið geðfelldara fyrir íbúa
þess. Hér er því bent á ódýrt og
fyrirhafnarlítið úrræði: fúpínu-
skógmkt.
Lúpfnan hverfur að lokum og
skilar ekki lengur lífmassa sfnum
til svæðisins til að halda land-
gæðum við en asparskógur
(greniskógur eða birkiskógur) er
vaxinn upp og bætir landið á
sinn hátt, að ógleymdum öðrum
gróðri sem sprottið hefur upp úr
nýjum jarðvegi. Sjálfbær þróun er
komin í jafnvægi öðru sinni.
Hér er einfall úrræði til að græða
svöðusár þessa lands, mela og sanda og
annað örfoka land, með
lágmarkskostnaði og fyrirfiöfn en
skjótum árangri. Hér er vakin upp
sjálfbær þróun með innfluttum gróðri -
lúpínunni - sem leggur gróðurlaust
land undirsig í nokkra áratugi en
skilar þvísíðan með frjóum og góðum
jarðvegi þarsem íslenskur gróður
nemur land að nýju ískjóli
hraðsprottins skógar innfluttra
trjátegunda er nýta rýra íslenska jörð
stórum beturen innlendur gróður.
Átt þú ekki ónýtt land, gróðurlausan
skika sem enginn lítur við? Viltu ekki
athuga hvað þú getur gert úr honum?
Hann getur orðið metnaður þinn,
sálubót og sæmdarauki.
28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005