Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 33
Framandi 09 ágengar tfjátegundir
í íslenskum skógum - raunveruleg,
adsteðjandi eða ímynduð ógn?
•nngangur
Margir jarðarbúar bera kvíðboga
fyrir hnattvæðingu hagkerfa og
menningarsamfélaga. Finnst
beim hagsmunum sínum og
menningu stafa ógn af alþjóða-
kapítalisma, þjóðflutningum milli
landa og yfirþyrmandi erlendum
nrenningaráhrifum. Hjáýmsum
líffræðingum, einkum vistfræð-
ingum, beinist þessi ótti við
hnattvæðingu að þeim áhrifum
sem flutningur lífvera milli
landsvæða og heimsálfa kann að
hafa á lífríki jarðar.
Tegundir lífvera sem berast með
manninum til fjarlægra staða eru
stundum litnar hornauga af
heimafólki í þeim löndum þar
sem þær taka sér bólfestu og
faldar „útlendar", „innfluttar" eða
Jramandi". Á það hefur verið
bent, að andstaða gegn slíkum
■.nýbúum" á sér sjaldan stoð
byggða á reynslu eða raun-
vísindum, en gæti verið ein
birtingarmynd mannlegs eðlis:
að vilja halda í það umhverfi og
samfélag sem heimamenn þekkja
og treysta; að vera á móti breyt-
ingum á ásýnd þess og tegunda-
samsetningu, og telja sér ógnað
af þvf sem er nýtt, óþekkt og
framandi.910
Brown and Sax 10 telja að það sé
eitthvað djúpt í sálarlífi og undir-
meðvitund mannsins sem ýti
undir hleypidóma og tortryggni
gagnvart hverju því sem er
framandi, hvort sem um er að
ræða framandi fólk, jurtir eða dýr.
Telja þeir að áhyggjur fólks af
skaðsemi framandi tegunda sé af
sama sálfræðilega meiði og fælni
gagnvart fólki af erlendum upp-
runa. Þessi neikvæða sýn á flest
það sem er nýtt og framandi
i.
SjálfsáSur alaskavíSir (Salix alaxensis (Andersson) Coville) ígrýttum farvegi KollafjarSarár á
Kjalarnesi. Myná: ASalsteinn Sigurgeirsson.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
31