Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 41
Sú kenning boðaði að almáttugt
æðra máttarvald hefði fundið
hverri tegund heppilegt staðarval
við sköpun heimsins (e. intelligent
design; sjá nánar Gould 37).
í eðli sínu eru innrásir lífvera inn
á nýjar lendur og búsvæði full-
komlega „náttúrleg" fyrirbæri og
fjölmörg dæmi eru til úr jarð-
sögunni og frá sögulegum tíma
um búferlaflutninga tegunda
rnilli Ianda og heimsálfa sem
gerst hafa án milligöngu mann-
skepnunnar.1,10'108 Um leið eru
bekkt fjölmörg dæmi þess að
innlendar jurtategundir gerist
æinráðar" á tilteknum bú-
svæðum, drottni þar (a.m.k.
tímabundið) og útrými öðrum
gróðri. Dæmi um slfka jurt er
ormburkninn (Pteridium aguilinum
(L.) Kufin), sem er útbreiddur um
mestallt norðurhvel jarðar
(raunar stóran hluta jarðarkringl-
unnar, þó ekki á íslandi) og
hegðar sér vistfræðilega alls
staðar eins. Tegundin verður afar
einráð á stórum, samfelldum
svæðum þar sem hún festir
rætur, myndar breiður, heldur
velli öldum saman með efna-
hernaði (e. allelopathy) gegn
keppinautum og breytir
Íarðvegseiginleikum.36'50'86 Þessi
vistfræðilega hegðun er
nákvæmlega eins og hjá þeim
-framandi innrásartegundum"
sem mest er talað um að ógn
stafi af, enda þótt ormburkninn
teljist innlend tegund, en ekki
innflutt, þar sem hann sýnir
fyrrnefnda hegðun. Hér á landi
bekkjum við ekki ósvipaða
hegðun hjá hinni „innlendu"
hvönn (Angelica arkhangelica) í
yfirgefnum túnum á Horn-
ströndum.5
Að mati Theodoro-
polous'08 er megin-
ástæða þess að
einstakar tegundir
lífi/era fjölga sér ört
og nema störar lendur
á skömmum tíma
(sýna m.ö.o. af sér
„innrásarhneigð") súf
að búsí/æðum hefur
áður t/erið raskað,
oftar en ekki af
mannavöldum.
Meðal röskunar sem hefur í för
með sér „innrás lífvera" má nefna
fyrri útrýmingu innlendrar lffveru
sem áður fyllti sömu iffvist (e.
niche) og sú innflutta;17,31'66'67116
breytingar á vatnsbúskap og
efnahringrás, t.d. ofauðgun vatns
eða jarðvegs af næringarefnum;22-
114118'121 breytingar á tíðni
náttúrlegra sinu-, kjarr- eða
skógarelda.15'27101 Nærtækt dæmi
af slfku háttalagi hér á landi er
alaskalúpínan, sem af sumum er
álitin „ágeng" tegund.
Landgræðsla ríkisins 54 hefur
gefið út leiðbeiningar um notkun
hennar, en þar stendur m.a.:
„Alaskalúpína erágeng að eðlisfari og
gelur náð fótfestu í margs konar
gróðurlendi. Eftirað lúpínan hefur
numið land getur reynst erfitt að hemja
útbreiðslu hennar. Fara skal með gát
við notkun hennar í nálægð gróins
lands, þarsem hún gæti hæglega
numið land og orðið ríkjandi." Hins
vegar bendir ekkert til þess að
lúpfna nái fótfestu annars staðar
en þar sem gróðurhula er rofin
eða gisin og þar sem jarðvegur er
snauður af nitri, m.ö.o. þar sem
umhverfi hefur áður raskast,
t.a.m. af athöfnum manna og
húsdýra hans. Lúpfnan virðist
stuðla að fjölbreyttara og
framleiðnara vistkerfi en áður var
að finna á þeim stöðum þar sem
hún hefur numið land og hún býr
í haginn fyrir fjölmargar inn-
lendar tegundir lffvera.8-43
Sjálfsáö sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.) Carr.) vestan við hinn s.k. „Lýðvetdislund" á
Tumastöðum í Fljótshlíð. Mynd: Lárus Heiðarsson.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
39