Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 42

Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 42
Sjálfsáð sitkagreni og stafafura í hrauni í EIfiSaárdal íReykjavík. Mynd: ASalsteinn Sigurgeirsson. Einangrun íslands og afleiðingar hennar Á seinni hluta tertíertfmabils jarðsögunnar, fyrir 10-15 mill- jónum ára, rfkti heittemprað loftslag á íslandi eins og annars staðar á norðurslóðum. Hér óx fjölbreyttur skógur lauf- og barrviða a.m.k. 50 trjátegunda, með tegundasamsetningu áþekka þeirri sem nú er að finna í suðausturhluta Bandaríkjanna eða suðvesturhluta Kína.58-,7 I23 ‘21 Á sfðari hluta tertíertfmabils (plfósen) tók veðurfar að kólna og fyrir um þremur milljónum ára hófst fsöld (pleistósen). Á ísöld skiptust á jökulskeið og hlýskeið. Á kuldaskeiðunum dóu út flestar þær tegundir sem hér höfðu fram að þvf tekið sér bólfestu og átt hér athvarf. Breyting þessi á tegundasamsetningu gefur ekki aðeins til kynna stigmagnaða kólnun við lok tertíer og á ísöld, heldur einnig að lokast höfðu möguleikar trjátegunda til þess að nema land á nýjan leik á hlýskeiðum, sökum þess að landbrú fslands við meginlönd ni ** ’- ■ Evrópu og Norður-Ameríku hafði eyðst við lok míósens.69 8’ Ekki eru menn á einu máli um hvort öll flóra íslands hafi þurrkast út á seinasta skeiði ísaldar (aldauða- kenningin), eða hvort einhver hluti hennar hafi hjarað á jökul- skerjum og öðrum íslausum svæðum (vetursetukenningin).' 41 í flóru landsins eru umfram allt svalviðristegundir (e subarctic) auk nokkurra hitakærari, sem flestar hafa mjög takmarkaða útbreiðslu og hafa vafalftið borist til landsins eftir ísaldarlok. Af framansögðu má ljóst vera að kuldaskeið ísaldar síðustu þrjár milljónir ára hafa höggvið stór skörð og skilið eftir margar eyður í „mögulegri" fjölbreytni íslensks gróðurríkis.59 '25 Hafa djúpir íslands álar hindrað náttúrlega búferlaflutninga margra plöntu- tegunda frá Evrópu og Norður- Amerfku til fslands frá þvf að ísöld lauk og fram á þennan dag. Landfræðileg einangrun erálitin orsök þess að ísienska flóran er mun snauðari af tegundum en flóra landa sem búa við áþekkt loftslag 64-89106 Dæmi um afleiðingu landfræði- legrar einangrunar fslands er sú staðreynd að hér vaxa fáar tegundir belgjurta og annarra plantna, sem sem bundið geta nitur úr lofti með hjálp sam- býlisörvera.7 Aðeins átta tegundir belgjurta hafa viðurkenndan þegnrétt í íslensku flórunni,45 en til samanburðar vaxa um 100 belgjurtategundir í Noregi.60 íslenskar tegundir belgjurta eru lftt útbreiddar, sem gæti stafað af takmarkaðri, náttúrlegri dreif- ingarhæfni þeirra eða af því að þær hafi ekki borist til landsins fyrr en eftir Iandnám.51 Nitur- bindandi trjá- og runnategundir, s.s. elritegundir (AInus), hafa ekki vaxið hér síðan á síðasta hlýskeiði ísaldar.98Á Norður- löndunum er talið að núverandi niturbúskapur þurrlendisvistkerfa njóti þess enn að hafþyrnir (Hippophae rhamnoides L.), sem er niturbindandi runni, lagði undir sig mestallt þurrlendið við lok ísaldar en hopaði síðan fyrir öðrum gróðri.9' Niturbindandi jurtir hljóta að gegna lykilhlut- verki við uppgræðslu örfoka lands og til að auðga jarðveg á rýru landi. Almennt er íslenskur jarðvegur snauður af nitri og fosfór í aðgengilegu formi,72 og skortur á þessum næringarefnum í jarðvegi kemur í veg fyrir myndun sterkrar og samfelldrar gróðurhulu sem staðist getur rof.75 Vel má vera að ein helsta ástæð- an fyrir þeim hnekki sem íslensk þurrlendisvistkerfi biðu af bú- setunni hafi einmitt verið sú að í flóruna vantaði lykiltegundir sem gera vistkerfi starfhæf, tegundir á borð við niturbindandi tré og jurtir. Slfkar tegundir hefðu getað styrkt gróðurhuluna og aukið með því þanþol þurrlendisvist- kerfa gagnvart „innrás" mannsins og húsdýra hans inn í vistkerfi landsins. Önnur afleiðing Iandfræðilegrar einangrunar er sú að í flóruna skortir hraðvaxnar, hávaxnar trjátegundir, sem t.d. gera mögu- lega nýtingu lands til gagnviðar- framleiðslu og sem einkenna það loftslagsbelti jarðar sem láglendi íslands er náttúrlegur hluti af; barrskógabeltið. Þótt allt lág- lendi íslands teljist til barrskóga- beltis hvað Ioftslag snertir,1061" vantar f flóru landsins allar þær ættkvfslir trjáa sem einkenna þetta gróðurbelti jarðar, utan birki (Betula), víði (Salix) og eini (luniperus). Vistfræðilegir kostir landsins eru því ekki fullnýttir af þeim trjátegundum sem hér eru 40 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.