Skógræktarritið - 15.10.2005, Qupperneq 44

Skógræktarritið - 15.10.2005, Qupperneq 44
á íslandi) dregur úr hættu á hruni vistkerfa við breyttar aðstæður. Efla mætti líffræðilega fjölbreytni með því að fjölga tegundum, viðhalda sem mestum erfða- breytileika innan tegunda, og skapa nýjar og fjölbreyttar gerðir gróðurvistkerfa, sem tekið gætu við hlutverki hinna fyrri í nýjum og breyttum heimi.9'56,57 Verndun líffræðilegrar fjölbreytni með innflutningi í jarðsögunni hefur náttúrleg dreifing lífvera milli fjarlægra landsvæða verið algeng, náð um langan veg og forðað mörgum lífverutegundum frá útrýmingu á tímum loftslagsbreytinga.1,6,16,20,21, 23.28.30.34.68.7l.77.79.no Dreifing lífvera er eitt frumskilyrða fyrir varð- veislu líffræðilegrar fjölbreytni og einn helsti drifkraftur þróunar. Vermeij117 bendir t.a.m. á að „líffræðilegar innrásir" (innrásir utanaðkomandi tegunda) kunni að hafa skipt sköpum við örvun þróunar (e. stimulating evolution). Ör, hnattræn hlýnun loftslags gæti leitt til þess að víðlend svæði verði innan fárra áratuga óbyggileg þeim tegundum sem þar búa nú.138,53,65,70 Helst er álitið líklegt að loftslagsbreytingar leiki grátt trjátegundir, eða kvæmi þeirra, sem vaxa á láglendi eða á suðlægum slóðum, þar sem úrkoma takmarkar vöxt trjánna. í Evrópu á þetta við um svæði innan tempraða laufskóga- beltisins f Mið-Evrópu og við Miðjarðarhaf. Þar má gera ráð fyrir aukinni uppgufun og útgufun vegna hærra hitastigs sem leiða muni til útrýmingar tegunda, nema markvissar aðgerðir verði hafnar þeim til bjargar.109 Að sama skapi má gera ráð fyrir að trjátegundir færi út kvíarnar við norðurmörk útbreiðslusvæða sinna, eða taki að vaxa hærra til fjalla en áður. Röskun og eyðing búsvæða margra tegunda í náttúrlegum heimkynnum, sem er líkleg afleiðing gróðurhúsaáhrifa, gæti leitt til að eina bjargráð þessara tegunda verði að „þeim verði veitt hæli" á nýjum búsvæðum svalari landa. Ef ekki verður fljótlega gripið til aðgerða sem miða að varðveislu tegunda utan náttúrlegra heimkynna (ex situ conservation) eða aðgerða til þess að sporna við gróðurhúsa- áhrifum, blasir útrýming við fjölmörgum tegundum plantna á næstu tveim öldum.44 87,108,109 Því má líta á innflutning og mark- vissa ræktun plöntutegundar sem aðgerð til þess að opna fyrir henni ný búsvæði, í þvf augna- miði að tryggja varðveislu hennar. Innflutningur til íslands gæti bjargað sumum tegundum frá útrýmingu, og ísland þannig fengið það alþjóðlega hlutverk að vera varðveislusvæði líffræðilegs fjölbreytileika. Tamdar og ótamdar tegundir í ræktun Nytjajurtir f landbúnaði, s.s. kartöflur, hveiti eða bygg, eru erfðafræðilega „tamdar" lífverur, sem mótast hafa af meðvituðu og ómeðvituðu úrvali mannsins frá því að ræktunarmenning hófst. Þær eiga sér sjaldnast tilvistar- grundvöll utan kartöflugarða, kornakra og annarra þeirra staða, þar sem þær njóta verndar, vökvunar, áburðargjafar eða annarrar umönnunar mannsins. Flestar tegundir jurta, trjáa og runna sem á annað borð nýtast til skógræktar og landbóta eru hins vegar „villtar" lífverur, þ.e. erfðaeiginleikar þeirra eru ómót- aðir og óbeislaðir af ræktun, úrvali og kynbótum manna. Orku þeirra hefur ekki verið beint í þann farveg að framleiða tiltekna afurð (svo sem stóra ávexti), sem aftur heftir aðlögunarmöguleika þeirra úti á mörkinni. Þær hafa því margar hverjar alla burði til Sjálfsáð stafafura jPinus contorta Dougl. ex Louá var. contorta) á bökkum Pjórsár við Skarfanes í Landsveit. Parna hefur stafafura sáð sér út um stórt svœði, i'lítt gróínn foksaná, vaxinn að hluta melgresi. Mynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson. 42 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.