Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 54

Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 54
Barrfinkur eru frceætur sem sækfa mikið í greni-, elri- og birkifræ, en berfasteinarþykja þeim lostœti. Mynd: Daníel Bergmann. dvelja hér og vera staðfuglar eru hins vegar feitir og pattaralegir þegar veturinn gengur í garð. Að þroska ber og aldin er aðferð margra plantna til fræ- dreifingar. Aldinkjötið er í raun laun þeirra plantna til fugla, sem síðan dreifa fræi vítt og breitt. Þannig treysta margar tegundir á fugla til að dreifa fræinu. Sum fræ spíra einnig betur eftir að hafa gengið í gegnum meltingar- veg fugla og fræið fær svo í kaupbæti ofurlítinn áburðar- skammt með fugladritinu. Dæmi um jurt sem er alfarið háð fugl- um um frædreifingu er mistil- teinninn; hann er sníkjujurt á ýmsum lauftrjám. Ber hans eru sérkennileg, hvítglær með límkenndu aldinkjöti, en berjasteinarnir límast við trjágreinar þar sem jurtin skýtur rótum. Mistilþrestir hafa sérhæft sig í áti þessara berja. Þeir flækjast stundum til íslands en hafa ekki enn náð að flytja inn mistiltein, sem varð goðinu Baldri að bana samkvæmt norrænni goðafræði. Söfnunarárátta sumra fugla sem safna fræjum til vetrarforða er vel þekkt. Skrækskaðinn, sem er skyldur krákum og hröfnum, safnar miklu magni eikarhnota en klárar ekki alltaf forðann eða týnir forðabúrinu. Skrækskaðinn er talinn hafa stuðlað að dreifingu eikar um alla Evrópu eftir fsöld svo að eikin barst allt að 500 metra á ári norður eftir álfunni f kjölfar bráðnandi fsaldar- jökulsins. Af sjálfsdáðum hefði þessi dreifing eikarinnar orðið miklu hægari enda fellur eplið ekki langt frá eikinni. Frædreifing af völdum fugla er vel þekkt hér á landi og víst má telja að margar af plöntum fslensku flórunnar hafi borist hingað með fuglum eins og gerðist f Surtsey. Með driti dreifa fuglar fræjum reyniviðar, yllis og rifsberjarunna um skógarlundi. Það er mest áberandi þar sem fuglar bera fræ berjaplantna í skógræktarreiti en sjaldgæft er að þessum plöntum sé plantað í skógræktina. Duglegastir við þessa iðju eru skógarþrestir og starar. í seinni tíð hafa svart- þrestir numið land á Suðvestur- landi og bæst í hóp þeirra. Hingað flækjast einnig á haustin fuglar á borð við silkitoppur, gráþresti og hettusöngvara, sem eru einnig duglegir við frædreifingu. Villijurtir eins og krækiber, bláber, aðalbláber, hrútaberja- lyng og jarðarber reiða sig mjög á fugla til frædreifingar. Þessi ber eru étin f stórum stfl af spóum, lóum, skógarþröstum, og einnig af hröfnum, máfum og jafnvel refum. Mikilvægi þessarar fræ- dreifingar fyrir náttúru landsins er ótvírætt enda er krækilyng ein af aðal- landnámsjurtunum í uppblásnu landi. Það hefur því mikið gildi við uppgræðslu lands lfkt og beitilyng, en fræ þess eru smá og dreifast með vindinum. Rauð ber sortulyngs eru lítið tekin af fuglum en eru þeim mun vinsælli fæða hjá hagamúsum, sem gegna álíka hlutverki og fuglar við frædreifingu, enda berin stundum nefnd músa- mulningar.' Fræætur á við auðnu- tittling og snjótittling dreifa fræjum fremur fyrir tilviljun við fæðusöfnun sína, enda bryðja þeir og melta fræin. Þegar velja á tré og runna til ræktunar er að mörgu að hyggja en til að fá fugla í garðinn er gott að planta margvíslegum berja- trjám og runnum. Auk berjanna sem oft eru hin fegurstu er það nánast reglan að þessi tré og runnar eru mjög blómfögur og sum þeirra falleg f haustlitum, til dæmis reynitegundir, misplar og broddar. Aldinþroski plantna fer fram á mismunandi tímum eftir tegundum. Gulltoppur þroskar smávaxin ber sfðsumars, en þau eru vinsæl fæða fugla. Yllir þrosk- 'Venjulega kölluð lúsamulningar. 52 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.