Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 63
Þorbergur Hjalti Jónsson
Útbreið
í þessari grein er Ieitað svara við
tveimur spurningum: 1) Hvert er
flatarmál náttúrulegra birkiskóga
á íslandi? 2) Hve útbreiddir gætu
þeir verið miðað við núverandi
loftslag og jarðveg? í greininni er
einnig rætt um breytingar á út-
breiðslu birkiskóganna frá lokum
ísaldar.
Mikið af því sem hér er sagt
um mögulega útbreiðslu birkis er
byggt á vinnu sem við Hans H.
Hansen unnum á árinu 1997
vegna korts af náttúrulegum
gróðri Evrópu.
Árið 1975 ákvað Alþjóðaþing
grasafræðinga sem þá var haldið
íborginni Leningrad (nú St.
Pétursborg) að gefa út kort af
náttúrulegum gróðri Evrópu.
Verkinu var stjórnað frá Þýska-
landi og sá Þýska Náttúru-
verndarstofnunin (Bundesamt fur
Naturschutz) um útgáfuna.
Kortið átti að sýna náttúrulegt
gróðurfar án áhrifa mannsins en í
samræmi við rfkjandi veðurfar,
iarðveg og landslag f álfunni.
Kortin voru gerð í mæli-
kvarðanum 1:2.500.000 og komu
út ásamt skýringum á árunum
2000-2003.'
íslandshluta þessa korts unnu
þeir Eyþór Einarsson grasa-
fræðingur, Guðmundur Guðjóns-
son landfræðingur, báðir á
Náttúrufræðistofnun íslands og
Reiner Glawion í Freiburg f
Þýskalandi. Þess má geta að
Eyþór hefur frá námsárum sínum
rannsakað og skráð útbreiðslu-
mörk birkis á íslandi og Reiner
Glawion skrifaði sína doktors-
ritgerð um náttúrulegt gróðurfar
á fslandi með tilliti til ríkjandi
veðurfars, jarðvegs og landslags.2
Guðmundur og Eyþór fengu
okkur Hans til að afmarka mögu-
lega útbreiðslu birkiskóglenda á
íslandi. Við höfðum skömmu
áður gert hitalíkan af íslandi sem
áætlaði meðalhita hvers mán-
aðar, þriggja mánaða tímabila og
árshita alls staðar á yfirborði
landsins. Seinna gerði Veður-
stofa íslands sams konar en að
sjálfsögðu mun vandaðra hita-
líkan af íslandi. Kortunum bervel
saman.
Áður en sagt verður frá mögu-
legri útbreiðslu birkisins er rétt
að skýra frá fyrri rannsóknum á
útbreiðslu birkis og núverandi
flatarmáli birkiskóglenda í land-
inu.
Fra birkiskógarmörkum í 1100 m hœS í
jötunheimum, Noregi. BirkiS er parna
2-3 m viS skógarmörkin og aSeins
strjálingur af plöntum ofan markanna.
Ljósmyndir: RagnheiSur Bragadóttir,
september 2004.