Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 65

Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 65
Starf nefndar um landnýtingar- áætlun, könnun sem Náttúru- verndarráð lét gera á birki- skóglendinu í Vatnsfirði og umræða um skógeyðingu og ofbeitarmál varð til þess að Skógrækt rfkisins ákvað að kanna ástand og friðunarþörf allra birkiskóga í landinu. Á árunum 1987-1991 var farið í nánast öll skóglendi landsins og aflað ítarlegra gagna um trén og undirgróður.10 í framhaldi af þvf færði Daði Björnsson hjá Skóg- rækt ríkisins birkiskógakortin á stafrænt form. Guðmundur Guðjónsson og Einar Gíslason á Náttúrufræðistofnun íslands yfirfóru skógarkortin og sam- ræmdu þau fyrirliggjandi gróður- kortum. Stafræna útgáfan var sfðan notuð við gerð gróðurkorts af fslandi sem Náttúrufræði- stofnun íslands gaf út árið 1989. Samkvæmt stafræna kortinu bekur náttúrulegt birkiskóglendi • 16525 ha eða um 1,13% lands- ins. Þessi flatarmálstala er tæplega 9000 ha minni (8,7%) en matið frá 1977. Þessi mismunur stafar ekki af skógareyðingu heldur nákvæmari kortlagningu, skýrari skilgreiningu á skógunum og því að uppdrættirnir eru leiðréttir fyrir skekkju í loft- myndum og varpað á grunnkort. Möguleg útbreiðsla birkis Til að meta mögulega útbreiðslu birkiskóga á íslandi var kannað hver hitamörk birkisins væru í Fnjóskadal og aðlægum dölum. Þetta svæði hentar vel þar sem dalirnir eru tiltölulega vel skógi vaxnir og þirkið nær frá sjó og um 74 km inn til landsins. Hitamörk- in í Fnjóskadal ásamt hitamódeli okkar Hans var síðan notað til að teikna kort af mögulegri út- breiðslu birkisins. Til samanburð- ar voru einnig notuð hitamörk birkiskóga frá Noregi. Hitakortin voru felld saman við gróðurkort Náttúrufræðistofnunar og reynt að meta hve mikill hluti hverrar landgerðar gæti verið birki vaxinn og líklegt heildarflatarmál mögulegs skóglendis. Forsenda kortagerðarinnar er að hitinn takmarki útbreiðslu birkisins. Hér er því nauðsynlegt að eyða nokkrum orðum á þá forsendu. Skógarmörk og kuldi Skógarmörk eru jaðar skóglendis við skóglaust land. Til að meta mögulega útbreiðslu birkisins hér á landi þarf að áætla hvar skógarmörk myndu liggja án afskipta mannsins. Náttúruleg skógarmörk myndast m.a. við mýrarjaðra, sjávarstrendur, þerar klappir og hraun og þar sem rask af skriðum, snjóflóðum, eldi eða beit eyðir skóginum reglulega. Skógarmörk eru við þurrar gresjur tempraða og hitabeltisins, til fjalla og við túndrur heimskauta- landanna." í þessari grein er aðaláhersla á síðasttöldu marka- línuna. Á norðurhveli er skógarjaðar til norðurs við túndrur heim- skautalandanna og til fjalla. í hitabeltinu og á suðurhveli eru skógarmörk til fjalla en ekkert land er þar á þeim slóðum sem skógarmarka er að vænta við Suðurheimskautið. Öllum þess- um skógarmörkum er sammerkt að þau liggja nærri 10°C meðal- hita hlýjasta mánaðar ársins.12 Töluverður breytileiki er samt frá einum stað til annars í hitamörk- unum. Lægst eru þau á Eldlandi og vfða í hitabeltinu þar sem meðalhiti hlýjasta mánaðar er um 6-7°C við skógarmörk.13 Skógarmörkin fylgja betur meðal- Mynd 2. Sumarhiti (meðalhiti júní, júlt'og ágúst) viðefstu mörk 20 skóglenda íFnjóskada! og aðlœgum dölum eftir fjarlœgð frá ftafi. Svartir punktar (•) sýna álla lægstu hitagildin en hvítir punktar (°) sumarhita við skógarmörk íöðrum skógum. Brotin lína sýnir meðaltal átta lœgstu gilda (7,6 ± 0,19°C). Hvorki lægstu gildin átta (P = 0,347) eða gildin fyriralla skógana (P = 0,380) breyttust með fjarlægð frá hafi. Það var prófað með þvi'að reikna línulegt aðfall hitans með fjarlægð frá hafi. P-gildi í sviga eru líkindi þess að besta lína milli punklanna vt'ki fyrir tilviljun frá láre'ttri stöðu. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.