Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 75
Höfundar: Jón Geir Pétursson, Agnes Stefánsdóttir, Arnór Snorrason,
Brynjar Skúlason, SherryCurl, Einar Gunnarsson, EinarÓ. Þorleifsson,
Hallgrímur Indriðason, Heiðrún Guðmundsdóttir, Sigurður H. Magnússon,
Trausti Baldursson og Þuríður Yngvadóttir.
umuil. dJzoKý. u/leidÁeiumCfXin,. Utm
INNGANGUR
Skógar þekja afar Iftinn hluta
íslands. Mikill áhugi er fyrir því
að auka útbreiðslu skógarleif-
anna og rækta nýja skóga þar
sem hentar. Skógrækt er því
viðfangsefni þúsunda einstak-
linga, félagasamtaka, fyrirtækja
og stofnana. Hefur skógrækt
vaxið hröðum skrefum undan-
farin ár.
Skógrækt veldur breytingum. Því
er afar mikilvægt að hún falli sem
best að heildarsvipmóti lands, og
eins að hún raski ekki náttúru-
eða menningarminjum.
Um þessi mál hefurverið
töluverð umræða í þjóðfélaginu
undanfarin ár, þar sem komið
hafa fram áhyggjur af árekstrum
skógræktar, náttúruverndar og
fornleifaverndar. Kallað hefur
verið eftir skýrum leiðbeiningum
um nýræktun skóga þar sem
tekið sé tillit til sem flestra þátta
náttúru- og minjaverndar.
í því ljósi var samþykkt svohljóð-
andi ályktun á aðalfundi Skóg-
ræktarfélags íslands árið 2002:
Aðalfundur Skógrœktarfélags íslands,
haldinn íReykholti dagana 17.-18.
ágúst 2002, leggur til að stjórn
Skógrœktarfélags íslands skipi nefnd
sem vinni tillögurað vinnureglum og
gátlista fyrir skógræklendur og geri
þær aðgengilegar. Vinnureglurnar segi
til um markmið skógræktar, hvar og
hvernig þeim skuli náð. Gátlisti verði
ávallt hafður til hliðsjónar þegar ný
1. Leiðbeiningarnar voru formlega opnaðar ívor af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra
og Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Hótel Reykjavík. Mynd: |FG.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
73