Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 84
sérstaklega á vetrum, og getur
landslagið haft áhrif þar á, t.d.
verða sériega sterkar hviður sums
staðar á suður- og vesturströnd
eyjarinnar þegar vindar standa af
landi og blása eftir þröngum
dölum til sjávar, en vestanátt er
víðast hvar ríkjandi. Eins og
fslendingar glíma Nýfund-
lendingar lfka við frost-þíðu ferli,
sérstaklega á suður- og suð-
vesturhluta eyjarinnar.
Nýfundlendingar
Nýfundnaland er á því svæði
Norður-Ameríku sem var fyrst
kannað af Evrópumönnum, en
ummerki um ferðir víkinga
(íslendinga) um árið 1000 hafa
fundist á eyjunni. Evrópskir sjó-
menn voru tíðir gestir frá því
snemma á 16. öld, en nafn sitt
fékk eyjan frá ítalska land-
könnuðinum Giovanni Caboto
(John Cabot). Næstu aldirnar
sigldu evrópskir sjómenn til
Nýfundnalands til þorskveiða
hluta úr ári, en það var ekki fyrr
en önnur nýting fór að verða
arðbær, t.d. lax- og selveiðar,
sem Evrópumenn fóru að setjast
að árið um kring. Flutningur fólks
til eyjarinnar var nátengdur
fiskveiðum og fiskverkun, en
meirihluti íbúanna eru afkom-
endur innflytjenda frá Suðvestur-
Englandi og suður- og suð-
austurhluta frlands, sem komu
snemma á 19. öld. Einnig er
frönskumælandi minnihluti á
Nýfundnalandi vestanverðu.
Seinni tíma innflytjendur hafa
komið víða að, þótt uppruni
Nýfundlendinga sé enn tiltölu-
lega einsleitur samanborið við
aðra hluta Norður-Amerfku.
Vegna þess hversu dreifðir
íbúarnir voru á milli margra,
nokkuð einangraðra smábyggða,
þróuðust margbreytilegar hefðir,
venjur og mállýskur, þótt
einsleitur uppruni flestra inn-
flytjendanna og sameiginleg
áhersla flestra byggðanna á
fiskveiðar hafi leitt til svipaðrar
félagsgerðar á hverjum stað.
Nýfundnaland var að sjálfsögðu
Dæmi um ferðaþjónustu er Humber Valley Resort, en margir evrópskir milljónamæringar eiga „skíðakofa" Ipar (sem þættu vegleg hús hér á
landi, frekar en kofar). Wlynd: R.F.
82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005