Skógræktarritið - 15.10.2005, Síða 88
„Víkingar fiinir síSari", skötuhjúin Þórir Örn GuSmundsson og Borgný Gunnarsdóttir á
göngu um L'Anse aux Meadows. Mund: E.G.
Norður-Ameríku. Staðurinn ervel
valinn í þvf tilliti. Sankti Lafrans
(St. Lawrence) flóinn milli
Labrador (Marklands) og Ný-
fundnalands er að vestan en
leiðin suður með austurströnd
Nýfundnalands lá jafn vel við ef
því var að skipta, því fs gat haml-
að för um flóann stóran hluta árs.
Báðar þessar leiðir gátu verið
upphafið á leiðangri suður og
vestur um til meginlands Norður-
Ameríku. Margt þykir staðfesta að
ekki var um eiginlegt landnám að
ræða á L'Anse aux Meadows.
Sett hefur verið upp áhugavert
safn utan í holtinu ofan búðanna
og boðið er upp á leiðsögn um
rústasvæðið. Skammt frá þvf hafa
skálarnir verið endurgerðir og
klæðast heimamenn þar víkinga-
gervi og spinna ull og stunda
eldsmíði svo nokkuð sé nefnt.
Norskt olíufyrirtæki hefur stutt
uppbyggingu svæðisins og lesið
yfir kynningaspjöld og bæklinga.
Birtist það m.a. í þvf að notað er
hugtakið "Norse" um uppruna
þeirra manna sem þarna eiga að
hafa dvalið og þvf um leið slegið
föstu að um „Norðmanninn" Leif
heppna hafi verið að ræða.
í raun verður að teljast merkilegt
hversu mikið fálæti íslensk
stjórnvöld hafa sýnt þessum
merku minjum, sem renna sterk-
um stoðum undir sagnir af land-
könnunum þeirra leiðangra sem
getið er um í fornum heimildum
eða jafnvel þeim ferðum sem
„Bessastaðir" Nýfundnalands, Government House, var
byggt undir landstjóra Breta og var tekið í notkun 1831,
en fyrir þann tíma voru landstjórarnir aðeins hluta úr
ári f landinu og bjuggu um borð f skipum breska
flotans. Umhverfis húsið er fallegur trjágarður sem
vinur okkar Sandy hefur átt stóran þátt í að móta hin
síðari ár og er enn að. Þar gróðursetja tignir gestir
staðarins tré og má þar nefna Vigdfsi Finnbogadóttur,
Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Díönu prinsessu og
Karl ríkisarfa Bretlands. Einnig urðu hinir 86 fslensku
skógræktarmenn þess heiðurs aðnjótandi að gróður-
setja þrjú gulbirkitré f garðinum við Government
House.
2. mynd. Runnabelti ígarðinum við Government House,
skipulögð og gróðursett af Sandy Robertson en j)au eru hugsuð
bceði sem skjólbelti (enda er nokkuð næðingssamt við fiúsið) og til
fegurðarauka, par sem lögð er áhersla á að nota fjölbreytilegar
tegundir. Mynd: Alexander Robertson.
86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005