Skógræktarritið - 15.10.2005, Síða 105
Aðalfundur
Skógræktarfélags íslands
70. aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn á Lýsuhóli á Snæfellsnesi
dagana 27. og 28. ágúst sl.
Um 200 fulltrúar og gestir sátu
þessa stærstu samkomu skóg-
ræktarmanna. Skógræktarfélag
Heiðsynninga var gestgjafi
aðalfundar í fyrsta sinni.
Skógræktarfélag Heiðsynninga er
eitt af minnstu skógræktarfélög-
unum, sem eru 59 talsins og
sameinast innan vébanda lands-
sambandsins, Skógræktarfélags
fslands. Það var þeim mun
gleðilegra hve vel tókst til hjá
heimamönnum og veðurguðirnir
léku svo sannarlega við fundar-
gesti og yfir vakti ægifagur og
dulúðugur Snæfellsjökullinn.
Margrét Guðjónsdóttir, formaður
Skógræktarfélags Heiðsynninga,
hélt um alla þræði. Hún er komin
á níræðisaldur en lætur engan
bilbug á sér finna, kraftmikil,
léttfætt og full af áformum er
varða hennar hjartans mál, sem
er skógræktin. Þá er Margrét
gjarnan nefnd „hirðskáld skóg-
ræktarmanna’’ enda hagyrðingur
góður.
Laugardagur 27. ágúst
Fundarsetning og ávörp
Magnús lóhannesson, formaður
Skógræktarfélags íslands, setti
fundinn. Hann bauð fulltrúa,
heiðursfélaga og gesti velkomna.
Hann minntist nokkurra skóg-
ræktarfélagsmanna sem látist
höfðu frá sfðasta aðalfundi og
sérstaklega frú Guðrúnar Bjarna-
son heiðursfélaga og ekkju Há-
konar Bjarnasonar fyrrverandi
skógræktarstjóra.
Magnús kom víða við f máli sínu
og sagði m.a.: „Skógræktarfélag
íslands fagnar á þessu ári 75 ára
afmæli og þeim árangri sem
skógræktarhreyfingin hefur náð á
starfstíma félagsins. Þó vissulega
hafi náðst mikill árangur í skóg-
rækt á þessu tímabili og að við
þekkjum nú orðið mun betur
möguleika skógræktar í landinu,
þá er stærsti árangurinn af starfi
skógræktarfélaganna tvímæla-
laust sú viðhorfsbreyting sem
orðið hefur meðal þjóðarinnar
gagnvart skógrækt."
f niðurlagsorðum ávarpsins sagði
Magnús: „Ég vil að sfðustu minna
okkur öll á að hefðin mælir fyrir
Fundarstaðurinn Lýsuhóll. Sncefellsjökullinn gnæfir yfir. Mynd: |FG.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
103