Freyja - 01.07.1905, Síða 20

Freyja - 01.07.1905, Síða 20
3ió FREYJA Aflraunir kvenna. VII. 12. Mrs. Gilman, ameríkanskur rithöfundur, í ræí5u á kvenna samkomu aö Womens Institute (kvennaskóla) í Victoria, hélt því fram að konur væru ekki nœrri eins fallegar og karlmenn. Hún narraöist aö sumum tilburðum kvenna. ,,Þegar kona hleypur, “ segir hún, ,,hristist hún og vaggar, klifraö getur hún ei, og það er tekið í handlegginn á henni og henni hjálpað upp og niður litla mishœð, ég kalla það móðgandi hjálpsemi, nema konan hafi tréfót. Það er engin ástæða fyrir konu að hika svo við girðingu eins og hún gjörir, það er létt að lifta sér yfir, þó í pilsi sé, og það er lang léttasta og kvennlegasta aðferðin að komast yfir. ‘ ‘ —Úr Voice. Fjaðraðar flugvélar. W. E. Irish skrifar um þetta í Scientific American og lýsir nokkuð nákvœmlega flugvélum sem séu stœltar eftir fluglum, að iögun og með fjöðrum hagnýttum á tilbúna vœngi. Þessi vél pefnist Aeroplane og hafa verið smíðaðar á ýmsum stærðum, frá þeim er bera eina únsu til þeirra er bera þúsund pund. Þessar vélar hafa meiri þunga en vanalegir loftbátar, og nokk- uð þyngri en ioftið, þar eð þyngdin er nauðsynleg til að gefa vél- inni hraða. Með þessum vélum fullyrðir höfundurinn að meigi ná því að sigla hvert sem vill um loftið, bæði undan vindi og á hlið, og jafnvel á móti. Það hafa verið smíðuð ,,model“ svo út búin að mátti einnig sigla þeim á vatni og líka á hjólum fyrir þurrt land. Eru loftfara- smiðirnir að reyna sig á að fullkomna hugmyndina upp úr þessari og útbúa reglulega flugvél sem geti flogið eins og flugl. Erfiðast þykir þeim viðfangs að ná því að koma henni á flugið nógu hátt frá jörðu.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.