Freyja - 01.12.1905, Qupperneq 5
VIII. 5-
FREYJA
ic i
Fri'i Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm.
Þegar talað er um afrek þjóöanna og einstaklinga þeirra, sem
hafa gjört þær frægar er konunnar sjaldan getið. Sjaldan—það er
satt, þó eru til einstöku konur, sem hafa lifað í gegnum aldarað-
irnar í minningu fólksins. Að slíkar konur skuli vera til eða
hafa verið til, er því merkilegra, sem það hefir verið meiri örðug-
leikum bundiö fyrir konuna að afla sér nokkurar viöurkenningar.
Fáar slíkar konur hefir Island átt—miklu fœrri ef til vill en
sanngjarnt er. Með því mtina ég náttúrlega að konur hafi
verið til, sem hefðu átt skilið að lifa í minni þjóðarinnar. Eh
þjóðarvenjur margvíslegar hafa hjálpað til að drekkja nöfnum
þeirra í óminniselfunni. Einn sterkasti liðurinn í þeim venjum
eru ættartölurnar, sem æfinlega gjöra sér mest far um að rekja
ættir í karllegg og það, að börn eru æfinlega talin til föður en ekki
til móður. Annað sem veldur og þessu, er afskiftaleysi og úti-
lokun kvenna frá öllum þjóðmálum og öllum menntastofnunum,
sem hvorttveggja gildir að miklu leyti enn þann dag í dag, þó
breyting sé nokkur á orðin. Sú breyting, aö konur meiga að vísu
mennta sig, þó menntunin ryðji þeim enn sem komið er, ekki veg
að neinum þeim atvinnugreinum sem verulega borga sig, né opni
þeim veg að stjórnmálum eða embættum landsins. Allt sem þœr
geta vœnst í því tdliti, er að komast að, sem prívat kennarar eða
kvennaskólakennarar. En þar sem slíkir skólar eru fáir geta auð-
vitað ekki margar konur haft atvinnu við þá. Þá er enn þá einn
vegur til,en það er að ryðja sér braut, sem rithöfundur. En þessi
leið hefir ísl.konum verið torveld og fáar sem hana hafa farið,enda
er ærið skammt síðan það var mögulegt, sökum menntunarskorts-
ins en ekki nauðsynlega hœfileikaskorts.
Það er ekki næsta langt síðan ofurlítið nám í skrift og reikn-
ingi var gjört að fermingarskilyrði—líklega kring um 25 ár. Þang-
að til var nám kvenna víðast takmarkað við að kenna þeim að
„stauta, “ þó nokkrir velmeigandi bændur og heldri menn gjörðu
sig ekki ánægða ír.eð það, og létu kenna dœtrum sínum meira, þá