Freyja - 01.12.1905, Síða 6

Freyja - 01.12.1905, Síða 6
102 FREYJA VIII. 5. er það víst, að fram undir miðja síðustu öld var það ekki almennt talin neinn auka kostur á stúlkum,að þcer kynnu meira til bókarinn- ar. Það er því ekki undarlegtþó Island hafi átt fáa kvenrithöfunda. Ein hin fyrsta stjarna á bókmenntahimni Isl. (af konum) er án efa frú Torfnildur Þorsteinsdóttir Hólm. Og engin íslenzk kona hefir enn þá sem komið er ritað eins vel og eins mikiffog hún. Skáldsögur, umfangsmeiri að efni og tímalengd hefir hún ritað en nokkur seinni tíma höfundur á Islandi, karl eða kona, að því sem mér er kunnugt. Efni sagna sinna velur hún œfinlega úr liðna tímanum frá söguöldunum gullauðgu, og líkist að því leyti sumum frægustu skáldsagna höfundum annara þjóða,svo sem t.d. Duinas, inu heimsfrœga sagna skáldi Frakka. Fremstu menn Isl. frá mið- öldunum myrku, ogsíðari öldum, svo sem þá Jón byskup Arason með samtíð sínni, Jón byskup Vídalín með samtíð sinni og Brynj- ólf byskup Sveinsson með samtíð sinni, leiðir hún fram á sjónar- sviðið svo virkilega að maður virkilega finnur til nærveru þeirra, skilur í lífrstríði þeirra og baráttu, veikleika þeirra og styrkleika. Þá, ásamt samtíðarfólki þeirra, gjörir hún að lifandi myndum sem hún skákar fram á borðið og lætur tefla um virðing og völd við önnur stórmenni landsins. Hver einasti leikur er svo glöggur með tilgangi og afleiöingum að maður lifir sig inn í þeirra lff og hugsar sig inn í þeirra hugsunarhátt á meðan maður les þœr. Hún liftir upp fortjaldi liðinna tíma og leiðir mann inn í hinn dul- arfulla geym liðinna alda, og þar sýnir hún manni, mennina, sem aldinnar og fjarsýnið hafa hjúpað einhverjum frœgðarljóma, í' þeirra virkilega lífi og báráttu þar til allt veröur ljóst, en þó missa þeir einkis í við það. Það er vanalega svo vel og hlut- drægnislaust drengnar myndir af þessum mönnum liðna tímans, að glæpir,sem sumir forsprakkar kyrkjunnar huldu eða tókst að hylja að mestu eða öllu undir helgidómsblœunni, fyrir samtíð sinni, standa afhjúpaðir fyrirlesendanum,semerorðinn að óskyldum áhorf- anda.en dyggðir og mannkostir verða aðlaðandi og eftirsóknar- verðir, Eins og myndirnar eru ljósar.svoer og málfærið íslenzkt, skáidlegt og töfrandi, Náttúrulýsingar fagrar, sro fagrar og til- komumiklar að enginn nema skáld, hrifið af tign og fegurð ætt- jarðar sinnar gœti sett það í slíkan búning og hún gjörir. Mcetti

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.