Freyja - 01.12.1905, Side 14

Freyja - 01.12.1905, Side 14
-^~3M PISLA RYŒTTISDAUÐI HYPATIU -- EÐA — Æfilok siömenningar fornaldarinnar. Umtalsefni vort tekur oss til Alexandríu, sem var miödepill hins andlega þroska mannkynsins, þegar Athena og Rómaborg drottnuöu yfir heiminum. Höfuöborg Egyptalands var skírö eftir manninum, er stofnaöi hana—Alexander mikla. Undir stjórn Pol- emyanna óx vegur og virðing Alexandríu, þar til hún varö ein af voldugustu borgum Austurlanda. Hún var hafnstaður fyrir evr- ópisku ríkin og dró aö sér hina auðugu verzlun Indlands og Ara- bíu. Þar var aðal verzlunarstöö hins dýrmæta silkivarnings Aust- urheimsins. Auðlegðin orsakaði frjálsræði og nœgan tíma, og tíminn er móðir listanna. Með tímanum varö þar og heimkynni allra lista og allrar menningar,—háskólanna og heimspekinnar, svo að heimurinn trúði því,að skykkja Athenuborgar hefði fallið yfir herðar Alexandríuborgar. En þrátt fyrir þetta var ströng undiralda af þjóða-ríg í Alex- andríu. Hinir innfæddu Egyptar vildu ekki samlaga sig útlendum borgurum—þeim sem höfðu kosið sér að gjörast Alexandríumenn n.l. Rómverjum og Grykkjum. Þessi ósamrýmanlegheit milli þessara flokka orsökuðu oft upphlaup, launmorð og innbyrðis fjandskap. Kringum árið 400 e. Kr. taldi Alexandría 600,000 innbúa. Ni'r er hún lítið meira en smábœr. Borgarstæðið tók þá yfir 15 mílur, og borgin hafði það orð á sér að vera gjörsamlega laus við þá bölvun, sem kölluð er örbyrgð. Engir betlarar lötruðu eftir götum borgarinnar, enginn var yðjulaus,og vinnan var vel borguð. Svo mikil var eftirspurn eftir vinnu, að haltirog blindir höfðu nóga vinnu, sem varvið þeirra hæfi. Alexandríubúar kunnu að feúa til það sem nefndist papyrus, það var nokkurskonar pappír búinn til úr jurtum, og notaður til stórra muna og eingöngu af rit- höfundum þeirra tíma. Þeir kunnu einnig að glasgjörð og klœða- vefnaði.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.