Freyja - 01.12.1905, Síða 22

Freyja - 01.12.1905, Síða 22
FREYJA VIII. 5. 117 tvö gœtum veriö farscel ef þár þætti nógu vænt um mig til aö treysta mér.' ‘—•, ,En ef þú gætir borið dálítiö traust til mín, “ sagöi hún í bænar-róm og færði sig ncer. ,,Þætti vænt um þig? hélt hún áfram ,,Þegar ég kom upp á dekkið, nóttina semskipinu okkarbirst á og sá þig, þar sem þú sagöir fyrir öllu, fannst már þú bera langt af öllum öðrum mönnum og ég felldi þá þegar ást til þín, og þegar þú barst mig upp í bátinn meðan skipið sökk fékk ég aftur löngun til lífsins, en það hélt ég þó áöur að ekki gœti komið fyrir. “ Hún þagnaði, lagði hendurnar á kné hans og grét. ,, Bótólfur, ‘ ‘ bað hún, ,,vertu stór—stór, eins og forðum, þegar þú tókst mig að þér skil- málalaust og allslausa—einungis mig,—Bótólfur!“ ,,Því freistar þú mín?“ sagði hann nœstum bistur. ,,Þú veist ég get það ekki. Það er sáhn sem vér þráum en ekki þetta. I fyrstu má það nægja en til lengdar dugar það ekki. “ Hún þokaðist fjær og sagði í lág- um örvæntingar-róm: ,,Æ nei, æfi inín getur aldrei orðið söm, guð minn góður!“ og svo grét hún enn þá sárara. ,.Seg mér allt og svo skal það allt jafna sig hjá mér, “ sagði hann, eins og vildi hann ögra henni. En hún þagði og hann sá að hún síríddi við sjálfa sig. „Sigraðu sjálfa þig og hættu á hvernig fer því verra getur það þó ekki orðið. “ ,,Þú getur neytt mig út í allt, “ sagði hún í biðj- andi róm, en hann misskyldi hana og hélt áfram: ,,Þótí hér vœri um glæp að ræða skyldi ég reyna að afbera það, en þetta get ég ekki borið.,“ “Og ég ekki heldur!“ hrópaði hún og stökk upp. ,,-Ég skal hjálpa þér, vera þéræfin'ega allt í öllu ef þú vilt segja mér allt, en ég er of stór, til að vera gæslumaður þess, sem ég veit ekki hvað er og sem ef til vill heyrir öðrum til, “ sagði hannogstóð einnig upp. ,,Varmenni!“ sagði hún. ,,Þá er ég samt stærri þér því ég læt ekki kúga mig og nú skalt þú hoetta.“—,,Nei,sért þú svo stór þá eyð þessurn misskilning“.—,, Jesús Kristur! þetta þoli ég ekki lengur“.—,,Og ég hefi svariö þess eið, að í dag skuli það enda“. ,,Er þetta ekki vœgðarlaus grimmd að kvelja n.ig þarnig,sem hefi trúað þér fyrir mér og beðið þig eins innilega og ég hefi gjört, “ sagði hún og lá nú við að gráta, þó harkaði hún af sérog bætti við: ,,Eg skil þig, þú œtlar að kúga mig þangað til ég lœt undan, “ svo leit hún til hans angurblíðum augum og hörfaði undan. ,,Viltu, eða viltu ekki?“ sagði sama ósveigjanlega röddín. Hún baðaði út

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.