Freyja - 01.12.1905, Page 26
122
FREYJA
VIII. 5.
blandaði myndum þeirra siiman á dularful'an hátr 0» lrin mán tðarlr.rg’a
barátta lrans við g-átnna, sek eða saklaus, gjörði það sem til vantaði.
Hafði Asta verið eins barnsleg í hjarta sinu og þetta barn? Já hanu
hafði séð það, eða öllu heldur vissi nú að hann hefði séð það. Þó hafði
liann einatt verið að brjóta heilann um það, hvoit hún hefði brosað við
/jðrum, hvernig stæði á þessum sífelldu skapbrigðuiix hennar til gkðl eða
hrvggðar sem ýmist laðaði hann að henni eða hratt honum frá henni.
En nú, eftir hin sorglegu afdrif hennar, hópuðust allar endurminning-
ar hans um hana utan um hið saklausa barn, sem stóð þarna og baðst
fyrir.
Hvort sem hugur hans sneri sér leitandi ljóss, varð barnið ávalt á
vegi hans, það lokaði öllum hans rannsóknarleiðum. Hver endurminn-
ing frá þeirra stutta samverutíma—frá hinni löngu liðnu óveðursnótt
til sumarmorgunsins á fjallsbrúninni—þáhann ætlaði að glöggva sig á
cinhverju og ieita þaðan úrlausnar var sem það benti á barnsmyndina
er stóð honum ávalt fyriraugum. Þetta þreytti hann svo til sálar og
likama að hann hætti að mestuað nærast og lagðist litlu síðar alveg í
rúmið.
Það sáu allir að þetta myndi leiða hann til bana,
Sá sem býr yfir ráðgátu fær á sig annarlegan blæ og verður brátt að
ráðgátu fyrir aðra menn. Frá þeim degi er hann fyrst settist að í byggð-
inni varð hin drungaiega þögn hans, fegurð hennar og einstæðingsskaj)-
ur þeirra beggja að umtalsefni í bygðinni, og þegar svo konan hvarf
með öllu, óx umtalið mjögþar til því var trúað bezt er fjarstæðast var.
Enginn gat nokkra útskýringu á þessu gjört, með því engir þeirra er
bjúggu eða ferðuðust fram með ströndinni eða inn ásana hafði orðið lit-
ið upp mót fjallsbrúninni þenna sólskinsblíða sumardagsmorgun í því
hún kastaði sér fram af. Ekki rak iík hennar heldur í land að það gæti
sagt frá því er orðið hafði.
Það risu því ýmsar undra sagnir um hann og það meðan að hann
varennálífi. Hann varð ægilegur álits, þar sem hann lá, andlitið
holdgrant. þrautalegt og samanfallið er hárið st.íft og skeggið rauða
samvaxið þvf, hringaði sig um. Upp úr þessu mændu augun stór og
mæðuleg sem glampi frá inniluktri tjörn. Með því hann hvorki æskti
að lifa eða deyja, sögðu menn að það væri stríð um hann milli guðs og
djöfulsins. Nokkrir þóttust jafnvel ha'fa séð óvininn sjálfan umsleginn
eldslogum teygja sig upp að herbergisgluggum hans og kalla á hann,
Einnig hafði það séð hann í svörtu hundslíki snuðra fram og aftur um
bæinn eða velta á undan sér eins og hnoðra. Menn er róið höfðu þar í