Freyja - 01.12.1905, Side 30

Freyja - 01.12.1905, Side 30
FREYJA VIII. 5. 126 ZESitstjoxrLSir pistla^r. Gleðilegt nýár, vinir og velunnarar mínir og Freyju! Gleöi- legt og farsælt er mín hjartans ósk a8 þetta nýja ár veröi yður öll- um. Eg get ekki stillt mig um aö grípa þ etta tækifœri til aö senda yöur,vinum mínum öllum, vinar og hamingju ósk. Öllum, en sér- staklega þeim mörgu, sem hafa skrifað mér svo mörg hlý vinarorö á liðna árinu, en sem ég hefi ekki getað svaraS —af hverju, gjö. i: ekki til. Eg hefi ekki getað það, það er nóg. En þessi bréf og þessi vinarorö hafa verið sólskinsblettir sem vermdu og endurnœrðu, styrktu og hughreystu. Þökk, kæra þökk.fyrir það allt. Eg vildi að hver og einn, konur sem menn vildu taka þessar línur sem prí- vat svar til sín, því að á bak við þær, svo fáorðar sem þær eru, standa mínar hlýustu og beztu tilfinningar, mínar beztu óskir og innilegasta þakklœti. Eg vildi að þér, vinir mínir, sem gamla árið foerði sorg og söknuð, vilduð taka þessar línur sem innilega hlut- tekning mína í sorg yðar — hluttekningu, sem kringumstœðurnar hafa hindraö mig frá að láta yður í ljósi, eins og þcer hafa hindrað mig frá að svara bréfunum. Fyrirgefið því þögn mína og vitið, að þér hafið haft og hafið æfinlega mína innilegustu hluttekningu í sorgum yöar og gleði. En þegar maður finnur getuleysi til að láta hluttekningu sína í ljósi á viðeigandi hátt, verður hún (hlut- tekningin) þögul og dregur sig í hlé. Myndirnar í þessu númeri Freyju eru eins og þær bera með sér af þeim frú Bríetu Bjarnhéðinsdóttur Asmundsson ritst. Kvenna- hlaðsins og frú Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm ritst. að Dvöl og Draupnik. Um þá síöari hefi ég farið nokkruin orðum hér að íraman og þar stuðst við œfisöguágrip sem Damernes blað* flutti af. henni árið I90i,ásamt eigin þekkingu minni á œfistarfi hennar. Æfisögu hinnar fyrnefndu hefi ég því miður enn þá ekki komist yfir, en því lofa ég lesendum Freyju að gjöra það svo fljótt sem *) Á bh 105 1. I. 3, grein n.'sprentaðist nafnið á þessu blaði, þar stendur De Damer fyrir Damernes blad.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.