Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 16

Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 16
272 FREYJA Ég veröaö faratil Villaí X. II-X2. Einu sinni meöan á þrœlastríöinu-stóð fékk koiianokkur í Main svolátandi bréf: „ Villi liggur fyrir dauðanum. “ Kon- an leit á manninn sinn og sagði: ,,Ég verö aö fara til Villa, pabbi. “ ,, Þú getur ekki fariö góöa nn'n, því á milli ykkar eru spjótsoddar óvinanna, “ sagöi bann. Hún gjöröi það sem margar aðrar moeður hafá gjört, lá á bæn alla nóttina. Morg- uninn eftir sagði hún á ný við manninn sinn: ,,Ég verð aö fara ,til Willa. “ ,,Ég veit ekki hvernig þetta fer en íinnistþér þú verða aö fara, stendur ekki á peningum, góða mín.“ Svo kyssti hún manninn sinn og fór til Washington. Þegar Abra- ham Lincoln rétti henni passann, hrutu honurn tár af augum er hannsagði: ,,Þetta tryggir för þína að herstöðvum óvin- anna, en hvað þá tekur viö, veit ég ekki. “ Hugrökk hélt móðirin áfram uns hún kom að varðsveit suðurríkjanna og enn þá einusinni rétti hún fram passann. Varðliðsforinginn leit á hann og sagði: ,.Þetta gildir ekki hér. “ ,,Það veit ég vel, “ svaraði konan, ,,en Villi liggur íyrir dauðanum í Richmond og ég verð að fara til hans. Vilj- ið þér hindra för mína, þá skjótiðmig strax. “ Hermaðurinn skaut ekki heldur stóð hann hljóður og undrandi í nálœgð móð- urástarinnar, sem ein af öllum mannlegum tilfinningum kemst nœst kœrleika guðs og lyftir mannsálinni yfir allt út og upp á við, svo óútsegjanlega langt frá mannlegri síngirni. Móðirin hugsaði einungis um drenginn sinn og andstæð- ingarnir laumuðu henni gegnum varðiiðsraðirnar, en er hún kom að sjúkrahúsinu þar sem Villi lá sagði herloeknirinn: ,,Þér megið fara varlega, ininnsta geðshræring fer með hann. “ Móðirin loeddist að fótagatlinum á rúminu hans, kraup þar og bað undur lágt: ,.Ó guð, frelsaðu líf drengsins míns.“ Sál ungmennisins, sem var á leiðinni niður skuggalönd dauðans heyrði og þekkti röddina þó lágt væri talað. Augnablik var stein-hljóð, svo opnaði Villi augun og sagði svo lágt, að ein- ungis móðureyrað heyrði: „Móðir, ég vissi að þú myndir koma. “ Hann lifði og móðurástin frelsaði líf hans. —Our Dumb Animals.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.