Freyja - 01.06.1908, Síða 17
X. II—12,
tREYJA
273
| $ BARNAKRÓIN. $■ ^
Fiski-beitan.
Eftir Mary H. Vorse.
(Framhald frá síðasta blaði.)
„Það hefði verið betra góða mín, að þö hefðir verið minni því
mér þj'kir alveg eins vænt um þig og1 hinar konurnar mfnar,‘‘
heyrðiégCunningham segja. ,,En nö verð ég að biðja pabba að
byggja annann kofa handa þér,“
Cunningham var fyrirmyndar eiginmaður. Þegar hann fór
í einhvern ímyndaðan íeiðangur kyssti hann allar konurnar sín-
ar jafn innilega. Þessi 5 ára drengur var svo hugmyndaríkur og
umhyggjusamur að margir eldri menn hefðu grætt töluvertá því
að r.aka hann sér til fyrirmyndar.
Ástæðan fyrir heimilishamingju Cunninghams var sú, að hann
helgaði heimilinu og konunum sínum allan tíma sinn. Meðan
hann gjörði það, gekk allt vel. En œfintýra ástríða og hetju-dýrk-
un sundraði að lokum þessari paradís hans, eins og það hefir svo
oft sundrað paradís eldri og reyndari manna.
Einn góðan veðurdag sá ég hvar Cunningham sat niðri í fjöru
á bát sem lá á hvoifi og hálfur á floti. /Tann var með fiskilínu og
boginn títuprjón í önguls stað. Þetta var einn af merkisdögum
æsku hans, því nú komst hann fyrst í kynni við blóðsugur.
lleyndar var það af tilviljun að ég komst í kynni við kvikindi
þessi og skeði það þannig: María systir kom æðandi inn með önd-
ina í hálsinum 0g stamaði þessum orðum út úr sör: „Ekki nema
það, að hafa þ a ð 1 i f a n d i í blikkbauk niðri I ísskápnum!
Hefir nokkur maður nokkurntíma heyrt annað eins? Jim verður
að henda því út,“ skrækti hún og hrópaði svo á Jim til að henda
bauknum. En Jim var ekki á því. „Þetta er beitan mín 0g mér
dettur ekki S hug að henda henni," sagði hann.
„Það er hvað? ‘ hrópaði María alveg æf.
„Beitan mín,“ sagði jim blátt áfram. „En hvers vegna hefir
þú það í ísskápnum.sonur minn?“ sagði ég þá hún hafði gjört okkur
aðra atrennu fyrir óþrifnað, og að líða lifandi kvikindi í skápnum.