Freyja - 01.09.1909, Page 29
XII. 2.-3-
FREYJA
53
mér upp þegar ég lá, og hú n sagði að sér þætti vænt um þig
mím vegna, og hún kallar þig æfinlega hann. Er þaS ekki
gaman?“ Og svo hló hann hátt og hjartanlega og laföi báð-
ar krummurnar á axlirnar á henni eins og hún vœri gamallog
góður félagsbróðir.
„Jú, ég býst við því að henni bregðií brún, “ sagði hún
seinlega. „En hvenœr kcmur hún?“
, ,Næstu viku. Ég œtla með þig til hennar, þvf mér er
ant um að þið, unnusta mín og bezti vinur minn verðið góð-
ir vinir, En mér finnst óhugsandi að koma með hana hingað,
það vœri ekki samboðið henni einhvernveginn ekki við henn-
ar hæfi.—“
Hann þagnaði hálf ráðalaus og leit í kringum sig á byss-
una og veiðimannabúninginn sinn ábak við hurðina,grfmur og
ýmiskonar leikarbúninga hangandi á veggjunum, fiðluna
standa upp á endann við legubekkinn og uppi yfir honum hillu
fyrir hatta og þar fyrir neðan slíður fyrirnokkrar tóbakspípur.
Og síðast hvíldu augu þeirra beggja, því hún fylgdi augnaráði
hans eftir, á matarleifunum og tóma bjór-glasinu á borðinu.
Ilún stóð hastarlega upp, kveiktií sígarettu og sagöi.
,,Nei, auðvitað geturðuekki komið með hana hingað, það
er ekki við hennar hœfi. “
Hann leit framan í hana eins og til að biðja afsökunar.
,,Ég meina ekki að hún þykist of góð til þess. Hún er bara
—bara einhvernvegin öðruvísi, svo-svo kvenlega kvenleg og
ósjálfstœð og-og svo dœmalaust falleg. En ég má ekki sitja
hér lengur og syngja um hana lofgjörðarsálma. Ég vissi að
þú myndir samgleðjast mér, og ég máttj til að segja einhverj-
um frá hamingju minni, en vissi af engum nema þér, sem
ekki misskildi mig. Þú misskilur migekki?“ Hann var stað,
inn upp og horfði spyrjandi á hana.
,.Nei, ég misskil þig ekki, “ sagði hún með einkennilegri
áherzlu og stóð þráðbein eins og hermaður á verði.
,,Jœja þá, góða nótt, gamli, góði félagi. Ég sœki þig á
mánudagskvöldið, ’ ‘ sagði hann.
,,Góða nótt, Bob,“ sagði húnseinlega, og stóð graf kyr
þar til seinasta hurðin skall áhæla honum, Þá hneig hún of-