Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 1
Kristinnroinbogason, LAXI MOKAÐ UPP í ELLIÐAARÓSUM Talið er,að laxveiðar i net séu stundaðar i stórum stíl norðaust- ur af Viðey, og kunni aflinn að nema a.m.k. 900-1000 löxum yfir sumarið. Magnús ólafsson, for- maður Stangaveiðifélags Reykja- vikur staðhæfir, að þarna séu veiddir um 1000 laxar. Stéphan Stephensen.eigandi Viö- eyjar og Guðbrandur Jónsson, sem stundar veiðarnar, segja hins vegar, að veiðarnar við Við- ey séu smáræði og nægi einvörð- ungu i soðið handa þeim tveimur og vinum. Helgarpósturinn hefur hins vegar staðfestar heimildir fyrir þvi,að Stephan Stephensen selji lax til verslana i Reykjavik. Þessi mál hafa komið til kasta lögreglunnar i Reykjavik. Um miðjan júli flaug Landhelg- isgæslan yfir sundin við Reykja- vik og komu Landhelgisgæslu- menn auga á tvö net við Viðey. Þau voru ekki landföst. I samtali við Helgarpóstinn segir Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, að þessar veiðar brjóti i bága við lög. LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR Semjum, en semjum ekki af okkur segir Hákarl um Jan Mayen-deiluna Islendingar eiga að semja við Norðmenn út af Jan Mayen, en ekki semja af sér, segir Hákarl I blaðinu i dag. Hann tekur þar undir sjónarmið Eyjótfs Konráðs Jónssonar og Hans G. Andersen að i þessari deilu Islendinga og Norðmanna um lögsöguna milli tslands og Jan Mayen eigi sann- girnissjónarmiðið að ráða, og minnir á að Eykon hafi bent á á- kveðna grein i þeim drögum haf- réttarsáttmála sem þegar liggur fyrir, þessu sjónarmiði til stuðn- ings. Með þvi að viðurkenna út- færslu Norðmanna við > Jan Mayen séum við. þess vegna að semja stórlega af okkur. Orkukreppan sækir einnig austantjalds- löndin heim Stjórnvöld i Austur-Evrópu hafa til skamms tima talað digurbarkalega um það að hremmingar á borð við orku- kreppu og verðbólgu sneiöi hjá rikjum með miðstýrðan áætl- unarbúskap eins og tiðkast þar austur frá. En hrakfarir sólarlandafara frá austan- tjaldslöndum á leið frá Svartahafinu sýna svo ekki veröur um villst að þessi er ekki raunin, og að verðlags- sprenging siðustu mánaða og fyrirsjáanlegur orkuskortur i löndum COMECON skapi vanda sem reynst getur illviðráðanlegur. Um þetta skrifarMagnús Torfi ólafsson i Er- lendri yfirsýn i dag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.