Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 3
-Jielgarposturinn- Föstudagur 10. ágúst 1979. 3 má veiða silung i sjó. Þannig er ekki hægt að banna t.d. Stephani að hafa landfasta silungalögn i Viðey, en reglurnar þar um eru allar miðaðar við það, að þær séu lagðar við landið. Þannig munu net hafa í langan tima hafa verið lögð við landiö, en út af þvi brugð- ið siðar, eins og marka má af at- hugun Landhelgisgæzlunnar, sem skýrt var frá hér að framan. Guðbrandur kannast ekk- ert við lausu netin tvö Guðbrandur Jónsson sagði við Helgarpóstinn, að öll net vegna laxveiðanna væru landföst. Ann- að mætti ekki. Við spurðum hann þá um lausu netin tvö, sem Land- helgisgæzlumenn sáu úr lofti: ,,Ég kannast ekkert við þau. Ég á ekkerti þeim.” Guðbrandur bætti þvi við, að hann kannast ekki við, að aðrir stunduðu laxveiðar á þessum slóðum og myndi hann að sjálfsögðu láta rétt yfirvöld vita af þvi, ef hann yrði þess var. Það skal tekið fram, að i mörg ár var það álitið, að ekkert væri ólöglegt við það að hafa landfasta lögn við eyna. Sjónarmiðin breyttust hins vegar, þegar grun- ur lék á . að veiðarnar væru stundaðar i stórum stil og með laxanetum, sem ekki voru land- föst. Um þetta sagði Stephan Stephensen: „Þeir sem eiga jaröir sem liggja að sundinu og laxveiði i sjó er talin til hlunninda hjá þeim, þeir hafa alian rétt til að veiða 60 faðma út frá stórstraumsfjöru- borði. Þetta eru hlunnindi, sem fylgja eyjunni og ég hef gert það siðan ég eignaðist eyjuna,” sagði Stephan. í samtali viö Helgarpóstinn kvaðst Magnús ólafsson, formað- ur Stangaveiðifélags Reykjavik- ur, lita laxveiðar við Viðey ákaf- lega alvarlegum augum og þeim Stangaveiðifélagsmönnum mikið i mun að koma i veg fyrir, aö lax væri mokað upp rétt við Elliðaár- ósa. Héðan er gcrt út á laxinn við Viðey. Hjá skúrnum stendur bifreið Guðbrands Jónssonar, sem var úti, þegar Helgarpósturinn kom á staðinn. ur, að veiðiþjófnaður hafi farið vaxandi á undanförnum árum enda er það náttúrulega þannig, þegar veiðin eykst. Núna er hún u.þ.b. fjórum sinnum meiri en fyrir aldarfjórðungi samkvæmt skýrslum. Þá hefur athygli manna beinzt meira að laxi á þessu timabili og þaö eru ýmsir, sem virðast hafa áhuga á þvi að krækja sér i fisk án þess að hafa leyfi fyrir þvi. Þór Guðjónsson sagði, að þetta ætti sér bæði stað i sjó og i fersku vatni. Auðveldara væri við þetta að eiga nú vegna greiðari sam- gangna og þægilegra að komast að stöðum, þar sem lax er. net hefðu sést i sjó út af Kjalar- nesi, dæmi væru til um það, að laxeldisstöðin i Kollafirði fengi lax með netaförum og nýlega hefðu eftirlitsmenn i Arnessýslu séð net úr lofti við Þorlákshöfn, þar sem fundizt hefði heljarmikil netatrossa. A öðrum stöðum á landinu hefðu menn verið með til- burði til laxveiði i sjó, t.d. á Norð- urlandi. Dæmi um þetta væru úr Húnaflóa og i Laxá i Þingeyjar- sýslu hefðu stangaveiðimenn veitt laxa með netaförum. A Laxamýri hefði um 20% aflans verið með netaförum i fyrra. „Það era greinileg brögð að þessu og þetta eru náttúrlega hlutir, sem þarf að koma i veg fyrir. Það má ekki gleyma þvi, að geysimiklu fé er varið til fisk- ræktar. Menn reyna að bæta árn- ar, byggja laxastiga, fé er lagt i veiðihús og þeir kaupa seiði i verulegum mæli. Þarna eru lagð- ir fram miklir fjármunir til þess aö bæta og auka veiöina og þar sem ekki má veiða lax i sjó er eðlilegt, að reynt sé að koma i veg fyrir það og réttir eigendur sam- kvæmt lögum fái fiskinn sinn til baka,” sagði veiðimálastjðri. Vegna laxveiða i Viðey þykir félögum i Stangaveiðifélagi Reykjavikur, sem réttur sé brot- innn á þeim og lax sem ella gengi i Elliðaár sé veiddur rétt fyrir framan nefið á þeim i bága við lög. Þeir sem veiöarnar stunda telja sig hins vegar i fullum rétti. Auk þessa ágreinings er ef til vill stærsta málið hversu viðtæk þessi veiði er. Var aflinn 1000 lax- ar s.l. sumar? Og getur það stað- izt, að samanlögö veiöi þessa sumars sé 30 laxar, þar af helm- ingur fenginn i einni veiðiferð? eftir Halldór Halidórsson myndir: Einar Gunnar Vænn sjólax úr Elliðaárósum hefur verið á boðstólum i verzlunum. Málið í höndum lögreglunnar Lögreglan f Reykjavik mun hafa þetta mál til meðferðar, en hjá rannsóknardeild Lögreglu- stjbra kannaðist enginn við mál- ið. Við spurðum Þór Guðjónsson um það hvernig eftirliti með lax- veiði væri háttað. Hann sagði okkur, að mönnum væri skylt að skila veiðiskýrslum, þar sem tek- ið væri fram hversu mikið væri veitt. Gefnar væru út sérstakar veiðibækur hjá Veiðimálastofn- un, sem allar veiðiár i landinu ættu að fá og stöðuvötn. Þau væru hins vegar erfiðari, þar sem meiri losarabragur væri á veið- um þar, með undantekningum þó. Þessar skýrslur væru ekki allar jafn vel færðar. Þar sem væru veiðihús væri yfirleitt bezta skýrsluhaldið. Veiðimálastjóri sagði, að það væri óhjákvæmilegt, að eitthvað færi fram hjá veiðiskýrslunum. //Veiðiþjófnaður fer vaxandi// En hvernig er þetta almennt? Er mikið um veiðiþjófnað? „Almennt talað, þá virðist okk- „Það er auðvitað reynt aö hamla gegn þessu,” sagði Þór og gat þess, að ríkiö greiddi hálf laun niu eftirlitsmanna og hluta i laun- um fimm annarra. Yfirleitt eru það veiðifélögin, sem greiða það, sem á vantar og i öðrum tiivikum sýslurnar. Þá má geta þess, að einstaka ár hafa sérstaka eftir- litsmenn, s.s. Elliðaárnar, Úlf- arsá, og nokkrar aðrar ár i grennd við Reykjavik auk áa i Borgarfirði. Þá má geta þess, aö lögreglan i Reykjavik hefur vakandi auga með bátaferðum hér úti á sund- um. „Við höfum alltaf eftirlit með bátsferðum, sérstaklega á nótt- unni, eftir að lax fer að ganga,” sagði lögregluvarðstjóri i samtali við Helgarpóstinn. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, sagði: „Það er greinilegt núna seinni árin, eftir að laxveið- in fór að aukast, að tilburðir viö laxveiði I sjó hafa færzt i vöxt. Þetta er bannað og þess vegna þarf að passa vel upp á að koma I veg fyrir þessa ólöglegu veiði i sjónum.” Mörg dæmi um ólög- lega veiði Þór nefndi okkur dæmi um, aö auglýsir UTSALA - STÓRÚTSALA Hef st á mánudag 13. ágúst 60-80% afsláttur eilc eilc Hafnarfirði Grindavik simi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.