Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 9
-Jielgarpásturinn_ Föstudagur 10. ágúst 1979. 9 Enn um Nígeriumútumar: Scanhouse boðin „umboðslaunin” Helgarpósturinn geröi allítarlega könnun á greiðsl- um „umboðslauna" vegna skreiðarsölu til manns að nafni Dagazau í Nígeríu. Blaðiðfékk staðfest,að um- boðslaunagreiðslurnarsvokölluðuvoru mútugreiðslur. Einn skreiðarseljenda, Bjarni V. Magnússon, stað- festi þetta svo aftur í grein, sem hann ritaði í Helgar- póstinn. Botn hefur enn ekki fengist f. máliö—ekki heldur i grein Bjarna. Hver er Dagazau? Um það höfum við enga vissu. Það sem viö vitum er, að Dagazau á fyrirtæki, sem heitir Dagazau International Ltd. Við vitum, að hann er ættarhöfðingi og var á- vallt kallaður „Chief Dagazau” meðal islensku skreiðarseljend- anna I Nigeriu. Sumir kölluðu hann „slæöumanninn”, aðrir „huldumanninn.” ,,Umboðslaunagreiðslurnar” til hans þóttu alla tið mjög vafa- samar og kemur forsaga þeirra til álita þar. A meðan á samningsgerðinni i Nigeriu stóð var lengi vel aldrei minnst á þennan mann. Skreið- arseljendurnir höföu engan umboðsmann i Nigeriu. Hins vegar er það fullyrt við Helgarpóstinn, að Bjarni V. Magnússon hafi gert forsvars- mönnum Scanhouse-fyrirtæki- sins, sem Islendingar áttu meirihluta i og hafði i bigerð miklar byggingarframkvæmdir i Nígerlu, tilboð. Tilboðið mun hafa hljóðað þannig, að Scanhouse-fyrir- tækið fengi öll umboðslaunin vegna skreiöarsölunnar (2%), eða um 200 miljónir, gegn þvi að hann fengi 1/6 hlut I fyrirtæk- inu. Þetta þótti mönnum einkenni- legt vegna þess, aö á þessum tima var gertráð fyrir þvi, að ef greiða þyrfti umboöslaun eða mútur, þá myndu þær ganga til umboðsmanns eða annars, sem komið gæti kaupunum á vegna sambanda I stjórnsýslunni I Nigeriu. Hverjar sem umboðslauna- greiðslurnar þyrftu að verða, var aö sjálfsögðu aldrei gert ráð fyrir þvi, að þær yrðu fjárfest- ing eins skreiðarseljendanna. Þessu tilboði Bjarna V. Magnússonar var hafnað. Það var svo siðar, sem um- ræddur Dagazau kom til sög- unnar. Það var fyrir tilstilli Dieter Ginsbergs, sem haföi veriö um- boðsmaður islenzkra skreiðar- seljenda, en veriö sagt upp vegna slælegra vinnubragða, að þvi er heimildarmenn Helgar- póstsins tjá okkur. Raunar þykir mönnum það einnig vekja furöu, að Dieter Ginsberg skuli hafa verið þátt- takandi i þvi að koma á sam- bandi Bjarna V. Magnússonar og Dagazau, þar sem islensku skreiöarseljendurnir höfðu gefið Ginsberg upp á bátinn. Ginsberg þessi var i fylgd með Bjarna V. Magnússyni, þegar hann færði þeim fregnirnar af „slæðumanninum” Dagazau, sem þeir hafa hvorki heyrt né séð. Bragi Eiriksson hjá Skreiöar- samlaginu og Magnús Frið- geirsson hjá SÍS munu ekki hafa tekið þvi óliklega að nota þjónustu Dagazaus, ef þaö kynni að greiða fyrir og fiýta samningsgeröinni. En þegar frá leið kom i ljós, að „Chief Dagazau” vann enga raunveru- lega vinnu til að koma skreiöar- sölunni á og að sögn heimildar- manna blaðsins var hann vand- lega falinn fyrir Braga og Magnúsi. Þótti sumum, sem ekki væri allt meö felldu og hefur blaðið áreiðanlegar heim- ildir fyrir þvi, að hótunum hafi verið beitt i þessu sambandi. Bjarni V. Magnússon sagði i Helgarpóst 'sgrein sinni, að „umboðslaunin” hefðu aö hluta farið i það að kaupa þurrkaöan kolmunna og niðursoöna loönu tilkynningar á Nigeriumarkaði. Það sem Helgarpósturinn veit um feril umboðslaunanna er, að þau voru send i þrjú skipti á bankareikning i Sviss. Þessi breyting á greiðslufyrirkomu- lagi var gerð með samþykki gjaldeyrisdeildar Lands- bankans. —H.H Guðmundur Stefánsson: Hvað er hvað og hver er hvurs? Örstutt um flokkunarmál og listina t okkar nútimaþróaða, sér- hæfða en um leiö flókna þjóð- félagi er mikiö lagt upp úr þvi að flokka fólk og fyrirbrigði. Hvert sem litiðer þá ferflokkunfram. 1 hagskýrslum eru menn flokkaðir, karlar eða kvenmenn og mun sú flokkun ganga tiltölulega vand- ræðalaust fyrir sig. A skattinum eru menn flokkaöir lágtekju- menn, hátekjumenn og millar. Sú flokkun er gerð eftir ákveðnum formúlum sem mörgum þykja ekki of haldgóöar. Nú, þá eru menn flokkaöir eftir stjórnmála- flokkum, aldri, útliti, stöðutákni, þankagangi og mörgu, mörgu fleiru sem allt of langt væri upp aö telja. Það er sem sé nauðsyn- legt ekki aöeins hjá kerfinu að dilkadraga lýðinn á hvaða vett- vangi sem er. Fólk fær ekki friö I sálu sinni fyrr en einhver aðili sem umræddur er, hefur verið settur I einn eða fleiri flokka. „Hann Jón, já. Er hann ekki kommúnisti sem gengur meö ein- hverjar listamannabakterfu.” Þetta er ein týpisk flokkun. Við- komandi er i kommúnista- og listamannaf lokknum. Hver á sinn bás Svo er það þannig aö ákveðinn flokkun á einum stað vill oft bjóða sjálfkrafa upp á aöra samhang- andi flokkun. Þannig ætla menn það nokkurn veginn vist, að ef maöur gengur á götu með svart slifsi og stresstösku, að sá sé I há- tekjuflokknum og um leið er hann flokkaöur i Sjálfstæðisflokkinn og þvi næst i snobbflokkinn og svo framvegis. Sama gildir um manninn sem gengur berfættur i sandölunum sinum með hárið niður á axlir. Hann hlýtur að vera i listamannaflokknum, vera, kommúnisti, — hafa absúrd skoð- anir á allflestum viðteknum venj- um hins borgaralega þjóðfélags og llklegast reykja hass. Þannig eru mannskepnurnar umsvifalaust, skematiskt, part- aðar niður f hina ýmsu flokka. Allir verða að fá sinn flokkunar- stimpil varöandi mikilvægustu atriðin. Ef það gengur illa að flokka náungann, þá hlýtur sá hinn sami að vera sviplaus karakter með engar skoðanir á hlutunum. Liklegast yrði hann snarlega flokkaður sem sveim- hugi. Sem sé, enginn má vera utan flokka. Þar sem undirritaöur er mjög mikill flokkunarmaður og vill hafa allt á hreinu meðbæði flokk- unaraöferðir og flokkamörk, þá liður hann hreinar vitiskvalir varöandi eitt afleitt flokkunar- vandamál. Það er listaflokkur- inn. Hvað er list og hvað er ekki list? Hver er listamaöur og hver er ekki listamaður? Þetta er aldagamalt vandamál og lausnin aldrei jafn fjarri og I dag. Við höfum skipað nefndir til að leysa vandamálið, sbr. lista-. mannalaunanefnd, en þrátt fyrir það eru deilurnar engu minni I dag en fyrir 100 árum um fyrr- greint atriði. Listin að gelta og glotta Núer þaö oröið list að ganga 10 skref til hægri, snúa sér hálfhring og glotta. Leggjast niður á fjórar fæturoggelta. —Þá er það nýlist. Það er lika list að flytja inn hey frá Hollandi og dráfa á smekk- legan hátt I islenskum sýningar- sölum. Ekki er undirrituðum full- komlega ljóst hvað sú listgrein er kölluð. Allir þekkja týpisku og viöur- kenndulistgreinarnar, þe. tónlist, myndlist. Þetta eru nú aðeins heildarhugtökin fyrir alls kyns tilraunir. Lengi vel þóttu málverk dcki málverk nema af landslagi eða mönnum væri. Abstrakt- myndir og klessumálverk svo- kölluð voru lengi að ná fótfestu á hálum Isilistarinnar. Núhafa þau féngið listastimpil. Sama máli gegnir um nýjar nótur i tónlist- inni. Lengi vel var ekkert tónlist i eyrum sérfræðinga, nema klassisku tónsmlðar gömlu meistaranna. Slðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Elektrái- Isk tónlist, jassinn og meira að segja poppið eru orðnar viður- kenndar listgreinar innan tón- listarinnar. Nú á siðustu tlmum eru tölvur farnar að leika tónlist af fingrum fram. Ergo: Tölvurn- ar orönar tónlistarmenn. Kvikmyndageröin átti einnig lengi vel erfitt uppdráttar á lista- brautinni. Þá var kvikmyndin að- eins talin til afþreyingar (hver svo sem mörkin eru á milli listar og afþreyingar). Nú eru fram- leiddar margar listavel gerðar kvikmyndir, sem hafa öðlast mikla viöurkenningu og þá auö- vitað liststimpilinn. Eitt nýjasta listaverk eins framúrstefnu- mannsins á hvita tjaldinu var þess eölis aö kvikmyndavélinni var beint aö sofandi mannii átta tima. Siðan var myndin sýnd óklippt.þvi ekkert mátti auðvitaö missa i þessu listaverki. Þeir sem voru vakandi að sýningu lokinni sáu auövitaö að hér var tima- mótaverk á ferðinni i listsköpun á vettvangi kvikmyndagerðar. Þetta er oröið vont mál. Allir heimta inngöngu 1 listaflokkinn. Núverða allar athafnir manna listavel geröar. Menn borða af list, menn ræða um list af mikilli list og listsköpunin riður húsum hvar sem er og hvenær sem er i öllu atferli manna. Llfið veröur list (sem það kannski er). Þá fer nú að vandast málið hjá úthlutunarnef nd listamanna- launa. Flokkunarmenn sam- einist! Nei, við flokkunarmenn viljum stemma stigu við þessari þróun. Það verður að afmarka alla flokka, og þá ekki sist listaflokk- inn vel og nákvæmlega. Hvernig væri ef allir Islendingar væru skyndilega orönir listamenn? Þaö þarf ekki að lýsa þvi hvernig það vandræðaástand yrði. Þaö þarf I eittskipti fyrir alltaðskeraúr þvi hvað sé list og hver sé listamaður. Flo kkun in v erður aö vera s kýr og greinileg. Og nú sameinast flokkunar- menn í öllum flokkum um ná- kvæma ftokkun allra þátta og þegna þjóöfélagsins. Þá fyrst verður hægt að greina hvar hver á heima og hver er með og á móti hverjum. Hvaö er hvað og hver er hvurs? Guömundur Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.