Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 22
Iblacfamadur í einn dag. „Nú, þegar mér var búöiö að gerast blaöamaöur I einn dag á vegum Helgarpósts- ins og ég fór aö hugsa um efni til aö fjaiia um, komu strax upp i huga minn hjarta- sjúkdómar,” sagöi Guöni Jónsson, skrifstofustjóri veitingahússins Naustsins. „Astæöan var m.a. sú, aö tveir félagar mlnir höföu nýveriö fengiö snert af þessum sjúkdómi, og einnig held ég aö alltof margir, þá ekki slzt ungt fólk sé alltof kærulaust Föstudagur 10. ágúst 1979. —helgarpósturínrL_ gagnvart þeim áhættu þáttum, sem m.a. stuöla aö þessum sjúkdómi. Þetta vildi ég draga fram. En þaö er einnig rétt aö fram komi aö þetta verkefni mitt var ekkert dagsverk heldur stóö yfir I nær þrjár vikur, en ég hef þaö mér til afsökunar aö ég hef aldrei komið nálægt blaðamennsku áöur.” Hefurðu fengið fyrir bijóstið? „3/4 allra sjúk- linga fá bata” Asgeir Jónsson starfar sem hjartasérfræöingur á Landa- kotsspltala. Viö hann ræddi ég um einkenni þessa s júkdóms og hvernig meöferö hans er háttaö. „Geturðu lýst þessum verk, sem menn fá i byrjun?” Þessi verkur er oftast undir bringubeini, getur lagt út I handleggi og upp i háls. Verkur þessi kemur jafnan við áreynslu oghverfur viðhvild innan 5 mín. „Af hverju eru engar skurö- aögeröir framkvæmdar hér á landi?” Ein megin ástæöan er sú, aö stofn og rekstrarkostnaður yröi mjög mikill; þá er einnig vafa- mál, hvort aögeröir yröu nógu margar, til að halda hóp lækna og hjúkrunarliðs i góöri þjálfun. „Hvers vegna er skoriö upp viö kransæöasjúkdómi?” Til aö bæta lifshorfur sjúkl- ings og lina þjáningar hans. „Þegar skoriö er, hvaö er framkvæmt?” Þaöeru teknar bláæöar, lang oftast úr fótum; þeim er siöan skeytt fram hjá þrengslunum I kransæöinni sem er skemmd. „Hverjar eru llkur á bata?” Það má segja að 3/4 allra sjúklinga verði einkennalausir og gangi til sinna fyrri starfa, en aðrir fái einhvern bata. Sjúkl- ingur fer að jafnaöi á fætur 3 dögum eftir aðgerð, og útskrif- ast venjulega eftir 10-14 daga og eftir ca. 6 vikur geta menn oft- ast fariö að vinna aftur. Rann- sóknir frá beztu sjúkrahúsum erlendis sýna, aö lifshorfur batna við skurðaðgerð, sé um þrengsli á mörgum kransæðum að ræöa, eða aðalstofni vinstri kransæðar. „Aö lokum Asgeir, hvaö er hjartaþræöing?” Við hjartaþræöingu og mynd- un kransæöa er lang oftast stungið á slagæö i nára, mjó slanga er siðan þrædd upp að hjarta, þar sem efni er sprautaö inn I kransæöar og rönt- gen-kvikmynd tekin um leið. Aðgerð þessi er gerð I staðdeyf- ingu á sjúklingi, þessufylgir litil áhætta og litil óþægindi. dVJgerð þessi leiðir i ljós, hverjir myndu hafa gagn af skurðaðgerö á kransæöum. „Langmestu máli skiptir að reykja ekki” A lyfjadeild Borgarspltalans er Þóröur Haröarson yfirlæknir og er sérfræöingur I hjartasjúk- dómum. Ég ræddi viö hann um þaö hvaöværi kransæöastlf la og hvaö helst bæri aö varast til aö veröa ekki fórnariömb þessa sjúkdóms. Fyrsta spurningin sem ég lagði fyrir Þórð var: „Hvaö er kransæðastif la?” Kransæöastifla eri þvifólgin, aö aöalstofneöa grein úr krans- æö lokast. Meginástæða krans- æðastiflu er venjulega fitusiín- un i æðavegg eöa segamyndun i æðinni. „Hverjir eru helstu áhættu- þættirnir?” Þeir eru helstir reykingar, há blóðfita og hár blóðþrýstingur. Mikilvægir þættir eru einnig of- fita, sykursýki og arfgengi. Ef við tökum hvern þátt fyrir sig, má nefna, að miðaldra maöur, sem reykir einn pakka af siga- rettum á dag býr viö tvöfált meiri hættu á kransæöastiflu innan 10 ára, en sá sem reykir ekki. Blóðfita (kólesteról) er að jafnaði hærri meðal Islendinga en flestra annarra þjóða. Hér skipta án efa mestu máli neysluvenjur okkar, en einnig fylgir há blóðfita vissum ættum. Orsök háþrýstings er að mestu leyti ókunn, en það hefur sann- ast á siöustu árum, að tiðni æða- skemmda minnkar við góða meöferð á háþrýstingi. Loks má nefna offitu, sem reynist vera algengt vandamál Islend- inga samkvæmt skýrslum Hjartaverndar. Algengt er, að menn séu 5-15 kg. yfir kjör- þyngd sinni. „Hvaö er fyrsta skrefiö þegar einhver kemur og kvartar yfir brjóstverk?” Asgeir Jónsson segir batahorfur þeirra sem veröa fyrir hjartaáfalli vera góöar. Mat á hjartasjúklingi felur venjulega I sér að taka ná- kvæmasögusjúklingsins, fram- kvæma skoðun, mæla blóð- þrýsting. Oft er tekið hjarta- linurit og röntgenmynd af hjarta og lungum. Venjul^ga skýrist vandamálið við þessar rannsóknir, en oft þarf að fram- kvæma sérrannsóknir, t.d. þrekpróf, bergmálsskoðun og ýmsar blóðrannsóknir. „En ekki eru allir veikir sem koma til þln?” Sem betur fer er stór hluti þeirra sem leita hjartalæknis laus viðhjartasjúkdóm, einkum yngra fólkið. Oft er um að ræða streitu vegna of mikillar vinnu eða andlegs álags. Mestu máli skiptir fyrir þá að gera sér grein fyrir orsök einkenna sinna og gera þærybreytingar á lifnaðar- háttum ámum, sem liklegar eru til árangurs létta á vinnuálag- inu, minnka fjárhagsskuldbind- ingar ræða opinskátt persónuleg Þóröur Haröarson yfirlæknir útlistar fyrir Guöna eitt þeirra tækja sem hjartasérfræöingar nota. viðkvæm vandamál sem kunna að hafa valdið streitu o.s.frv. „Hvernig gengurfólki aö fara eftir ráöleggingum ykkar?” Það gengur misjafnlega . Af þeim, sem reykja, hættir senni- legahelmingur um tfma,en þeir sem hafa reykt mikiö og lengi eiga mjög erfitt aö hætta. Sama máli gegnir um þá, sem eru of feitir og hafa lengi átt við offitu að striöa. Þeir eiga mjög erfitt með að grenna sig niður i kjör- þyngd. Oft tekst megrun um tima, en varanlegar breytingar ámataræði viröast mjög erfiöar og áður en varir er þetta fóik orðið jainfeitt og áður.Varðandi unga fólkið, má geta þess að langmestu máli virðist skipta að reykja ekki, enda heyrir það til undantekninga aö maður innan við fimmtugt, sem aldrei hefur reykt fái kransæöastiflu. „Það versta sem fylgir þessu er öryggisleysið” En hver er reynsla þeirra, sem hafa fengiö kransæöa- stiflu? Til aö kynnast þvi, spjallaöi ég viö 37 ára gamlan mann, giftan og á 4 börn. „Hvenær varstu fýrst var viö þennan sjúkddm?” Þaö eru 2 ár siöan. Ég var aö leika mér i' fótbolta, þegar ég fékk allt i einu ofsalegan verk yfir brjóstiö. Ég var strax flutt- ur á spitala og lá þar f 3 vikur. Égtreysti mérekkiaftur Ivinnu fyrr en eftir 2-3 mánuði og alls ekki i' mitt fyrra starf, en ég er lærður múrari, svo ég fór að keyra leigubii, en gafst upp eftir nokkra daga. „Hvaö tók þá viö?” Það var gerð hjartaþræðing og þá kom f ljós, það sem mig hafði grunaö, að ég væri með kransæöastiflu. „Hvenær fórstu svo aö geta unniö? ” Allt siðastliöið ár keyrði ég leigubil, aðeins að degi til’ það gekk sæmilega vel svo ég var bjartsýnn á að heilsan væri að koma. En svo var þó ekki, þvf I janúar s.l. fékk ég aftur mikinn verkyfir br jóstið. Ég var lagður inn og framkvæmd hjartaþræð- ing.Eftirþað vartalið best fyr- ir mig að fara til London og ég yrði skorinn upp. Það var gert i marz og ennþá hef ég ekkert getaðunnið. Éghef aftur á móti reynt að byggja mig upp bæöi likamlega og andlega. „Hefur aldrei hvarflaö aö þér aö gefast upp? Nei, það hefur aldrei komið fyrir. Aftur á móti hugsaði ég öðruvfsi um þetta I byr jun, en ég gerinúna. Ég á auðveldara með að sætta mig við þennan sjúk- dóm. Það versta sem fylgir þessu, er öryggisleysið* að vita ekki hvort ég muni ná mér og eins hvaða atvinnu get ég feng- iö. Þá kemur upp sú hugsun, hvaða atvinnuveitandi vill i vinnu kransæðasjúkling, sem gæti þurft að vera frá vinnu meira og minna, vegna veik- inda. ,,En eitthvað aö lokum?” Það sem er mest aökallandi hér, að minu áliti er að koma á fót endurhæfingastöð fyrir hjartasjúklinga. Maður verður að aðlagast nýjum lifsreglum og læra að lifa með sjúkdóminn. Það er ekki nóg að koma sjúkl- ingi heim af spitala, með langan lista af reglum, sem hann oft á tiöum, er hálf óöruggur að fara eftir. Þarna kæmi endurhæf- ingastöð að góðu gagni. Isambandivið fyrirbyggjandi starf þyrfti að byrja alla fræðslu sem allra fyrst t.d. I barnaskólum. Einnig finnst méí allur almenningur, og þá ekki sist unga fólkiö, allt of sofandi fyrir þeim áhættuþáttum, sem vitað er aö hafa áhrif á þennan sjúkdóm, t.d reykingar og rétt fæðuval. Égvii aö lokum, þakka Helg- arpóstirum fyrir aö gefa mér þetta tækifæri og eins öllum viö- mælendum minum fyrir þá þol- inmæöi og tillitsemi sem þeir sýndu mér. Guðni Jónsson skrifar um hjartasjúkdóma

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.