Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 10. ágúst 1979. —helgarþósturinrL. Gróska í starfsemi áhugaleikhúsa — rætt við Helgu Hjörvar framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga „örfá leikhús eru farin aö hugsa sér til hreyfings”, sagöi Helga Hjörvar, framkvæmda- stjtíri Bandalags islenskra leik- félaga þegar Helgarptísturinn spuröist frétta af áhugaleikhús- unum. „Þetta er ládeyðutimabil, þegar allir eru i sumarfrli, en viðreynum að nota okkur það”, sagði Helga ennfremur. „Við ætlum að halda sameiginlegt námskeið, fyrir dhugaleikara og leikmyndagerðarmenn núna 10 til 17 ágúst. Það er finnskur leikmyndagerðarmaður sem verður aðalkennari á námskeið- inu, en reiknað er með að tólf ís- lendingar viösvegar að af land- inu saeki það. Mjög margir áhugaleikara landsins eru annars önnum kafnir i sumar við kvikmynda- leik. Ótal mörgfélög hafa komið nærri þvi f sumar, og vitaskuld ætti það að hleypa nýju blóði i starfsemi þeirra”. Annars er ekkert leikfélag byrjað að æfa ennþá. Fyrstu fé- lögin fara að hugsa sér til hreyf- ings f byrjun ágtist. Leikfélag Vestmannaeyja er þó undan- tekning, en þaö er að fara til A- landseyja að taka þátt i leiklist- arhátið sem áhugafólk frá eyj- um á Norðurlöndum tekur þátt i”. Að sögn Helgu, er Bandalag islenskra leikfél oröið um 30 ára gamalt. „Þetta eru fyrst og fremst hagsmunasamtök”, sagði hún. ,,Við semjum um laun og þess háttar fyrir leik- htisin, og komum fram fyrir þeirrahönd, t.d. gagnvart rikis- valdinu. Þá er þetta þjónustu- miðstöö. Hérna er tal&vert handritasafn sem leikfélögin titi á landi geta gengiö f og leitáö að verkefnum. Við sjáum um að útvega leikstjóra, gerum samn- inga við þá, auk þess sem við stöndum fyrir námskeiðahaldi jafntfyrir hin einstöku félög og stærri námskeið. Við erum lika þátttakendur I norrænu og al- þjóðlega samstarfi og miölum upplýsingum fram og aftur”. „Já, þaö er óhætt að segja aö það sé mikil gróska í islensku á- hugaleikhúsi”, sagði Helga, en hún er formaður sambands á- hugaleikhúsa á Norðurlöndum jafnframt framkvæmdastjóra- starfinuhér heima.„Það ereng- inn vafi að borið saman við önn- ur laid erum við alveg i sér- flokki hvað fjölda varðar. Það stafar kannski að einhverju leyti af þvf að atvinnuleikhtisin hafa veriösvo bundin viö Reykjavik. Sveitarfélögin úti á landi hafa þvi orðið að setja á svið sjálf, eigi þau aö njóta leiksýninga á annað borð. Við veröum alltaf vör við aö þegar daginn tekur aö stytta byrjar fólk að spyrjast fyrir um leikfélögin — hvort ekki eigi að fara að æfa eitt- hvað, og svo framvegis. Nti eru um 70 félög aðilar að bandalaginu, og á siðasta vetri voru 60 leiksýningar haldnar, Helga Hjörvar á skrifstofu bandaiagsins. sennilega af um það bil 50 leik- félögum.” ,,Þetta er yfirleitt ekki nærri eins tilviljanakennt og áður”, sagðiHelga. „Vaxandi skilning- ur yfirvalda og bæjarfélaga hef- ur gert þaö að verkum að flest leikfélaganna standa á traustari grunni og geta haldiö uppi reglubundnum sýningum. Þá er lika þó nokkuð atriði að sam- skipti leikfélaganna eru mun meiri en áður var, og það virkar mjög örvandi á fólk aö hittast og bera saman bækur sinar”. 1 sumar urðu formannaskipti i Bandalagi fslenskra leikfélaga og nú er Einar Njálsson frá Htisavík formaður. —GA „Nefið er farið að halla aðeins” Derek Jacobi tekur til við Hamlet Vísnavinum fjölgar „Þessi félagsskapur er afskap- lega laus i reipunum” sagði Árni Johnsen, einn af Vfsnavinum, þegar Helgarpósturinn forvitn- aðist um þann mæta félagsskap. „Það eru um 2 ár siðan hann var stofnaður, og til aö byrja með var hópurinn fámennur — kannski svona 10 til 20 manns”, sagði Arni, „þessu hefur svo fjölgað smám saman, og nú held ég aðég geti sagt að meðlimir séu eitthvað á annaö hundrað”. „Nei, það eru engin sérstök inn- tökuskilyröi”, sagði Arni. „Ekki nema að menn hafi áhuga á þjóð- lagatónlist. Menn þurfa ekkert endilega að vera færir um að túlka sjálfir lög eða ljóð, þótt þessistarfsemi byggist eðlilega á þvi að fluttar séu visur.” Að sögn Arna er tónlistin sem flutt er á visnakvöl dum af marg- vislegum toga spunnin. „Tónlistin er Islensk og erlend, ' gömul og ný, og óhætt að segja aö hún spanni ansi margt. Fólkið sem treður upp er lika af ólikum toga — fólk undir tvitugu og yfir sjötugt. Það eru margir sem luma á góðu góöuefni.enþað sem skortir yfirleitt er reynslan.” Arni sagði aö til að byrja með hefðu visnavinir komiö saman hálfsmánaöarlega, en eftir aö fór aö fjölga hefur visnakvöldunum verið fækkaö, og nú eru þau einu sinni i mánuði á Hótel Borg. Framtfðin er svo að mestu óráðin, nema hvað hefur verið rætt um aö fara útá land þegar hausta tekur. — GA - Breski leikarinn, Derek Jacobi, sem öðlaðist miklar vinsæidir hér á tslandi sem annarsstaðar fyrir feik sinn f „Ég, Kládfus” mun leika Hamlet I nýjum mynda- flokki sem BBC er að hefja vinnslu á. Áður en sjálf kvikmyndatakan hefst fær þó Jacobi gott tækifæri til að ná tökum á kappanum, vegna þess aö hann hefur þegið boð dönsku rikisstjórnarinnar um að leika Hamlet i Danmörku og hinum Norðurlöndunum. Siðan fer leikflokkurinn til Englands og aö lokum til austurlanda fjær, meöal annars til Kina. ,,Það sem er mest spennandi við heimsóknina þangað”, sagði Jacobi nýlega í viötali, ,,er aö þetta verður I fyrsta skipti sem vestrænn leikfk>kkur sýnir f Ki'na. Þegar við komum fram munu þeir hafa þessar litlu þýöinga- maskinur sem þeir stinga i eyr- um, þannig aö þegar ég segi „To be or not to be”, þá mun kin- verskur herramaður segja það á kinversku. Ég vona bara að þeir hafi sama handrit og við, þannig að við verðum að leika sömu at- riöin og þeir”. Þegar Jácobivar spurður hvað erfiðast væri við aö leika Shake- speare I sjónvarpi svaraði hann: „Mestu erfiðleikarnir eru fólgnir i því að þar eru engir áhorfendur. Leikritin hans voru skrifuö fyrir leikhús, og I sjónvarpi gengur þetta allt öðruvfsi fyrir sig, hvað varðar timaröð og útlit. I leikhtisi sér áhorfandinn leikarann allan timann frá toppi til táar. Leikar- inn lifir sig mun auðveldlegar inn i hlutverkið f eina kvöldstund. Og min skoðun er að þannig eigi leik- rit að vinnast. Þótt Jacobi hafi töluverða reynslu san leikari (hann er fer- tugur) og hafi verið virtur meðal leikhúsáhugafólks var hann ekki þekktur maður fyrr en að loknum sýningum á „Ég, Kládius”. „Það stórkostlega við þaö var ekki fallvölt frægöin sjálf ”, sagöi hann, „heldur sú staðreynd að fólk sem að öllu jöfnu stundaði ekki leikhtis keypti miða f leikhtis til að horfa á mig, sem hafði leikiö Kladius, ásviði þar sem mér líður best og þar sem ég nýt mfn best. Auðvitar var hlutverk Kládiusar skemmtileg reynsla og mikið verkefni. Það sem erfiðast var við það hlutverk var aö sýna hinn gamla Kládius, án þess að hafa gengið f gegnum hinn unga Kládíus og miðaldrá Kládfus. Við unnum þetta i sömu röð og sýnt var, og Kládiusbyrjaði sem gamall mað- ur. Og svo þurfti hann að vera sami gamli maðurínn f lokin”. Þaö þurfti talsverða lagni aö elda Kládius um nokkra tugi ár, og það reyndi á þolinmæði Ja- cobis. „Þaö tók sex tima. Nefið var úr Latex, sem reynist ágæt- Derek Jacobi sem Kládfus. lega i kvikmyndum en I sjónvarpi tekur þetta allt miklu lengri tima, og þá fór nefiö að brotna og detta af. „Þetta var fint hjá þér”, voru þeir vanir að segja „En nefið er farið að halla aðeins” — og við þurftum að gera allt uppá nýtt”. —GA U tvarpskönnun Það hefur lengi verið svo, að þeir sem stjórna dagskrárgerð útvarps og sjónvarps hafa rennt blint i sjóinn með það hvaða efni hlustendur helst kysu að sjá og heyra, fyrir utan upplýsingar sem kunningjar og vinir hafa gaukað að þeim. Brjóstvitið hefur verið haft að leiðarljósi i þessum efnum og hefur oft dug- að næsta vel. Nokkuö er siðan var farið að reyna aö kanna með nútfmaleg- um hætti hvernig fólk hér á landi notfærði sér það efni, sem rikisfjölmiölarnir hafa á boð- stóltim. Þetta er auðvitað sjálf- sagt og eðlilegt, og hefði þurft að gerast löhgu fyrr. Eins á þetta ekki að gerast einu sinni tvisvar á ári, heldur ætti að vera f gangi samfelld athugun á þvi hvernig hlustað er á útvarp og horft á sjónvarp og hvernig dagskráin mælist fyrir. Að undanförnu hefur nokkurt fjaðrafok orðiö I blöðum vegna birtingar á niðurstöðum könn- unar, sem fyrirtækið Hagvang- ur h.f. gerði að beiðni Rfkis- útvarpsins. Fyrri hluti þessarar könnunar fór fram eina viku i nóvember 1978 en sfðari hlutinn, sem ýmsum hefur orðið tiðrætt um að undanförnu fór fram um miöjan mai i vor. Svör bárust frá 215 hlustend- um, en það voru rúmlega 62 pró- sent þeirra, sem fallist höföu á að taka þátt i þessari könnun, en þeir voru 346. Þetta reyndist töluvert hærri svarprósenta en I fyrri könnun, og er skýr- ing þess meðal annars talin sú, aö spurningaeyðublaö var einfaldað og gert ljósara en áöur hafði verið.Enginn þeirra sem spurðir voru var yngri en 18 ára, né eldri en 76 ára. Aldurs og búsetudreifing var mjög lfk skiptingu þjóðarinnar eins og hún er samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands. Það sem blöðum hefur eink- um orðiö tiðrætt um af niður-- stöðum þessarar könnunar er það að hún virtist leiða f ljós, að lltið sem ekkert væri hlustað á sigilda tónlist. Nú er það óþarfi að halda uppi vörnum hér fyrir þessa tegund tónlistar, en vert er þó að skoða þetta aðeins nán- ar. Staðreynd er, og hefur marg- sinnis verið bent á að hljómgæði i útsendingum Rikisútvarpsins eru með endemum. Þótt tón- leikar Sinfóniuhljómsveitar íslands séu til dæmis teknir upp i stereó, þá er þeim sullað út I ljósvakann I gegnum gamla draslið á Skúlagötunni eins og öðru efni. Hér skal skýrt tekið fram að ekki er við tæknimenn á neinn hátt að sakast. Þeir eru bara ekki betur búnir tækjum en þetta. A velflestum heimilum eru nú ekki aöeins stereó út- varpstæki heldur og vönduð stereó hljómflutningstæki. Unn- endur sigildrar tónlistar hlusta þvi á hljómlist að eigin vali, i eigin tima, og af eigin tækjum. Þarna hefur útvarpið tapað i samkeppni við einkaframtakið, og nær sér ekki á strik fyrr en útsendingar hefjast i stereó. (Ég get ekki stillt mig um að skjóta þvi hér inn f aö núna fyrir fáienum dögum, vegna sér- stakra hlustunarskilyrða, heyrðust útsendingar BBC i vönduðu stereó á FM bylgjunni i sæmilegum biltækjum. Það var eins og svart og hvftt miðað við það sem við þekkjum). I annan stað er það að athuga I sambandi við þessa hlustenda- könnun, að þeir þættir sigildrar tónlistar sem minnsta hlustun hlutu I könnuninni voru á sama tfma og alvinsælasta sjón- varpsefnið. Til dæmis Operettu- tónlist kl. 21.00, 16. mal var á sama tima og Valdadraumar i sjónvarpi. óperettutónlistin var með 0,0% hlustun. Sem þýðir auðvitað aðeins það að enginn af þeim 215 sem svöruöu var að hlusta. Sama máli gegnir um annan tónlistarþátt, frá hallar- tónleikum I Ludwigsburg, Bach o.fl. sem lika hafði 0,0% hlustun. Þessi tónlist var flutt kl. 20.00, föstudaginn 18. mai. Þá voru 72. prósent þeirra sem spurðir voru að horfa á frétttir i sjónvarpi. Seinna þetta sama kvöld var og flutt klassisk tónlist sem fékk lika 0,0% hlustun. Þá voru tæp- lega 60% að horfa á Kastljós. Þá er þvi við að bæta hér, aö þessi klassiska tónlist sem sam- kvæmt könnuninni enga hlustun fékk var flutt alveg ótilreidd. Plötunum bara dengt á fóninn. Það var haft eftir Andrési Björnssyni útvarpsstjóra i Helgarpósti hér um daginn að hann hefði enga óbilandi trú á hlustendakönnunum. Það er sjálfsagt skynsamlegt, að treysta engum of, en stjórnend- ur Rikisútvarpsins mega heldur ekki leiða þessar kann- anir hjá sér. Þærgefa mikilvæg- ár visbendingar um vinsældir efnis. Þær ályktanir, sem ég held að megi draga af þvi hvernig út- reið sígild tónlist fær í þessari siðustu könnun eru eftirfarandi: 1) Gera verður útvarpið sam- keppnisfært hvaö hljómgæði snertir við hljómtækin heima f stofu. 2) Vinna verður þætti með si- gildri tónlist eins og hvert annað efni, og hætta að bregða plötum á fóninn, með einfaldri kynningu. 3) Móta ber stefnu að þvi er varðar flutning sigildrar tón- listar, taka fyrir ákveðin timabil, ákveðna höfunda, á- kveðnar stefnur. Endalaust má deila um hver eigi aö vera hlutur klassiskrar tónlistar i dagskrá Rfkisút- varpsins. Mér finnst ástæðu- laust að þar sé dregið úr. Meðan aðeins er útvarpað hér á einni rás verður það ævinlega svo, að poppurum finnst of litið popp og öðrum of litið af klassik. Við þvi er ekkert að gera^ Margt fleira mætti taka til umræðu hér úr áður nefndri könnun, og gefst ef til vill tæki- færi til þess seinna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.