Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 17
17 —he/garposfurinrL- Fostudagur 10. ágúst 1979 jl r Umíslenska rithöfunda í Dagens Nyheter Ljóð Steins Steinarr eins og klísturmiðar en ungu höfundarnir búa vfir stílleikni rnn. Steinn Steinarr fær heldur slaka dóma i sænska dagblaöinu Dagens Nyheter nýiega. Þar ritar Erik Beckman, sænskur rithöf- undur, um nýútkomiö úrval ljóöa eftir Stein i sænskri þýöingu Maj- Lis Holmerg. Ljóöin f bókinni eru frá árunum 1934 til 1956. Ljóöin eru öli frá „brennheitu árunum” segir Beckman, en „mér þykir ekkert ljóöanna gott”. Maj-Lis Holm- berg skrifar eftirmála og túlkun á ljóöunum og segir m.a. um rlmuö Ijóö Steins, aö þau séu gjarna uppskrúfuö. „Og hún hefur hræöi- lega rétt fyrir sér eftir hennar eigin þýöingum aö dæma”, segir Beckman. ! Og Beckman þessi, sem er sænskur rithöfundur á vinstra Ny iörfattnrgcm'mlioa j skíMrar industrlsanilial "íwSÉÍ *:"SRí Zzz’zzr?!*#: kantinum og tyrfinn aflestrar, er á sama hátt lltt hrifinn af órimuö- um ljóöum Steins. Þegar hann yrkir á nútimavisu, „þá þvingar hann fram myndmál, sem hljóöar eins og úrval hins versta frá fjóröa áratugnum hjá okkur sjálf- um i staöinn.” Og hann bætir viö: „Bæöi sem rimnaskáld og atóm- skáld veröur hann á köflum setn- ingafræöilega ólæsilegur á sænsku.” Um litriki I stilnum segir grein- arhöfundur, aö hans sjáist merkí ,„en hann situr eins og hroöalegir klisturmiöar gegnt gömlum, ósviknum gráum stofuvegg.” Þá kveöur Erik Beckman litiö fara fyrir sósialisma hjá Steini Steinarr og þykir þaö miöur. Siöastliöinn sunnudag birtist svo grein i Dagens Nyheter um unga islenska rithöfunda, sem fjalli i verkúm sinum um islenskt iönaöarsamfélag. Ný kynslóö rit- höfunda hafi látiö til sin heyra og b^öi þeir nýjan tón i Islenskum bokmenntum. Ungu islensku rit- höfundarnir skrifi á raunsæjan hátt um vandamál vorra daga lif- iö i úthverfunum, stéttskipt kyn- hlutverk, hömlur vegna hlut- verkaskipta kynjanna og mátt- ieysi fulltrúa lýöræöisins gagn- vart kröfum kapitalismans. í greininni, sem er eftir Harald Gustafsson, segir aö ungir rithöf- undar á Islandi hafi vakiö athygli á slöustu árum. „Lifinu i Reykja- vik er lýst án þess, sem áöur var regla, aö stilla þvi upp sem and- stööu viö hiö heilbrigða sveitalif.” Þeir höfundar, sem um er f jall- að i greininni eru ólafur Haukur Simonarson, ólafur Gunnarsson, Guðlaugur Arason, Ása Sólveig, Þorsteinn Antonsson og Hafliöi Vilhelmsson. Yfirleitt er fariö lof- samlegum oröum um verk þeirra. „Þessir ungu rithöfundar eru af augljósum ástæöum áhugaverðir utan tslands,” segir greinarhöf- undur. Þeir fjalli um vandamál, sem séu ekki sérislensk og „þeg- ar umræðan fær kjölfestu i ákveönum félagslegum veruleika veröur hún enn meira gripandi... Og þegar höfundarnir búa aö auki yfir slikri stllleikni eins og Ólafur Gunnarsson, Asa Sólveig og Þor- . steinn Antonsson er full ástæöa til aö gefa gaum aö hinum nýju merkjum frá íslandi,” segir aö lokum i grein Harald Gust- afsson i Dagens Nyheter.H.H. Matthau sem læknir á lausum kili Einn leikstjóri í vanda................ Laugarásbió: Læknir i vanda (House Calis) Bandarísk. Argerö 1978. Hand- rit eftir Max Schulman, Julius J Epstein, Alan Mandel og Charl- es Shyer. Leikstjóri Howard Zieff. Aöalhlutverk: Walter Matthau, Glenda Jackson, Art Carney og Richard Benjamin. Þessi mynd, um kvennamál miöaldra læknis I Kalifornlu, er talsvert mikiö lélegri en fyrri myndir Zieffs leikstjóra — „Slither” og „Hearts of the West”, sem sýndar voru i Gamla biói fyrir nokkrum ár- um. Zieff var þá talinn meöal efnilegustu leikstjóra Banda- rikjanna, og er sjálfsagt enn, en í House Calls hefur hann ekki úr miklu aö moöa. Handritiö, sem er veiki hlekk- ur myndarinnar, segir frá snjöllum skurölækni sem missir konu sina, og ætlar að láta til skarar skriða meö öllum þeim konum sem hann hefur misst af I hjónabandinu. Fljótlega rekst hann þó á eina sem hann festist viö. Þetta væri kannski allt i lagi ef ekki kæmu til oft á tiöum stórfuröuleg samtöl og tilsvör, allmargir marflatir brandarar og óskýrar persónur. Þaö eru, eins og oftast l myndum eins og þessari, leikar- arnir sem halda manni vakandi. Walter Matthau er einn af min- um uppáhalds leikurum, þótt hann „leiki” alltaf sama kar- akterinn. Glenda Jackson er i asnalegu hlutverki og fær litið aö gert, en Art Carney steiur senunni sem úr sér genginn og stórhættulegur gamall skurö- læknir — sem tekur bara gall- blööruna úr fólki, sé hann ekki alveg klár á hvaö aö þvi amar. í heild er þetta mynd undir meöallagi. — GA gáfan kemur tii meö aö gefa út. Steinar hf. halda aö sér hönd- um. Þeir gáfu siöast út Ljósin i bænum, og báru mikiö tap af. Þaö eina sem væntanlegt er frá Steinum i bráöina er diskóplata Gunnars Þóröarsonar, en hún er tilbúin. Llklega kemur hún þó ekki á markaö fyrr en undir lok ársins. Fálkinn veröur ekki stórtækur heldur. Frá þeim er væntanleg álfaplata Magnúsar Þórs Sig- SAMDRÁ TTURIHLJÓM- PLÖTUÚTGÁFU HAUSTSINS Talveröur samdráttur er I út- gáfu Islenskra hljómplatna um þessar mundir, ef miöað er viö siöastliöin tvö ár. Eina útgáfu- fyrirtækiö sem viröist halda sama magni er Hljómplötuút- gáfan hf. Minni plötukaup landans, sem rekja má til hækk- unar á hljómplötunum, eru aðalástæöan fyrir samdrættin- um. Annars eru ófáar plötur væntanlegar. Ef fyrst er litiö á útgáfu Hljómplötuútgáfunnar koma I ljós bæöi ný og gömul andlit. Brunaliðið er væntanlegt meöplötu á næstu dögum, Hver frá Akureyri seinna og Bjarki Tryggvason (Póló og Bjarki) lika. Þá er væntanleg Barna- plata— I sjöunda himni — meö Glámi og Skrámi (Halla og Ladda). Spilverkþjóöanna er aö taka upp plötu, og Brimkló er sömuleiöis aö hefja upptökur I hljómplötu sem Hljómplötuút- mundssonar, og auk þess ts- lensk Þjóölög, i flutningi Guö- rúnar Tómasdóttur, og önnur plata meö lögum Gylfa Þ. Gisla- sonar, sungnum af Róbert Arn- finnssyni. Svavar Gests kemur meö nýja Silfurkórsplötu innan skamms, og frá honum er væntanleg endurútgáfa á Karhisi og Bakt- usi og Litlu Ljót — á sömu stóru plötunni. _GA Harry hellamaður í nýjum ævintýrum í bók eftir Einar Guðmundsson, sem gefin er út á ensku í Þýskalandi Einar Guömundsson rithöfund- ur hefur sent frá sér bók sem heit- ir „The Mecraplystical Indig- nation of Harry the Caveman,,. Þetta er skáldverk, sem skrifaö er á ensku, en að sögn Einars, var það skilyrði frá hendi útgefanda, sem er Dieter Roths Verlag i Stuttgart I Þýskalandi. Upplag bókarinnar er 500 ein- Gunnar Reynir semur tón- list við „Land og syni” „Jú, þaö stendur til”, sagöi Gunnar Reynir Sveinsson, tón- skáld, þegar Helgarpósturinn spuröi hvort rétt væri að hann semdi tónlistina við „Land og syni”: Kvikmyndunin stendur yfir þessa dagana, en klippingin fer væntanlega fram á timabilinu frá þktóber fram I desember”. „ÞaÖ er ekki fyrr en við klippingu sem maöur gerir sér grein fyrir hvernig þetta verður”, sagöi Gunnar Reynir. „Þaö veröur aö máta músikina viö myndina, al- veg eins og maöur mátar föt viö likamann”. „Þetta er ákaflega spennandi”, sagöi hann um vinnu viö kvik- myndir. „Þetta spannar svo viö- tækt sviö. Þarna veröur aö sam- eina þaö sem augaö sér og þaö sem eyrað heyrir”. — GA tök og af þeim verða aðeins eitt hundrað sett á markað hér- lendis. Söluaðili er Bókvarðan á Skólavörðustig. Skáldverkiö fjallar um grund- vallarelement i mannlifinu, meö alls konar variasjónum og er i þvi bláþráður þannig aö lesandinn týnir sér ekki. Tildrögin aö samningu verksins voru þau, aö Einar hitti Dieter Roth um siö- ustu jól og baö Dieter hann um aö gera fyrir sig verk á ensku. Einar lauk svo verkinu I april siöastliö- num. A kápu er teikning eftir þá Einar og Dieter, sem er þannig til kominn,, aö Dieter hélt á pennan- um, en Einar sagöi fyrir um hvaö gera skyldi. — Hvaö viltu segja um verkið, Einar? „Allt ágætt, og þaö eru vonandi engar prentvillur i þvi.” Þá má aö lokum geta þess, aö bókin er dálitið fyndin á köflum, en fremur alvarleg þegar hún er lesin ofan i kjölinn. —GB og annar í hakkavél Háskólabió: Áhættulaunin (The Wages of Fear) Bandarisk. Árgerö 1978. Hand- rit: Walon Green, eftir sam- nefndri sögu Georges Arnaud. Leikstjóri: WiUiam Friedkin. Aöalhiutverk: Roy Scheider, Bruno Cremer, Fransisco Rab- al. William Friedkin hefur I nokkr- um myndum sannaö aö hann er afburða kunnáttumaöur i kvik- myndagerð (French Connection I, The Exorcist). Listamaöur er hann hins vegar ekki ennþá. The Wages of Fear, sem áöur hét verkefni. Þessi formúla gerir ráð fyrir þvi aö matreiöslan leggi mikiö upp úr hráefnum mannrauna, árekstrum og tog- streitu milli þátttakenda inn- byröis og sameiningu þeirra gagnvart utanaökomandi ógn- un, og rúsinan I pylsuendanum er svo spurningin um hvort einhverjum þeirra eöa öllum takist aö lifa leikinn á enda og ljúka verkefninu. Vettvangur þessa leiks er i The Wages of Fear oliulindasvæði i subbulegu Suður-Amerlkuriki og mennirn- ir f jórir eru flóttamenn frá rétt- lætinu. Friedkin viröist hafa ætlaö aö Kvikmyndir eftir Guðjón Arngrimsson og Árna Þórarinsson Sorcerer (liklega til aö trekkja inn á heiti The Exorcist, alls óskyldrimynd)er,aö þvi er virö- ist, tilraun Friedkins til skapa listræna hasarmynd. Hann not- ar sama grunn og Frakkinn Henri-Georges Clouzot byggöi á frægamyndmeöþessu nafniár- iö 1953, og hefur augsýnilega lagt mikla vinnu i verkið' Hún er unnin fyrir gýg. Viöfangsefniö er gömul for- múla, dáiitiö slitin, en stendur þó fyrir sinu: Nokkrir menn sem engu hafa aö tapa en allt aö vinna taka aö sér lifshættuiegt bregöa einhvers konar existent- ialiskum blæ yfir þessa hasar- sögu meö harösoönu, saman- reknu,fáoröu myndmáli, snauöu af tilfinningasemi og flúri. Hann viröisthafa lagt talsveröa vinnu I uppbyggingu þessarar sögu, t.d. meö innklipptum bakskot- um (flash-backs) frá fortið fjór- menninganna. En hafi einhvern tima veriö vitglóra i mynd Friedkins þá er hún ekki finnanleg núna. Sú útgáfa sem, við sjáum hér er stytt um tæp- an hálftima. Vettvangslýsing, persónusköpun og frásagnar- Scheider sem ævintýramaður i Suöur-Ameriku hraöi eru i molum. T.d. hefur flash-back um fortiö eins fjór- menninganna hreinlega ver- ið sleppt. öllu listrænu jafn- vægi hefur verið raskaö og út- koman er vitlaus óskapnaöur. Þetta er dapurlegt þvi einstök atriN, — ég nefni bara akstur vörubilanna með viökvæmt sprengiefni yfir ónýta brú I frumskóginum sem dæmi, — eru myndrænt mögnuö. Fried- kin hefur f ramleitt mikið mynd- efni, en lent meö þaö f einhverri voðalegri hakkavél. — AÞ.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.