Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 10. ágúst 1979. he/garpásfúrinru Grunur leikur á að stórfelldar laxveiðar séu stundaðar við Viðey og sé veiddur þar lax í net sem nemi rösklega helmingi alls þess lax, sem veiddur er í Elliða- ánum yfir laxveiðitímabilið. Erfitt er að slá tölu á f jölda veiddra laxa við Viðey, en margir heim íns telja, að um sé að ræða a.m.k. 900-1000 laxa í sumar og annaðeins s.l. sumar. Verðmæti þessa afla nemur því um sexog hálfri milljón, ef varlega er reiknað. Guðbjartur Jónsson, vaktmaður í Áburðarverksmiðjunni, sem stundar veiðarnar, neitar þessu alfarið. „Ég geri þetta svona í f ristundum," sagði hann „og ætli þetta séu ekki um 30 laxar yfir sumarið". Stephan Stephensen, eigandi Viðeyjar tók í sama streng og sagði laxveiðina vera hreint smáræði. „Þetta er bara skiterí og er meira sport til að hafa f sunnudagsmatinn," sagði Stephan. Þegar við bárum undir hann töluna 900 laxar kvaðst hann dolfallinn. Það gæti ekki staðizt. Forráða- menn Stangaveiðifélags Reykjavíkur telja á hinn bóginn, að hér sé um allverulegar veiðar á laxi að ræða og honum hreinlega mokað upp við eyna. LAXINUM MOKAÐ UPP VIÐ VIÐEY Stangaveiðimenn telja, að um 1000 laxar séu veiddir fyrir framan Elliðaárósa, en eigandinn og veiði- maður hans segjast veiða i soðið „Þarna er geysileg laxveiði..." „Viö höfum haft spurnir af þvi, að þarna sé geysileg laxveiði,” sagði Magnús Olafsson, formaöur Stangaveiðifélags Reykjavikur. „Við höfum jafnvel grun um það, að hún geti farið yfir 1000 laxa yf- ir sumarið, aö hún hafi gert það i fyrra.” Magnús sagði, aö það hafi ver- ið eftir sumariö i fyrra, sem Stangaveiðifélagið heföi fengið upplýsingar um þessar veiðar. Magnús sagöi, að þessar veiðar væru verulegt fjárhagslegt tjón fyrir félagið. Hann benti hins veg- ar á, að þetta kynni jafnframt aö vera lax, sem ella gengi i Korpu og jafnvel Leirvogsá og Kolla- fjörð. Ekki kvaöst Magnús hafa vitn- eskju um þaö hversu lengi þessar veiöar hefðu staðið, en þeir i Stangaveiöifélaginu hefðu grun um, aö þetta hefði aukizt mjög s.l. tvö ár. Hér er i rauninni um stórmál að ræöa fyrir laxveiðimenn i Elliða- ánum, þvi reynist það rétt vera, að um 1000 laxar séu veiddir i net rétt við Elliðaárósa, þá minnkar afli þeirra verulega og Guðbrand- ur Jónsson og Stephan Stephen- sen hálfdrættingar á við stanga- veiöimenn á Elliðaám. Guö- brandur veiðir i félagi við Stephan, að sögn Stephans. Samanlögð veiði I Elliðaánum er á milli 1500 og 2000 laxar á sumri. Deilt um veiöi- réttindin Auk þess, sem Stephan og Guö- brandur neita þvi, aö veiöin sé svona mikil, stendur deila um veiðiréttindin. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavikur telja hér vera um veiðiþjófnaö aö ræða og Þór Guðjónsson, veiöi- málastjóri, kveöur þessar veiðar brjóta I bága við lög. Samkvæmt islenzkum lögum er laxveiði I sjó bönnuð. Frá þvl er þó ein undantekning. Sé þess getið I fasteignamáti ársins 1932, og laxveiöi verið stunduð fyrir þann tima, þá er heimilt að stunda þá veiöi áfram. 1 fasteignamati Viðeyjar þetta ár er þess ekki getið, að eyjunni fylgi laxveiðihlunnindi. „Þaraf- leiöandi er laxveiöi við Viöey ólögleg,” sagöi Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, I samtali viö Helgarpóstinn. Stephan Stephensen, eigandi Viðeyjar, heldur þvi hins vegar fram, að þetta séu hlunnindi I Viðey. „Þegar ég keypti eyjuna” sagöi Stephan, „þá keypti ég hana með öllum hlunnindum og meðal annars þessum”. Stephan bætti þvi við, að hann hefði kært þetta mat sem rangt. Hann heföi ekki fengið sinu máli fram gengt i veiðinefnd og raunar heldur ekki i viðkomandi ráðu- neyti. Sjálfur teldi hann engan vafa leika á um rétt sinn til lax- veiða. Gæzlan sá tvö net við Viðey Þessi mál munu ekki hafa verið sérstaklega könnuð í fyrra. En um miöjan siðasta mánuð flaug flugvél frá Landhelgisgæzlunni yfir sundin við Reykjavik og sáu landhelgisgæzlumenn þá tvö lax- veiðinet i sjó, svokallaðan „flökkubúnað.” Nokkrum dögum siðar kæröi svo Garðar Þórhallsson, formað- ur Elliðaárnefndar Stangaveiði- félagsins, Guðbrand Jónsson fyr- ir aö stunda ólöglega laxveiði i sjó með netum norðaustur af’ Viöey. Hringdi Garðar i lögregluna i Arbæ og tilkynnti, að bátur hefði lent austast i Vatnagörðum og i honum væru 16 laxar og laxanet. Séð yfir ósa Elliðaár I átt til Viðeyjar. Viöey. Hann hefur selt mér núna,” sagði kaupmaðurinn. Færöu mikið hjá honum? „Ég veit ekki hvort ég fæ allt frá honum, en það er svona slatti.” Hvað kallarðu slatta? „Ja, það er svo misjöfn veiðin hjá þeim. Stundum eru þetta nokkur stykki á dag hjá þeim og stundum meira.” Kaupmaðurinn vildi ekki gefa okkur upp nákvæmar tölur og kvaðst ekki vita „hvernig þetta er I pottinn búiö hjá þeim.” En hann visaði okkur á Stephan. Eins og komið hefur fram bæði hjá Stephani og Guðbrandi Jóns syni veiöa þeir einvörðungu til eigin afnota. Raunar kvaðst kaupmaðurinn einmitt vera með lax til sölu, sem veiddur væri viö Viöey, og féllst hann á, aö við fengjum að taka ijósmyndir af Viöeyjarlaxi hjá honum. Þegar ljósmyndari kom á vettvang brá hins vegar svo við, aö enginn Við- eyjarlax var i verzluninni. Við fengum upplýsingar um þaö i nokkrum öðrum verzlunum i Reykjavik, að þar væri stundum hægt að fá lax úr sjó. Viö fengum ekki upp gefið hvaðan sá lax kæmi. Ekki er ljóst hversu lengi reglu- bundin laxveiði hefur verið stund- ið við Viðey, en talið er að þetta hafi staöið yfir i nokkur ár, með þeim hætti, sem nú tiðkast, þ.e. að eigandi eyjarinnar veiti ein- staklingi heimild til þess að veiöa við eyna. „Ég fæ í soðiö í staðinn" Stephan Stephensen vildi ekki svara þvi nákvæmlega meö hvaða hætti þetta væri, hvort hann leigði Guðbrandi Jónssyni veiöiréttinn eöa hvort Guðbrand- ur stundaði þessa veiði beinlinis á hans vegum. Við spuröum Guöbrand aö þvi hvort hann keypti veiðiréttinn af Stepháni: „Nei, ég geri þetta fyrirStephán og fæ I soðið I staðinn, annars stunda ég aðallega grásleppu.” Selur StepJtm laxinn? „Nei, han.i gefur hann aðallega vinum.” Nú er talað um 1000 laxa. Er þaö rétt? „Nei. Það er bara verið aö æsa fólk upp” Sjálfur sagöist Stephan Stephen- sen hafa nýtt það, sem hann kall- aði laxveiðihlunnindi i Viðey, allt frá þvi hann keypti eyjuna árið 1939. Samkvæmt laxveiðilögunum Þarna var á ferð Guöbrandur Jónsson. Lögreglan mætti á stað- inn og færði hann til yfirheyrslu. Þar kom fram, að Guðbrandur hefði stundað þessar veiðar lengi og hefði hann leyfi til þess frá Stepani Stephensen. Þá mun Guð- brandur hafa tekið það fram, að hann stundaöi veiöarnar I sam- ræmi við lög enda gefnar skýrslur um veiðarnar. Helgarpósturinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að skýrslurnar gefi ekki rétta mynd af umfangi veiðanna. Raunar hefur blaðið komizt að þvi eftir öðrum leiðum, að stað- hæfingar Guðbrands og Stephans um fjölda veiddra laxa fáist vart staðizt. 1 samtali við kaupmann I Reykjavik kom fram, að hann hefði keypt fleiri en 30 laxa af Guðbrandi auk þess, sem það er harla ótrúlegt, aö rúmlega helm- ingur sumaraflans hafi fengizt I einni veiðiferð. Þá mun Guð- brandur Jónsson hafa haft það á orði, að i einni veiðiferð hafi hann fengið 68 laxa. Við þetta bætist svo, að annar kaupmaður i Reykjavik tjáöi Helgarpóstinum, aö honum væri vel kunnugt um, að þessar veiðar væru umfangsmiklar og hefði sér raunar boðizt aö kaupa lax veidd- an úr sjó við Viöey. Kaupmaður i borginni sagði i samtali við Helgarpóstinn, að hann verzlaði að jafnaði með 30- 40 laxa á viku. Hann staöfesti, aö hann væri með lax úr Elliðaárós- um. /,Ég fæ slatta frá Stephani" „Ég hef fengiö lax i gegnum hann StephanStephensen, sem á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.