Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 10. ágúst 1979. —helgarpásturinn_ Hef hugleitt að stofna minn eigin flokk NAFN: Albert Guðmundsson STAÐA: Þingmaður. borgarfulltrúi og heildsali FÆDDUR: 5. október 1923 HEIMILI: Laufásvegur 68 HEIMILISHAGIR: A þrjú börn - eiginkona, Brynhildur Hjördis Jóhannesdóttir BIFREIÐ: Chevrolet Malibu classic árgerð 1977 ÁHUGAMÁL:Alltaf þau störf sem hann sinnir hverju sinni Albert Guömundsson, alþingismaöur, borgarfulltrúi og stúrkaupmaöur er enn á ný í sviösljós- inu. Nú siöast hefur hann lýst þvi yfir aö hann hafi hug á þvi aö bjóöa sig fram sem forseta. taki Kristján Eldjárn þá ákvöröun aö gefa ekki kost á sér til endurkjörs, þegar kjörtimabil hans rennur út á næsta ári. Aibert Guömundsson er umdeildur maöur en aösópsmikill og hann er tek- inn tiiyfirheyrslu um væntanlegt forsetaframboö og stööu hans f stjórnmálum. Hvaöa hæfileikum telur þú aö forseti tslands þurfi aö búa yfir? „Þetta er mjög óvænt spurn- ing. Fyrir utan víðtæka þekk- ingu á þjóömálum þarf hann náttúrulega að búa yfir þeim eiginleikum sem prýða heiðar- lega menn”. Ert þú búinn þessum hæfi- leikum? „Ég vona að ég sé búinn þeim hæfileikum. Annars heföi ég ekki áformaö að bjóða mig fram til.forseta”. Hvers vegna viltu veröa for- seti? „Vegna þess aö ég held að ég geti látið gott af mér leiða. Ég held að þetta embætti bjóði upp á það, að menn geti látið gott af sér leiða fyrir land og þjóð”. Helduröu aö þú getir látiö frekar til þin taka á þessum vettvangi heldur en f öldusjó stjórnmála? „Tvimælalaust”. Nú er Ijóst aö forsetaembættiö er valdaiftiö aö langmestu leyti. Viltu aö aukin veröi völd forset- ans? „Ég get ekki svarað þvi til hlitar. Bent hefur veriö á að auka megi vald forseta eitt- hvað, og ég held að það væri betra að auka völdin eitthvað, en ekki að hann veröi neins konar einræðisherra. Forsetar Bandarikjanna og Frakklands hafa að minu áliti of mikil völd. En eitthvaö þar á milli gæti ef til vill hentaö okkur”. Hefur þú gengiö með þessar forsetahugmyndir i maganum lengi? „Nei. Þessar hugmyndir komu upp þegar vinir og kunn- ingjar fóru að tala við mig um mögulegt forsetaframboð mitt fyrir tiltölulega stuttu siðan”. Ertu sem sé aö gefast uppá is- lenskum stjórnmálum, eða öllu heldur Sjálfstæðisflokknum? „Nei, ég gefst aldrei upp á neinu”. Ertu orðinn þreyttur á stjórn- málavafstri? „Nei”. Nú vilja margir lfta á forseta- embættiö sem hvildarstööu fyrir aöila sem hafa staðiö lengi á eldlfnunni á öðrum vettvangi, t.d. f stjórnmálum. Ætlar þú á Bessastaði til hvfldar og hress- ingar eftir vafstriö I stjórnmál- unum og bissnessnum? „Forsetaembættið er æösta embætti þjóðarinnar og ég held aö Sveinn Björnsson, Asgeir As- geirsson eöa Kristján Eldjárn hafi ekki sýnt þreytu I starfi. Ég tel að þeir hafi ekki veriö valdir til þessa embættis til hvildar frá fyrri störfum, nema siður sé”. Nú hefur þú i gegnum tföina ekki veriö áhrifamikill innan flokksapparatsins og gegnt fá- um trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins? „Éghef veriö i mestu áhrifa- stöðum innan Sjálfstæðisflokks- ins. Ég er i framkvæmdastjórn flokksins og miöstjórn. Þá var ég formaöur húsnefndar , og ég var i fjármálaráði. Það eru fáar áhrifastöður innan Sjálfstæðis- flokksins, sem ég hef ekki gegnt. Ekki má heldur gleyma þvi að ég sit I borgarráði og gegni þingmennsku fyrir flokk- inn. Það hefur enginn sjálf- stæöismaður veriö á fleiri stöð- um i einu fyrir flokkinn heldur en ég”. Nú viröist þú æði oft sér á báti innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Ertu valdalaus innan hans? „Ég held aö það sé enginn með völd innan flokksins. Við getum sagt að ég sé mjög áhrifalitill innan þingflokksins miöaö við það að vera 1. þing- maður Reykvikinga”. Og þú veröur oftast undir eöa i minnihluta þegar ákvarðanir eru teknar i þingflokknum? „Já, I upphafi, en oftast nær þegar til lengdar lætur reynist ég hafa rétt fyrir mér”. Nú er stundum talaö um þig sem vin Iítilmagnans. Þú hjálp- ir þeim sem minna mega sfn. Ertu vinur fólksins og alþýð- unnar og hefur þú þitt fylgi þaöan? „Já, ég hef þaö tvimælalaust. Ég er lika vinur þeirra sem eru minni máttar, vegna þess aö ég kem úr þvi umhverfi sjálfur. Ég er ekki fæddur með gullskeið I munninum. Er alinn upp hjá fá- tækri gamalli konu og hef ekki haft í vegarnesti neitt nema sjálfan mig og mlna starfsorku. Þvi þekki ég þetta fólk og hagi þess og vil berjast fyrir það”. Hvað segir þú um núgildandi almannatryggingakerfi i þjóð- félaginu? „Já, núgildandi trygginga- kerfi getur verið meingallað. Það er eflaust hægt að bæta hvaða kerfi sem er. Hitt er annaö mál aö tryggingarkerfið núna, boriö saman við þaö kerfi sem var, þegar ég var að alast upp hefur tekið stórkostlegum breytingum til betri vegar.” Ertu fyrirgreiðslupólitikus? „Já, tvimælalaust. Ég geri allt sem ég get fyrir alla sem leita til mln” Finnst þér eölilegt að póli- tikus sé i slikum smámálaredd- ingum? „Það sem er smámál i augum eins, er stórmál i huga annars. Ekkert mál er smámál i minum huga þegar leitað er til min. Ég bauð mig fram til þjónustu við fólkið og mér finnst eðlilegt að þaö leiti til min. Aörir nenna kannski ekki að standa i sliku. Þaö er þeirra mál'* Nú hefur þú aðhyllst frjáls- hyggjustefnu sem margir túlka aö þýöi i raun „the survival of the fittest”. Hvernig kemur hlutverk þitt sem miskunnsami Samverjinn heim og saman viö þessa lifsskoöun? „Nei, „the survival of the fitt- est” þýðir bara strið á milli ein- staklinga. Min skoöun er þver- öfug. Ég vil að einstaklingarnir starfi saman á frjálsan hátt. Ég er frjálshyggjumaður. Telur þú að allir þegnar þjóð- félagsins hafi jafna möguleika á þvi að ota sfnum tota? „Ég veit ekki hvað þú átt viö, þegar þú talar um að ota slnum tota”. Aö koma sinum málum fram og undir sig fótum. „Ef þú litur á minn feril at- vinnulega séð og iþróttalega séð, þá get ég ekki merkt annað en það séu jafnir möguleikar fyrir alla”. Telur þú þaö eölilegra kerfi, að þú og fleiri sem meira mega sin hjálpi að geöþótta minni máttar, i stað þess aö trygg- ingarkerfiö ali önn fyrir þeim sem standa höllum fæti? „Við lifum I samfélagi og það þýöir að við véröum að hafa samneyti. Við komumst aldrei neitt áfram án samstarfs við annað fólk. Ég leita til fólks um stuöning og það leitar til min. Ég þarf á stuðningi i hinum og þessum málum að halda. Fólkið þarf á minum stuðningi að halda. Eins og ég segi, viö lifum I samfélagi manna sem verða að hjálpast aö”. Hefurðu raunverulega ein- hverja pólitiska hugmyndafræöi sem þú fylgir eöa ertu aöeins pólitiskur töffari sem gripur tiskulinur i stjórnmálum frá degi til dags? „Ég hef aldrei fylgt tlskulin- um frá degi til dags. Ég er staö- fastur i vinnubrögöum og póli- tik, og hef ekki breytt út frá þeim skoðunum. Ég aöhyllist stefnu Sjálfstæðisflokksins og hún er stefna frjálsra manna og frjálshyggjustefna. Ég geri þó á hinn bóginn miklar athuga- semdir viö margt sem kemur frá Sjálfstæðisflokknum”. Liturðu á pólitikina eins og heildsölubissnessinn? „Nei, það geri ég nú ekki, en heildsala er tvimælalaust liöur I þeirri frjálshyggju sem ég er aö tala um. Það er alveg sama á hvaða sviði það er. Sjálfstæði einstaklingsins til orða og at- hafna verður að vera I fyrir- rúmi”. Margir telja að heildsöiu- bissnessinn sé óþarfa milliliður i versluninni sem aðeins hækki vöruverö tii neytenda. Þið takið peninga sem annars myndi lækka vöruna. Hvað segiröu um þetta? „Heildsala á vegum einstakl- ingsins hefur ekki reynst verr en heildsala á vegum samtaka eins og samvinnuhreyfingar- innar. Þar kemur enginn milli- liður til greina. Samvinnu- hreyfingin hefur allan þennan milliliðagróða sem sagt er að heildsalar leggi á, en samt eru vörur þaöan ekki ódýrari. Þær eru i mörgum tilfellum dýrari hjá þessum stóru samtökum þar sem milliliðirnir eru ekki fyrir hendi”. Hvers vegna ■ ertu I heild- sölubransanum samhliba þing- mennskunni og borgarfulltrúa- starfinu? Flestum fyndist aö- eins eitt af þessu æriö nógur starfi. „Já, en ég hef skilað minu. Ég hef mætt á hvern einasta fund á öllum stöðum, þar sem ég hef gefið kost á mér til þjónustu. Mig hefur aldrei vantað til trúnaöarstarfa og ég kemst yfir þetta. Það hefur ekki háö mér að gegna öllum þessum störf- um”. Ertu þriggja manna maki? „Það getur vel veriö að ég sé meira en það”. Ertu rikur? „Ég tel mig mjög rikan að peningum miðað viö það sem ég átti þegar ég hóf mitt dagsverk sem unglingur. Hamingju- samur ,já. Vilt þú leggja þitt lóö á vogar- skálina meö þvi að láta eitthvaö af auðævum þinum til hinna efnaminni? Stuöla að jöfnuöi efnislegra gæða. „Ég er alltaf að gefa af þvi sem ég á”. Ertu tilbúinn til að gera meira af þvi? „Ég geri þaö aö þvi marki sem ég tel mig hafa efni á. Ég vil ekki gera það þannig að ég þurfi að leita aöstoðar á eftir. Vil vera sá sem getur veitt að- stoðina”. Nú játaðir þú á sinum tina að þú hefðir gjaldeyri á banka- reikningum erlendis. Er þetta rétt? „Ég játaði engu um það”. Hefurðu peninga á reikningi erlendis? „Þetta er of persónuleg spurning. Þaö er allt I lagi að hafa viðtal en ekki um persónu- lega hagi mina. En hitt er annað mál að ég tel það röng lög hvort sem þaö snertir mig eöa áðra, sem heimila ekki Islendingum að eiga eignir hvar sem er. Og ég tel það fráleitt, að fólk t.d. eins og ég sem hefur unnið á annan áratug erlendis, sé gert að hálfgerðum glæpamönnum ef það skilur eitthvað eftir sig i þvi þjóðlandi sem það hefur búiö i kannski mestan hluta ævi sinnar. Islenska þjóöin og ein- staklingarnir eru sem i spenni - treyju á mörgum sviðum og þeim böndum þarf að aflétta”. Teluröu aö einstaklingar og hópar hafi siðferðilegan rétt til að brjóta sett lög ef samviska þeirra býöur þeim svo viö að horfa? „Hafi einstaklingar eða félög þurft að brjóta lög samvisku sinnar vegna, þá eru þau lög röng I upphafi. Þá hefur alþingi sett lög sem ganga á móti rétt- lætiskennd fólksins og þjóðar- innar. Þá eiga þau lög ekki rétt á sér”. Hefurðu hugleitt þaö á undan- förnum árum aö stofna þinn eigin flokk? „Ég hef hugleitt það”. Hvers vegna ekki látiö til skarar skriöa? „Vegna þess að ég hef fundið að ég á ennþá að minnsta kosti mjög mikla samleið með Sjálf- stæðisflokknum”. Hvers vegna hefur þú þá hug- leitt flokksstofnun. Er þaö af valdagræögi? „Það hefur einfaldlega verið vegna þess að ég hef átt I erfið- leikum meö að koma hugmynd- um minum i framkvæmd i Sjálf- stæöisflokknum, þó að þær séu að mér finnst mjög i anda flokksstefnunnar og hugsjóna”. Má ekki búast viö þvi aö á næstu misserum veröir þú af- skaplega litlaus og sviplaus stjórnmálamaöur, nú þegar þú hefur sett stefnuna á Bessa- staöi? „Ég hef aldrei verið litlaus eða sviplaus I neinu sem ég hef tekiö að mér”. Þér finnst þessi ákvöröun þín ekki fljóttekin þegar ekki er fuliljóst enn hvort Kristján Eid- járn muni stefna aö endurkjöri? „Kristján Eldjárn hefur gefið það fyllilega i skyn að hann muni draga sig i hlé”. Myndir þú fara á móti honum ef hann færi fram aftur? „Nei, ég reikna ekki með þvi. Ég hef hins vegar heyrt þaö að siðast þegar Kristján Eldjárn var kjörinn mótframboðslaust að hann hafi verið beöinn um að halda áfram, en sjálfur haft hug á þvi að hætta. Það er rangt að ganga á eftir mönnum til þess starfs. Rangt þjóðarinnar vegna. Ef hann vill sjálfur halda áfram þá gerir hann það, en annars ekki”. Að lokum. Verður Albert Guð- mundsson næsti forseti tslands? „Ég vona það”. eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.