Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 24
—helgarpústurinrL. Föstudagur 10. ágúst 1979. ® Nú mun nokkuð vera fariö aö skýrast hverjir muni raunveru- lega sækja um fréttamannsstöð- una hjá Utvarpinu i kjölfar þess að Vilhelm G. Kristinsson hættir, eða öllu heldur fer i árs leyfi, og mun þvi staðan ekki verða veitt nema i eitt ár. Margir eruum hit- una og höfum við heyrt nöfn fróttamannanna Friðriks Páls Jónssonar, og Stefáns Jóns Haf- stein, svo og Jóns Viðars Jónsson- ar sem iðulega hefur starfað á fréttastofunni sem sumarmaður. Einnig munu vera méöal um- sækjenda tveir flokksmenn menntamálaráðherra, þau Jón Asgeir Sigurðsson og Alfhciður Ingadóttir, blaðamaður á Þjóö- viljanum. Sjötti umsækjandinn sem við höfum haft spurnir af er Anna ólafsdóttir Björnsson, sem séð hefur um dagskrárþætti i út- varpi. Friðrik Páll þykir likleg- astur til að hreppa stöðuna, þvi að hann hefur starfað á fréttastof- unni meira og minna sl. 10 ár og innan fréttastofunnar mun litið á þessa stöðu sem laus er sem starf erlends fréttamanns, þvi að gert er ráð fyrir að ólafur Sigurðsson flytji sig úr erlendu fréttunum yf- ir i þær innlendu og taki þar sæti Vilhelms. En þetta getur orðið spennandi ... • Og úr þvi að við erum að tala um útvarpiö þá hefur kvisast að Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, hafi hug á að láta af störfum áður en langt um liður. Hins vegar mun hann hafa langað til að geta þokað útvarpshússmálinu I ör- uggahöfn áður en hannhætti, svo að það kann aö hafa einhver áhrif á ákvörðun hans aö það mál stendur algjörlega fast i krefinu og litlar likur á þar verði um þok- að. Nefnd sú sem hefur yfirum- sjón meö byggingaframkvæmd- um á vegum hins opinbera meö Geir Gunnarsson i fararbroddi mun hafa litla samúð með fram- kvæmd útvarpsins i nýja mið- bænum og leggja til að annáluð- um byggingasjóði Utvarpshússins verði varið til kaupa á verö- tryggðum rikisskuldabréfum... • En fleiri geta enn hætt við að hætta. Einn þeirra er dr. Kristján Eldjárn fœ'seti íslands. Heyrst hefur að einhvers staðar i rööum vinstri manna sé að fara af stað hreyfing til að safna undirskrifta- listum með áskorun til Kristjáns um að sitja áfram. Samt sem áð- ur er alltaf veriö aö nefna fleiri menn til sögunnar sem hugsan- lega forsetaframbjóöendur og nú siðastheyrðum við nefndan Pétur Thorsteinsson. Svo hefur i les- endabréfi verið stungiö upp á Sig- riði Thorlacius sem aftur hefur orðiö til þess að menn eru alvar- lega farnir aö velta þvi fyrir sér hvernig Birgir Thorlaciustaki sig út sem forsetafrú ... • Núna á fjölþjóðafýrirtækiö Paradisarheimtf talsverðu basli, að þvi er fregnir herma. Kvik- myndunin á þessari skáldsögu Halidórs Laxness er sögð veru- lega á eftiráætlun og hefur gengiö áýmsu. Þýðir þessi seinkun m.a. það að þeir leikarar Þjóðleik- • veruleg gróska hefur verið á Vestfjörðum undanfarin ár, ekki sist á tsafirði. Þar hefur aðal- blaðið um hrið verið Vestfirska fréttablaðið. Fyrr i sumar hófu tveir ungir og áhugasamir menn á Isafirði Leó Jóhannsson og Þórður Kristjánsson útgáfú á nýju blaði þar I plássinu sem þeir nefndu Myndablaðið. Eins og nafniðbendir til var þar mest lagt upp úr myndefni, góðum papp- Ir og uppsetningu. Blaðið, sem var átta siður, kom út i þús- und eintaka upplagi. Það kom út tvisvar en kemur ekki út meir. Eftir þvi sem Helgarpóst- urinn hefur fregnað mun ástæð- an sú, að prentsmiðjan Ásrún á Isafirði sem prentaði Mynda blaðið setti upp svo háa prisa aö útséð var um að fjár- hagsdæmið gengi ekki upp. Prentsmiðjan Asrún prentar einnig Vestfirska fréttablaöið og eigandi hennar er faðir eiganda Vestfirska fréttablaðsins. Þrátt fýrir að Myndablaðiö dæi þannig nánast I fæðingu eru þeir félagar ekki af baki dottnir, þvi Helgar- pósturinn hefur heyrt að þeir hyggi nu á útgáfu mánaðar- og jafnvel vikublaðs meö áherslu á texta fremur en myndir. Það yrði þvi í meiri samkeppni við Vest- firska fréttablaðið en Myndablað- ið sáluga var. Til þess að hafa vaðið fyrir neöan sig ætla þeir Leó og Þórður hins vegar að láta offsetfjölrita nýja blaöiö... •Nokkur ólga mun vera meðal kvikmyndagerðarmanna vegna þess hve illa þeim finnst áhugi Ragnars Arnalds á innlendri kvik- myndagerð ætla að endast honum i menntamálaráðherrastóli. Hinn islenski kvikmyndasjóður sem hleypt hefur nánast ótrúlegri grósku I þessa listgrein á skömm- um tfma mun tnllega fá i sinn hlut á fjárlögum 42 milljónir króna sem er • lækkun á rikis- hússins sem fara með allstór hlutverk i myndinni muni ekki ljúka sínu verki i sumarleyfi frá leikhúsinu. Eru sögð áhöld um hvort seinkunin muni þar meö raskaað einhverju leyti sýningar- og æfingaráætlun Þjóðleikhússins i haust, og sú staða gæti komið upp að Sveinn Einarsson, aðstoð- arleikstjóri Paradisarheimtar þyrfti að semja við Svein Einars- son, Þjóðleikhússtjóra... • nú hefur verið gengið frá þvf milli forráðamanna Alþýðublaðs- ins Og Jóns Baldvins Hannibals- sonar að hann taki við ritstjórn Alþýðublaðsins frá og með 1. september að telja. Ráðning Jóns á hins vegar eftir að hljóta stað- festingu flokksstjórnar Alþýðu- flokksins... framlaginu ef miðað er við verð- bólguþróunina frá úthlutuninni i fyrra... • Miklar vangaveltur eru nú leiklistarheiminum um hver verður eftir maöur Vigdisar Finnbogadóttur f stöðu leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Reykjavik- ur. Einkum heyrist nefnt nafn Stefáns Baldurssonar, leikstjóra og blaöafúlltrúa Þjóðleikhússins, en einnig hafa þeir verið nefndir Haukur J. Gunnarsson, Kjartan Ragnarsson, Guðmundur Pálsson og Hallmar Sigurðsson (Hall- marssonar á Húsavík) sem und- anfariðhefur stundað nám ifræð- unum f Stokkhólmi... • Hörður ÁgUstsson, einn safn- ráðsmanna i' Listasafni fslands hefur gert athugasemd við klausu hér á sfðunni I siðasta Helgarpósti fjallað var um kaup á verki eftir Jóhannes Jóhannesson. Hörður kvaðst vildu koma á framfæri að Jó- hannes ætti ekki sæti i safnráðinu heldur væri hann starfsmaöur safnsinsíhálfustarfiogað kaupá þessu verki hans hefði veriö án vitneskju Jóhannesar. Stefna safnstjórnar væri að jafna kaup- um safnsins á milli einstakra myndlistarmanna ogtók fram að safnið hefði áður keypt verk af MagnUsi Tómassyni, þótt af þvi hefði ekki orðið á siöustu sýningu Magnúsar i Bernhöftstorfunni... munum LSD fram eftir haustinu. Ekki er búist við neinni byltingu I innlendri dagskrárgerð fyrsta kastið a.m.k., því enn er fjár- hagsstaöan hemill. Eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst má vænta þess að t.d. verði ýmsir gamlir og rótgrónir þættir áfram i vetur, eins og Vaka og Kast- Ijós... • Sagt er að skuttogarakaupa- málin kunni að koma upp á yfir- borðið á nýjan leik áður en langt um liður. LUðvik Jósepsson er sagöur sækja fast á framsóknar- ráðherrana um stuðning við að koma kaupunum á Norðfjarðar- togaranum i höfn og hafa fengið ólaf Jóhannesson á sitt band. Hvernig bregst þá Kjartan við? Menn biða spenntir... • Og I framhaldi af þessu þá hef- ur það vakið athygli hversu ein- arðlega Morgunblaðið studdi viö bakið á Norðfirðingunum I tog- arakaupamálinu og þar sem oft- ast hafa ekki verið hlýir straumar þarna á milli, hafa menn fariö að leita skýringa. Einhverjir þykjast hafa fundið hana I þvi að milli- göngumaður um kaup Norðfirð- inga á togaranum er sagður vera Benedikt Sveinsson (heitins Benediktssonar), sem hafi þrýst á rétta staöi... • Athugulir menn þykjast hafa veitt þvi athygli að jafnan þegar óstjórn rikir á Islandi og kurr er kominn i landann, þá gripa ráða- menn til sama bragðs til að sam- eina þjóðina og dreifa athygli hennar frá innanlandsóáraninni. Þeir fara I striö. Vinstri stjórn Hermanns lagði út I fyrsta þorskastríöið, fyrri vinstri stjórn ólafsúti annað þroskastriðið, rik- isstjórn Geirsút i þriðja þroska- striðið og nú er núverandi óstjórn ólafs að byrja að herja á Norð- menn. Þetta virðist gefast vel... •við heyrum að yfirvofandi orkuskortur á Landsvirkjunar- svæðinu stafi ekki einungis af vatnsskortiIÞórisósheldur alveg eins af þvf að Sigalda er ekki rek- in nema með hluta af þeim af- köstum sem virkjunin ræður yfir ogstafar af þvi að virkjunarlónið hriplekur. Unnið er af kappi við að reyna að þétta þaö en eitthvaö mun mönnum hafa veriö mis- lagðar hendur viö hönnun þessa mannvirkis i upphafi, svo að Sig- öldumenn sjálfir eru farnir að tala um Mini-kröflu... • Nú fýrir helgina var verið að prufúkeyra tvo kandidata um íréttalesarastöðu hjá sjónvarp- inu, en eins og kunnugt er sótti mikill fjöldi fólks um þessa stöðu þegar hún var auglýst fyrr I sum- ar. Annar þessara kandidatá verður svovalinn tilað hefja störf við fréttalestur um miðjan mán- uð. Báöir kandidatanna eru karl- kyns, en þess kyns er nú enginn fréttalesari slðan Sigurjón Fjeld- ■ sted hætti ... ■ •s',*í. ■ tiK-rrA : • Ekkerter á hreinu um vetrar- dagskrá sjónvarpsins og talsvert um spurningamerki, ekki sist vegna þess að nýr yfirmaður ann- arrar aðaldeildarinnar, LSD-deiIdarinnar,errétt aö hefja störf. Fátt er vitað um hugmyndir og viðhorf Hinriks Bjarnasonar til dagskrárgerðarinnar, en nú fara þau smátt og smátt að koma I ljós. 1 gær hélt Hinrik þannig fyrsta stóra fundinn meö nánústu samstarfsmönnum sinum, þar sem m.a. átti að ræða leikrita- gerðina, en hún mun vafalitið taka mikið af mannafla og fjár- Nautasnitchel Nautagullasch Nautamörbrá Nautafillet Nauta roast beef Nauta T.Bone steik Nauta grillsteik Nautahakk 10. kg. nautahakk 4.550 kr. kg. 3.830/- kr. kg. 5.650/- kr. kg. 5.650/- kr. kg. 3.900/- kr. kg. 2.480/- kr. kg. 1.540/- kr. kg. 2.280/- kr. ka. 1.980,- kr. kg. TCoiufflDCЩ1! J(0Xö)[]Rj 1 Lækjarveri. Laugalæk 2. simi 3 50 20

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.