Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 10.08.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 10. ágúst 1979. —he/gbrpásfurinn_ Dýrlingurinn afturgenginn Hvaö ætli mönnum sé minnisstæöast frá fyrstu árum is- lenska sjónvarpsins? Eru þaö umræDuþættirnir gömiu, sem gjarnan voru með þvi sniði að tveir menn sátu andspænis hvor öðrum og pexuðu en á milli þeirra sat stór og stæöilegur maöur, Magnús Bjarnfreðsson eða Gunnar Schram (minni maöur kom ekki til greina), og gætti þess að andstæöingunum lysti ekki saman? Varla. En eitthvað af þessu menningarlega, siðbætandi og fræð- andi efni, sem allir horfðu á? Nei, það er allt löngu grafið og gleymt. En allir muna eftir gömlu töffurunum, þeim harðjaxli og dýrlingi. Og það er einmitt dýrlingurinn sem við segjum frá hér I tilefni þess, að nú er islenska sjónvarpiö að hefja sýn- ingu á honum að nýju. Nú er það ekki lengur gamli, góði Roger Moore sem leikur hetjuna. Roger hefur hækkað i tign og verði og leikur nú James Bond eins og allir vita. Við mun- um eftir Roger. Þegar hann var búinn aö kýla kalda þrjá-fjóra skúrka hafði ekki eitt hár hagg- ast á brilljantinsmurðum kolli hans. Það var i mesta lagi að hann hagræddi klæöskerasaum- uðum jakka sinum á öxlunum. En Roger lék dýrlinginn i sex og hálft ár eða i alls 114 þáttum og von aö hann væri orðinn leiö- ur. Og nú herma sögur að hann sé orðinn leiður á James Bond og Connery gamli megi gjarnan taka viö honum aftur. Það verða þeir að semja um sin á milli. Dýrlingurinn og Leslie Charteris Leslie Charteris ákvað ungur að verða rithöfundur. Hann byrjaöi strax að skrifa saka- málasögur, en vakti litla at- hygli. Tvitugur að aldri hafði hann skrifað fimm skáldsögur, en þær seldust ekki. Ein þeirra var fyrsta sagan um kappann Simon Templar, dýrlinginn. Hún kom út árið 1928. Monty nokkur Haydon var að hefja útgáfu á nýju timariti, sem hann nefndi Reyfarana Hann bauð Charteris að semja sögu í ritið. Charteris hafði ný- lega uppgötvað, hvllik sóun það var á sköpunargáfunni að vera sifellt að búa til nýjar söguper- sónur. Hann ákvaö að halda sig framvegis við dýrlinginn, og þannig komst hann hjá þvi að verða hungurmorða. Skáldsöguhetjan Simon Templar er alls ólik sjónvarps- persónunni Simon Templar. 1 sögum Charteris er hann eins konar Hrói höttur nútimans (eða var það fyrir hálfri öld). Hann rænir frá hinum riku, sem auögast hafa meö óheiöarlegum hætti, og gefur fátæklingum. Hann var hörkutól hið mesta og þaö þótti bragðdaufur dýrlings- reyfari ef hann kálaði ekki að minnsta kosti fimm glæponum. Dýrlingurinn og félagar hans gerðust iöulega sekir um ólög- legt athæfi og alltaf var lögregl- an á hælum þeirra. Það var eins gott að þeir sluppu, ella sætu þeir enn inni. En Simon Templar var mikill karakter. Hann keðjureykti ár- um saman, en steinhætti sama dag og Leslie Charteris. lan Ogilvy-Roger Moore Það fer vist ekki hjá þvi að menn beri ósjálfrátt saman gamla dýrlinginn (Roger) og hinn nýja, en hann leikur ungur maöur aö nafni Ian Ogilvy. Það rifjast upp að slagsmál og hamagangur voru i hverri senu I gamla daga, og þvi kann mörg- um að finnast litið i nýja dýr- linginn spunnið. En við viljum benda á að þar er ekki við leik- arann að sakast. Hart hefur veriö lagt að framleiðendum sjónvarpsefnis aö draga úr of- beldi eins og kostur er, og breskir framleiöendur hafa svo sannarlega orðiö vel við brýn- ingunni. En dýrlingurinn á eftir að sýna að hann er enginn tusku- kall. Hann getur gefiö á kjaftinn ... og hann er ekki heidur minni kvennamaður. Hér er hann með ieikkonunni Gayle Hunnicutt. eins vel og gömlu töffararnir. Ian Ogilvy höfum við séð áður I sjónvarpinu. Hann lék m.a. tengdason húsbændanna i „Húsbændum og hjúum” og ungan föður Kládiusar hins máihalta. Ian Ogilvy er gamalt og gott skoskt nafn. Vitrir menn segja að það sé sama nafniö og Jón Gylfason. TVEIR NVlR SJONVARPSMYNDAFLOKKAR Kvenholli konungssonurínn Nú er sjónvarpið okkar byrjað á ný að loknu sumarleyfi starfsmanna og flestir vonandi búnir að taka upp fyrri gleði. Þvi er ekki úr vegi að athuga sumt af þvl sem veröur á boð- stólum I dagskránni á slðsumri. Sem fyrr skipa myndaflokk- ar veglegan sess, enda herma „kannanir” aö þeir séu meðal þess efnis sem hvað mest er horft á. Síðastliðinn sunnudag byrjaði breski myndaflokkurinn „Astir erfðaprinsins”. Hann heitir á ensku „Edward and Mrs. Simpson” og er um hvorki meira né minna en „ástar- ævintýri aldarinnar” eins'óg það var kaliað. Elskendurnir sem hlut áttu að máli voru Játvaröur, prins af Wales, siðar Englandskonungur, og Wallis Simpson, tvlgift bandarlsk kona. Játvarður var konungur I tæpt ár, frá janúar til desember 1936, en sagði þá af sér konungdómi til aö geta kvænst frú Simpson, sem hafði fengið skiinað frá manni sinum númer tvö. Glaumgosi Játvaröur var elstur fjögurra sona ensku konungshjónanna, Georgs fimmta og Mariu, fædd- ur 1894. Hann var litt gefinn fyr- ir bóknám, en fór þó á sjóliðs- foringjaskóla og var I sjóhern- um I heimstyrjöldinni fyrri. Aö loknu striði var Játvarður prins sérlegur sendimaður bresku krúnunnar og fór i opin- berum erindum til nýlendna vlða um heim, enda stóð breska heimsveldið fyllilega undir nafni á þessum árum. Hvar sem prinsinn fór rikti glaumur og gleöi. Uppátæki hans voru vinsælt fréttaefni og vart leið sú vika aö ekki birtust myndir af honum á forsiðum heimsblaðanna. Oftast var hann f fylgd fagurra meyja. Astmeyj- ar átti hann ýmsar, og einu virt- ist gilda hvort þær væru giftar eða ógiftar. Ætla mætti að eigin- mönnum stássmeyjá þessara hafi þótt upphefö að kviðmægð- unum við prinsinn. Meðal þeirra kvenna sem nutu hylli prinsins var frú Dudley Ward, sem m.a. feröað- ist með honum I opinberum heimsóknum til útlanda. Onnur var lafði Furness, ung, fögur og vellauöug Bandaríkjakona , sem var náinn vinur prinsins um nokkurra ára skeið. Wallis kemur til sögunnar Árið 1930 keypti Játvaröur glæsihöll eina I Englandi, sem Fort Belvedere heitir. Þar hélt hann vinum sinum tiöar veislur og jafnan var laföi Furness hús- móðir. Kvöld nokkurt árið 1932 var eitt sinn sem oftar efnt til kvöld- boðs i höllinni ffnu. Meðal gesta voru bandarisk hjón sem komin voru I boði laföinnar, Simpson að . nafni. Vfst þykir aö næstu mánuði hafi leiðir Játvarðar og Simp- son-hjónanna sjaldan legið saman, en um mitt ár 1933 sat hann kvöldveröarboð á heimili þeirra. Um þessar mundir fór ástin kulnandi milli Játvarðar og lafði Furness. Hún fór I orlof heim til Bandarikjanna. Daginn áður en. hún sigldi bað hún Wallis Simpson fyrir prinsinn. Meðan laföin var i Bandarikj- unum fór hún ekki dult meö ást- arsamband sitt við auðkýfing- inn Ali Khan. Þegar hún kom aftur til Englands komst hún að þvi, aö hún var ekki lengur i náðinni hjá prinsinum. Röðin var komin aö Wallis. Persónutöfrar Vart veröur sagt að Wallis hafi verið fögur kona, en hún var gáfuð, töfrandi og gædd sterkum persónuleika. Brátt urðu þau Játvaröur nánir vinir og slúöraö var meira um hann en nokkru sinni fyrr. Wallis og Játvarður fengu næg tækifæri til að hittast. Simpson þurfti oft aö skjótast til Bandarikjanna að sinna hags- munamálum sinum og þá gátu elskendurnir hist að vild. Játvarður áttundi kon- ungur 1 janúar 1936 andaöist Georg konungur. Drottningin kyssti hönd elsta sonar sfns og sagði: „Konungurinn er látinn. Lengi lifi konungurinn”. Játvaröur var konungur í tæpt ár. Þá sagði hann af sér og flutti Prinsinn af Wales (Edward Fox) kynnir frú Simpson (Cynthia Harris) I fyrsta og slöasta skipti fyrir konungi og drottningu (Marius Goring og Peggy Ashcroft) I móttöku I Buckingham-höll. Eins og sjá má svipar Ieikurunum ótrúlega tii fyrirmyndanna. Breski leikarinn Edward Fox ieikur Játvarð 8. Bandariska ieikkonan Cynthia Harris leikur frú Wallis Simp- son. fræga útvarpsræöu, þar sem hann sagði m.a.: „Allir vita ástæðu þess aö ég finn mig knúinn til að segja af mér konungdómi. En sannleik- urinn er sá, að ég tel ógerlegt að axla ábyrgðina og gegna störf- um konungs án hjálpar og stuðnings þeirrar konu, sem ég ann”. Samdægurs hélt Játvarður i útlegð til Frakklands. Hann þáði riflegan lifeyri, 25.000 sterlingspund á ári, gegn þvi skilyrði að koma aldrei til Eng- lands nema meö fullu samþykki þjóðhöföingja og rikisstjórnar. Margir muna hvaö siöar gerö- ist, en myndaflokknum lýkur er Játvaröur siglir til Frakklands. Myndaf lokkurinn Ekkert hefur veriö til sparaö að fá sem raunsannasta mynd af þvi fólki sem kemur við sögu, og kostaöi framleiðsla hvers þáttar að jafnaði 140 milljónir króna. Leikstjórinn, Waris Hussein, er orðinn velþekktur hér á landi, og hafa mörg verk sem hann hefur leikstýrt verið sýnd hér. Edward Fox leikur Játvarð. Fox er kunnur kvikmyndaleik- ari og hefur þótt ómissandi i stóru striðsmymdunum sem gerðar hafa verið á undanförn- um árum. En hann hefur einnig leikiö i myndum eins og Dagur- sjakalans” og „Brúðuheimili”. Edward Fox hefur fengið prýðisgóða dóma fyrir túlkun sina á nafna sinum og kunnugir telja hann alllikan nafna sinum, en þó þykir bandariska leikkon- an Cynthia Harris, sem leikur Wallis, enn likari fyrirmynd sinni, svo að ótrúlegt þykir. Cynthia þessi hefur að mestu leyti leikið á sviöi og því er hún litt kunn utan heimalands sins. Og nú fá sjónvarpsáhorfendur væntanlega tækifæri til aö kynnast konungssyninum kven- holla. Var hann I raun aö deyja úr ást eöa notaöi hann ástkonu sina sem átyllu til að skorast undan ábyrgð?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.