Helgarpósturinn - 06.06.1980, Side 6
6
he/garpósturinn Föstudag
ur 6. júní 1980.
Draugar 3
Þrjú stig
Ekki er alveg á allra færi aö
skynja framliðna. Alla tiö hafa
veriö til skyggnir menn, og ef-
laust lika menn sem leggja alls
engan trúnaö á framhaidslif. Þeir
hafa sjálfsagt aldrei veriö fleiri,
sem ekki leggja neinn trúnaö á
draugasögur, eöa frásagnir af
yfirnáttúrulegum fyrirbærum.
Þaö kemur til af mörgu, en eink-
um kannski af björtum og
upplýstum vistarverum.
Þó eru fjölmargir sem telja sig
hafa einhvern hæfileika á þessu
sviöi. Sálrænu fólki hefur veriö
skipt i þrjá hópa, eöa þrjú stig. 1
„fyrsta flokki” eru þeir sem eru
skyggnir, þaö er, þeir sem sjá,
heyra, eöa finna fyrir framliön-
um. Siöan er þaö Varúöarstigiö.
Þær persónur sem hafa þá sál-
rænu gáfu eru ekki skyggnar, en
finna fyrir nærveru, sem oft næg-
ir til aö gera fólk óttaslegið. í
þriöja lagi eru svo þeir sem trúa á
framliöna og hugleiöa mikiö
Svo eru þeir til sem eru ekki i
neinum þessara hópa, en hafa
samt ,,séö” hluti eöa fólk, sem
ekki eru af þessum heimi.
Tryggvi Axelsson, kom eitt sinn
meö vinnuflokki að Kambanesi
viö Stöövaf-fjörö. Tryggvi segist
hafa veriö aö drekka kaffi meö
fjölskyldunni þar þegar honum
varö litið aö eldhúsdyrunum. ,,Ég
sá þar litla stelpu, kannski svona
lOára”, sagöi Tryggvi. „Hún var
ofur venjuleg, en sagði ekkert. Ég
sat i rólegheitum viö boröiö og sé
siöan aö stúlkan kemur inn og
sest i sófa þarna i einu horninu.
Ég leit aftur af henni, og fannst
ekkert athugavert. Stúlkan var
inniklædd, á sokkaleistunum, og
þar sem ég þekkti ekki til á heim-
ilinu taldi ég hana bara dóttur
hjónanna. Þetta var fyrir hádegi.
Um kvöldmatinn var siðan sest til
borös, og þá var öll fjölákyldan
samankomin. Ég tók hinsvegar
ekki eftir stelpunni frá morgnin-
um og spyr hvar hún sé. Þá kem-
ur i ljós aö enginn kannast viö
hana, og enginn hafði séö hana
annar en ég um morguninn, og
hún getur alls ekki hafa verið af
heimilinu, né úr nágrenninu
„Eitthvaö haföi vist sést á ferli
þarna i kring”, sagöi Tryggvi „en
þessa stúlku kannaöist enginn
viö, hvorki lifs né liöna. Ég veit aö
ég sá hana, það var alls engin
ímyndun. Þetta er i fyrsta og eina
skiptiö sem ég tel mig hafa séö
eitthvaö af þessu tagi, og aldrei
hef ég taliö mig hafa einhverja
dulræna hæfileika.
Litill vafi er á þvi aö þeir sem
lesa þetta hafa heyrt ótal sögur,
hliöstæðar þessari. 011 þjóöin
viröist aö einhverju leyti hafa
áhuga á draugum. Þetta eru hins-
vegar viökvæm mál, eins og Guð-
mundur Einarsson lýsti vel hér aö
framan, og geta jafnvel haft mikil
áhrif á fasteignaviðskipti. Þess
eru dæmi aö hús hafa ekki selst, i
langan tima vegna þess aö reimt
var I þeim. 1 einni litilli ibúð hér i
borginni er sagður framliöinn
maöur, sem er ljúfmenni hiö
mesta, nema hvaö hann hefur lag
á þvi aö komast upp á milli hjóna,
án þess aö þau taki eftir þvi. 011
sambúö i þeirri Ibúö hefur endaö
meö skilnaöi og vinslitum.
En frægasta reimleikahús
Reykjavikur er án efa Höföi.
Hvers vegna er ekki gott að segja.
Jón Gunnarsson, húsvöröur, hef-
ur búiö i Höföa i tiu ár, og aldrei
oröiö var viö neitt óeölilegt.
„Þessi stóru timburhús eru
náttúrulega tilvalin til að setja af
staö svona draugasögur”, sagöi
hann. „Þaö er mikil hreyfing á
trénu, sérstaklega þegar húsin
standa svona á sjávarkambinum,
eins og Höföi, og þá er auövelt aö
láta Imyndunarafliö fylla i
eyöurnar. Fyrir tuttugu árum
hefur Höfði veriö mjög drauga-
legt hús, meö mörgum ranghöl-
um, en nú er þaö upplýst i hverju
horni.”
Spurningin um þaö hvort lif sé
eftir dauöann er aö sjálfsögöu ein
af eiliföarspurningunum og þeim
veröur ekki svarar svo glatt I
blaöagrein. Spurningin um reim-
leika og skyggni er angi af þeirri
spurningu og veröur heldur ekki
svaraöhér. Lesendur mættu hins-
vegar gjarnan spyrja sjálfan sig
hvort þeir telji allan þann sæg af
sögum og frásögnum i kringum
þá heilaspuna eöa raunveruleika.
HVAÐ TAKA FORSETAEFNIN SIG HÁTÍÐLEGA?
Það er liklega óhætt að full-
yrða, að fjórir mest uppteknu
menn landsins um þessar mund-
ir, séu forsetaframbjóðendurnir
fjórir. Hver minúta þeirra er
skipuiögð, fundum á vinnustöðum
raðað niður á alla daga með hálf-
tima millibili, og á kvöldin eru
siðan fundir meö félagasamtök-
um eða eigin kosningafundir. Og
vettvangur þessara fundahalda
er allt landið.
A þessum fundum reyna fram-
bjóðendurnir að renna stoðum
undir þaö, að þeir séu prýddir
þeim mannkostum, sem þeir
sjálfir og ýmsir aðrir segja, að
forseti islands þurfi að vera
gæddur. Að þeir séu góðir islend-
ingar, menn allra stétta, menn
sátta og samlyndis, stjórnvitring-
ar, vel giftir eöa standi sjálfir fyr-
ir sinu, allt þetta i senn eöa eitt-
hvað af þessu og meira til.
En hvað sem um þessa mann-
kosti má segja hljóta kjósendur
jafnframt að velta þvl fyrir sér
hversu mannlegir frambjóðend-
urnir eru, hvaða mannlegar til-
finningar hrærast i brjósti þeirra.
Að sjálfsögðu eru forsetafram-
bjóðendurnir mannlegir rétt eins
og við hin. Hitt er kannski stærri
spurning, hvort þeir hafa til að
bera næga kimnigáfu, séu nógu
hreinskilnir og geti tekið sjálfa
sig mátulega litið hátiðlega til að
tjá sig um þessar tilfinningar og
gefa þjóðinni þar með öriitla inn-
sýn inn i sitt sálarlif.
Til að komast eftir þessu sett-
um við á blaö nokkrar persónu-
legar spurningar, sem viö ákváð-
um að leggja fyrir frambjóðend-
urna. En þaö var hægara sagt en
gert. Það gekk reyndar greiðlega
að ná i Guðlaug Þorvaldsson, og
svaraði hann spurningum okkar
fúslega. Nokkru erfiðlegar gekk
að ná i Vigdisi Finnbogadóttur
þar eð hún var á kosningaferða-
lagi austur á landi. En við náðum
i hana í þvi að hún kom inn úr
dyrunum, hálftima eftir að fiug-
vél hennar lenti i Reykjavik, og
hún gaf sér tima til að svara
spurningunum, þótt hún ætti von
á nærri fimmtiu leikurum, sem
eru hér á Norrænu leikaraþingi, I
boð um kvöldið.
Eftir mikinn slmaeitingarleik
eftir Pétri Thorsteinssyni um
stóran hluta Suðvesturlands varð
að lokum ljóst, að hann hefði
hvorki tima né vilja til að svara
spurningum okkar. Sömuleiðis
eftir miklar simhringingar tókst
að ná f Albert Guðmundsson, en
hann sagðist ekki vilja svara
þessum spurningum.
Við fáum þvi ekki að sjá svör
þessara siðastnefndu, en hér
koma svör þeirra Guölaugs og
Vigdísar.
Hvenær hefur þú veriö hrædd-
ust(astur) um ævina?
Vigdis: „Þegar ég fæddist og
þurfti aö byrja að lifa sjálfstæðu
lifi”.
Guðlaugur: „Ég er nú almennt
talinn óttalaus maöur, en auövit-
aö hef ég eins og aðrir oröið
hræddur á lifsleiöinni. Ég man til
dæmis eftir þvi, hvaö ég var
hræddur við kriuna þegar ég var
strákur. Hún var minn helsti
skelfir. Tvö tilvik get ég nefnt,
eftir aö ég komst á fullorðinsár og
i báöum varö ég dauðhræddur.
Ariö 1954 var ég á feröalagi i
Strassburg og fór þar upp i
kirkjuturn, sem er geysihár.
Turninn var nokkuö illa farinn
eftir striöiö og öryggismálin ekki
i of góöu lagi. Ég hætti mér þarna
út á einhverjar spirur og varö þá
litið niöur og sá bilana sem litla
punkta langt fyrir neðan mig. Þá
greip mig mikil lofthræösla og
það nærri leiö yfir mig.
A striösárunum vann ég meðal
annars i grjótnámi i öskjuhliðinni
og var eitt sinn aö hella úr vagni
fullum af grjóti ofan I silóiö. Mér
fórst þetta eitthvað óhönduglega
og hrasaöi og það munaði ekki
nema hársbreidd að ég fylgdi
grjótinu eftir ofan i silóið. Hefði
það gerst, þá væri ég ekki á lifi i
dag. Þvi veröur ekki neitaö, aö
það greip mig ofsahræösla á þess-
um sekúndubrotum, þegar þetta
var aö gerast”.
Hvenær hefur þú verið glaöast-
ur (glöðust) i lifi þinu?
Vigdis: „Þegar ég eignaöist hana
litlu dóttur mina og gat deilt
þeirri gleði með foreldrum min-
um og öllum þeim sem þykja
vænt um mig”.
Guðiaugur: „Ég held aö ég hafi
ábyggilega oröið hvað glaöastur,
þegar ég haföi lokið gagnfræöa-
prófinu utan skóla frá Flensborg-
arskóla. Þetta var áriö 1941 og ég
var hræddur viö vorprófiö, enda
þurfti fyrstu einkunn til aö geta
haldið áfram. Ég haföi haft litinn
tima til undirbúnings, en allt gekk
aö óskum og ég náði ágætis prófi.
Ég man vel hvað ég var afskap-
lega glaöur þegar þessu var lok-
iö”.
Hver var fyrsta ástin?
Vigdis: „Það var Magnús Benja-
minsson úrsmiöur. Hann var átt-
ræöur en ég fjögurra ára, þegar
hann sagöi við mig, aö ég væri
sóma kona. Ég hélt aö þaö væri
eitthvaö ljótt og fór aö gráta,
vegna þess aö ég elskaöi hann svo
mikið”.
Guðlaugur: „Ég man þaö ekki
svo gjörla. Auövitaö var maöur
alltaf skotinn i einhverri stelpu I
gamla daga, en sannleikurinn er
sá, aö ég varö ekki raunverulega
ástfanginn fyrr en ég hitti konuna
mlna. En i framhaldi af þessu þá
er þaö skoöun min, aö þaö séu
fyrstu ellimörkin á mönnum, ef
þeir geta gengið frá Hlemmi og
niöur Laugaveg án þess að verða
skotnir i einhverri blómarósinni á
leiöinni. Og þessi ellimörk á sjálf-
um mér hef ég enn ekki oröið var
við”.
Ertu hjátrúarfull(ur)?
Vigdis: „Ég hef jafnan búið við
það lán, að með mér standa góðar
vættir”.
Guðlaugur: „Ekki lengur, en ég
var það nokkuö. Ég er alinn upp
við sjó og i sjávarplássum veröa
menn oft dálitið hjátrúarfullir.
Þegar ég var ungur trúði ég á
margt, sem ég sé nú, að var ekk-
ert annað en hjátrú. Ég var til
dæmis mjög hræddur við drauga.
Hjátrúin hefur aö mestu elst af
mér. Ég á þó mina happatölu.
Það er talan 13, og hún hefur
reynst mér vel”.
Óttastu dauöann?
Vigdis: „Nei, af hverju ætti ég aö
óttast lögmál lifsins?”
Guðlaugur: „Nei, þaö geri ég
ekki. Ég tel mig trúaðan mann og
trúi þar með á annaö lif. Ég tel,
að einhver tilgangur sé meö sköp-
un heimsins og það veröi eitthvert
framhald þegar þessu tilverustigi
sleppir. Hvað þaö nákvæmlega
veröur er erfitt aö segja, en eitt-
hvert framhald er þaö. Dauöann
óttast ég ekki, þvi jafnvel þótt
maöur teldi, aö ekkert tæki viö
eftir hann, þá þýöir þaö ekkert
annað en langan, draumlausan
svefn”.
Attu þér átrúnaöargoð, lifs eða
liðið? Einhvern andiegan Ieið-
toga?
Vigdis: „Auövitaö, en það er mitt
einkamál”.
Guðlaugur: „Ég dáist aö mörg-
um mikilmennum. Ef ég ætti að
taka eitt átrúnaöargoö út úr, þá
yröi þaö hiklaust Jesús Kristur.
Hann var mikill spámaöur.
FÓLKIÐ BAK VIÐ
FRAMBJÓÐENDURNA