Helgarpósturinn - 06.06.1980, Síða 8

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Síða 8
8 _____helgar pósturinn_ Utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins. en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Aðalheiður Birgisdóttir, Erna Indriðadóttir, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Guð- mundur Arni Stefánsson og Þor- grímur Gestsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einars- son, Friðþjófur Helgason Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 5000 á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 400 eintakið. Skoðanakannanir siðdegisblað- anna hafa gefið fólki nokkra vis- bendingu um straumana f kom- andi forsetakosningum. Þótt margirhafienn ekki gert upp hug sinn til frambjóðenda og varast beri að taka niðurstöður þessara kannana of bókstaflega, þá virð- ist ljóst að slagurinn kemur aðal- lega til með að standa á milli tveggja frambjóðenda. Áróðursgildi skoðanakannana verður vart dregið I efa. Kjós- endureru nú einu sinni þannig, að þeir vilja að atkvæði þeirra nýtist I baráttunni en liggi ekki dauð inni hjá frambjóðanda, sem von- litiller. Þannigmá ætla, að niður- stöður nefndra kannana verði frekar i þá átt, að beina straumi óákveðinna kjósenda til þeirra frambjóðenda, sem I fremstu vig- linu standa. Helgarpósturinn tekur fram, að með þessu er blaðið á engan hátt, að taka af- stöðu til frambjóðendanna fjög- urra, heldur aðeins aö reyna að skilgreina hin ýmsu áhrif skoöanakannana. Þvi hefur t.a.m. veriö haldið Fostudagur 6 júni 1980 he/garpósturinrL Fólkið og fram- bjóðendurnir fram, að sigur Alþýðuflokksins i kosningunum 1978, hafi orðiö jafn stór og raun bar vitni, vegna niðurstaðna i skoðanakönnun fyrir kosningarnar. Það hafi aukið enn á þá stemmnings- sveiflu sem fylgdi Alþýöu- flokknum á þeim tima. Kjósendur vilja nefnilega gjarnan vera I sigurliði á kosninganótt ina .. Þetta láðir hugann, aö þvi hve stórháskaleg tæki skoðanakann- anir geta verið ef þær eru misnot- aöar. Þær kannanir sem fram- kvæmdar hafa verið hafa eflaust allar verið unnar að fyllstu sam- viskusemi og heiðarleika, en þaö er þó ekki nægjanlegt. Framkvæmd skoðanakannana er ekki einfalt fyrirtæki eins og margir ætla. Ef ekki er staðið að þeim á visindalegan og viöur- kenndan hátt, þá er misnotkun boðið heim. Eða eins og sérfræö- ingur I þessum málum segir I Inn- lendri yfirsýn Helgarpóstsins I dag: ,,Það er of algengt að kastað sé til höndunum við framkvæmd islenskra skoðanakannana og þó þær hafi kannski ekki veriö mis- brúkaðar vitandi vits, þá hefur sllkt gerst óviljandi.” t nefnd Innlendri yfirsýn eru bæði sérfræöingar og stjórnmála- menn á einu máli um nauösyn þess, að settar verði samræmdar reglur um skoðanakannanir. Þessar kannanir eru farnar að spila stórt hlutverk I þjóðllfi okkar. Ekki er óeðlilegt að um þær gildi ákveðnar og viður- kenndar leikreglur. Og íframhaldi af vangaveltum um forsetakosningar. Hvað skyldu kjósendur fyrst og fremst leggja til grundvallar, þegar þeir ákveða að styðja einn eða annan frambjóðenda? Er kosið eftir út- liti frambjóðenda, skoðunum þeirra á þjóömálum eða eftir þvi hvernig kjósendur skynja þeirra innri mann? Helgarpósturinn leggur nokkrar spurningar fyrir forsetaframbjóðendur I blaðinu I dag, þar sem kannaöar eru til- finningar þeirra til ýmissa mann- legra þátta llfsins. Tveir fram- bjóðenda neituðu aö svara þess- um spurningum Helgarpóstsins. Sllkt vekur nokkra furðu. Spurn- ingar eins og hvort menn óttist dauöann, eða hvenær þeir hafi orðiö glaðastir á ævinni, eru at- riði sem ég og þú hugsum um. Forsetar eru fólk. Fólk hefur til- finningar. Forsetar eiga að hafa þær lika. ÖFGANNA MILU Það má með sanni segja að veðráttan hér við fjörðinn hafi sveiflast öfganna á milli hinar sfð- ustu vikur. Stundum hefur veður verið .þannig að ibúar á sólar- ströndum Spánar geta verið full- sæmdir af, en svo erum við ef til vill minnt óþyrmilega á það dag- inn eftir hve nálægt við erum Norðurheimskautsbaug þrátt fyrir allt. Staðviðri eru meiri hér á Akureyri en viðast hvar annars ' staðar á landi hér, og stundum getur sama veðrið varað hér svo vikum skiptir. En þegar veður- breytingar á annaö borö verða, eru þær snöggar og óvægilegar. Þannig minnist ég þess, að eitt sinn fyrir nokkrum árum fór hit- inn uppundir þrjátiu gráöur en seig svo niður undir frostmark nóttina eftir á nokkrum klukku- stundum. Og sagt er að mannlifið hér dragi æði mikinn dám af veðurlaginu. Akureyringar eru sagðir allra manna ihaldssam- astir og seinir aö taka við sér en þegar þeir geri það á annaö borð sé þaö svo um muni. Þannig er sagt aö vonlaust sé, eða allt að þvi aö sýna hér góða kvikmynd eöa góða leiksýningu vegna tómlætis bæjarbúa. En ef eitthvað slikt verk fellur fólki hér i geð þá er það svo um munar. Helst þarf það þó áður að hafa gengið vel fyrir sunnan, þó slikt sé að visu án undantekningar. A dögunum kol- féll til dæmis sýning Leikfélags Akureyrar á „Beðið eftir Godot”, sem þó er af þeim sem til þekkja talin á heimsmælikvarða. Hver veit þó nema það eigi eftir að veröa sýnt hér við metaðsókn ef það verður tekið upp að nýju eftir að hafa slegið i gegn á Listahátið- inni þeirri þarna i Reykjavik. Já Listahátiö vel að merkja. . Hér á Akureyri voru i mai haldnir ' svonefndir Menningardagar, einskonar vasaútgáfa af Lista- hátiðinni þeirra fyrir sunnan, en hinn menningarþyrsti lands- byggöaralmúgi fær náðarsamleg- ast aö finna ilminn af þeim rétt- um sem þar eru fram bornir gegnum hið fallvalta dreifikerfi rikisfjölmiðlanna. Nema auðvit- að hinir útvöldu, sem, þökk sé Flugleiðahringnum og öðrum samgöngueinokurum, hafa efni á að bregða sér suður i menning- una. Annars tókust hinir akur- eyrsku menningardagar með miklum ágætum, og aðsóknin aö þvi sem þar var á boðstólum veröur aö teljast mjög góð, og sannast hér enn einu sinni það sem að framan er sagt, að þegar Akureyringar taka á annaö borð við sér er það svo um munar. Það sem athygli vakti i sambandi við þessa menningardaga var sam- starf það sem tókst með Tónlist- arfélaginu og verkalýðshreyfing- unni, og kemur það nokkuð á óvart, þar sem Tónlistarfélagiö hefur stundum verið dálitið oröað við snobb, nema það sé nú farið að snobba niðurávið, um það skal ekki fullyrt hér. Útvarpsmál hafa nokkuð veriö hér til umræöu að undanförnu vegna framtaks nokkurra ungra manna sem starfrækt höfðu ólög- lega útvarpsstöð um meira en tveggja mánaða skeið, en það mun vera Islandsmet i langlifi slikra stööva (þaö eru fleiri iðnir við að setja met á Akureyri en lyftingamenn). Að sjálfsögðu gátu þeir fyrir sunnan ekki fellt sig við þá samkeppni sem þarna var á ferðinni við truflmollsyn- fóniur þær fyrir örbylgjur og ónýta magnara sem Útvarp Reykjavik er svo örlátt á, að ógleymdri þeirri ómissandi þjón- ustu við landsbyggðina aö til- kynna henni að fiskóið i Breiöholti eða Árbæ hafi verið að fá glænýja linuýsu. Halda mætti að forráða- menn vors ágæta Rikisútvarps hafi myndað heilagt bandalag við félag áhugamanna um frjálsan Utvarpsrekstur með þvf að standa fast gegn öllum raunveru- legum breytingum og með þvi að vera að eltast af offorsi við nokkra norðlenska unglinga. Ekki að furða þó að afnotagjöldin þyki i lægra lagi ef sifellt þarf aö vera að senda heilt „rúgbrauð”, búið fullkomnum tækjum vitt og breitt um landið slikra erinda. Væri nú ekki tilvalið, nú á hálfrar aldar afmæli Rikisútvarpsins að raunveruleg ISLENSK útvarps- þjónusta, þar sem allir lands- menn njóti sömu réttinda, til dæmis hvað varðar auglýsinga- verö, taki við af hinu löngu úrelta Útvarpi Reykjavik. Það eru jú fleiri en Reykvikingar sem greiöa afnotagjöldin alræmdu. Ef ekki þá er hætt við að útvarpsrekstur á Islandi verði innan fárra ára kominn i hendur heildsalanna, likt og samgöngurnar eru nú þegar aö mestu leyti. Mest lesna bók á íslandi var enn einu sinni að koma út á dög- unum. Mest lesna, en jafnframt sú leiðinlegasta. Er hér aö sjálsögðu átt við Simaskrá 1980, gefna út af Pósti og síma, eða eig- um við heldur aö segja íslands- deild Mikla Norræna Ritsimafé- lagsins. Það sætir nokkrum tiðind- um að ennþá skuli vera i henni að finna önnur simanúmer en á Reykjavikursvæðinu. Að minnsta kosti er ibúum þess gert æði hátt undir höfði. Til dæmis þykir nú ekki nóg að birta neyöarnúmer þess svæöis á sérstakri innsiðu, heldur þarf einnig að taka i það baksiðuna. Sjálfsagt mun ekki af veita, þarna i næsta nágrenni við raunveruleg eða imynduð kjarn- orkuvopn. Ekki er þó vist að þaö verði þó sérlega haldgott fyrir Reykvikinga að hringja i simanúmer þeirra verslanafyrir- tækja sem á baksiðunni auglýsa komi til kjarnorkustyrjaldar. Og þarna þeytumst við áfram öfganna á milli frá degi til dags, yfir hverja veröbólguholskefluna á fætur annarri, og ekki sekkur þjóöarskútaa Stundum er aflinn of litill, og þá steðjar vandi aö þjóöarbúinu. Og stundum er hann of mikill og þá steöjar lika vandi að. Og þannig verður þetta sjálf- sagt þó líði ár og öld. Eða þannig vilja allt of margir aö það verði. HAKARL Er uppgjörið i Sjálfstæð- isflokknum hafið? Tveir mjög athyglisverðir hlut- ir gerðust innan Sjálfstæðis- flokksins i siðustu viku. Annars- vegar var þar um að ræöa ágrein- ing Gunnars Thoroddsen og hans manna og hinna i flokknum varð- andi kjör I Húsnæðismálastjórn og hitt var þegar Daviö Oddsson var kosinn formaður borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjavik. Menn hafa mjög velt þvi fyrir sér að undanförnu hversvegna Daviö hafi verið valinn i þetta hlutverk. Menn geta borið fram margar skýringar á þvi, en Há- karl er á þvi aö Davlð hafi verið málamiðlun, sem I fyrsta lagi geturlagt eitthvað I þetta starf og hinsvegar að flestir hafi getað sameinast um hann. Það eru ekki mörg ár siöan Davið skaut upp á hinn pólitfska himinn. Hann mun þá hafa veriö að Iesa undir lögfræðipróf I Há- skólanum og það sem einkum mun hafa vakiö athygli á honum voru hnittnar ræður, sem hann hefur heyrst flytja. Davið var ekki einn af þessum „streberum” sem byrja á þvl aö ganga I Heim- dall, komast þar I stjórn, komast slðan I stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, gegna þar trúnaðarstööum og verða kannski ritstjórar Stefnis, komast I fram- kvæmdastjórn flokksins og þar fram eftir götunum. Nei hann var hreinlega „uppgötvaöur” ef svo má að oröi komast. Davið Oddsson var einn þriggja sem stjórnuðu og sömdu hinn mjög svo vinsæla útvarpsþátt „Útvarp Matthildur”. Hinir voru Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri og Þórarinn Eldjárn forsetasonur og skáld. Þótt Davlð sé hættur aö semja fyrir Matthildi, þá er hann enn á sömu lfnunni oft þegar hann held- ur ræöur — og beitir eða reynir að beita fyndni og hæðni óspart. Þetta hefur nú vlst stundum farið I flnu taugamar á sumum þeim formföstu I flokknum, en meö þessu hefur Davið áunniö sér vin- sældir, og hann þykir ómissandi enn þann dag I dag á kappræöu- fundum hjá Heimdalli, þegar þarf að hakka niöur kommaliðiö. Lengi vel var Ólafur B. Thors talinn llklegastur arftaki Birgis tsleifs Gunnarssonar, en hann mun hafa neitað frekari vegtyll- um. Þá hefur það flogið fyrir aö honum hafi veriö boöið öruggt þingsæti, eöa allavega að hann fengi góðan stuðning i prófkjöri, en þvi hefur Ólafur B. líka hafn- að. Hann er nú forstjóri Almennra trygginga, og gegnir þvl starfi ásamt Baldvin Einars- syni, sem taliö er aö fari hvaö úr hverju aö draga sig I hlé frá dag- legu amstri I Almennum. Þá er þaö hlutverk ólafs að taka alfarið viö félaginu, og það hefur hann metiö meira en komast áfram I pólitikinni. Af öörum sem komu til greina að taka við þessari stöðu voru Markús Orn Antonsson — já það voru vist ekki fleiri, þvi Albert var ekki talinn. En hvað verðuref hann nær ekki kosningu á Bessastaði, þá kannski tekur hann upp á þvi aö brjóta sér enn frekari braut I borgarstjórnar- flokknum og verða þá aö minnsta kosti borgarstjóri I Reykjavik. Metnaði Alberts eru engin tak- mörk sett. Eins og hinn umdeildi kosningabæklingur um hann, sem merkturvar Vikunni, barmeð sér á bakslðu, þá er hann búinn að fá bæði Gunnar Thoroddsen og Birgi ísleif Gunnarsson til að skrifa upp á hjá sér varöandi forsetafram- boðið. Þá er ennfremur sagt að hann sé búinn að tala þannig viö Geir Hallgrlmsson að hann hafi heitið honum stuðningi, og ætli jafnvel að halda ræðu hjá Albert á kosningafundi i Laugardalshöll- inni. Viö slðustu forsetakosningar talaði Bjarni Benediktsson á fundi hjá Gunnari I Laugardals- höllinni, en það dugði ekki til. Nú er aö sjá hvort rétt er að Geir hafi heitið Albert opinberum stuðn- ingi, og ætli að tala eða skrifa undir eitthvert plagg. Heldur finnst nú Hákarli það ólfklegt af Geir, og þá sér I lagi eftir skoð- anakannanir sfðdegisblaðanna um síöustu helgi. Stjórnarkosningin gleymist ekki Kosningin I Húsnæöismála- stofnun rlkisins á dögunum er af mörgum talið upphafið aö upp- gjörinu við Gunnar Thor og hans menn I Sjálfstæðisflokknum. 01 d- urnar hefur að vlsu lægt núna, eftir mikla reiði á þingslitadag- inn, en við kjör I nefndir og aðrar trúnaöarstöður á Alþingi i haust, er áreiöanlegt að þetta mál verð- ur ekki gleymt. Þá veröa þing- menn flokksins aö gera upp við sig hvort þeir ætla að láta sverfa tilstáls gegn Gunnari. Þaö hljóm- ar óneitanlega mjög skringilega i eyrum margra, að sjálfur for- sætisráðherrann skuli eiga sæti á þingflokksfundum hjá stærsta stjórnarandstöðuflokknum. Ef Geir Hallgrlmsson sættir sig viö það mikið lengur, þá er jafnaðar- geð hans mikið. En Geir veit lengra nefi slnu, þvi að ef Gunnar og kó verða flæmdir úr flokknum, þá klofnar hann lika opinberlega. Sjálfstæðismenn á Vesturlandi og Norðurlandi vestra standa til dæmis þétt að baki Friðjóni dómsmálaráðherra og Pálma landbúnaöarráðherra. Ef sverfur til stáls þá er flokkurinn ekki aöeins klofinn i Reykjavik I kring um Gunnar, á Suöurlandi I kring um Eggert Haukdal og á hinum stöðunum tveimur I kring um ráðherrana, heldur verður hann þar með ekki lengur stærsti flokk- ur landsins og missir þá tökin I mörgum þeim valdastofnunum sem haldiðhafa honum uppi. Það er því ekki neitt einfalt mál, ef Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra heldur áfram til streitu þeim rétti slnum að mæta á þing- flokksfundi hjá stærsta stjórnar- andstöðuf lokknum. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.