Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.06.1980, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Qupperneq 11
hefaarpásturinn Föstudagur 6. júní 1980. FJÖRUFERÐIR n „Margt að sjá ef menn hafa augun hjá sér” r segir Arni Waag „Þaö veröur aö stikla á stóru, þegar á aö segja frá þvl sem hægt er aö sjá i fjörunum I stuttu viö- tali,” sagöi Arni Waag Hffræöi- kennari og áhugamaöur um náttáruskoöun. Fjöruferöir eru þær göngu- feröir, sem öll fjölskyldan getur auöveldiega fariö saman. Og fjör- urnar og lifiö þar dregur marga til sfn. Arni kvaöst hafa fariö i fjörur allt frá þvl hann muni eftir sér og þar sé alltaf eitthvaö aö gerast áriö um kring. „Fjörumar eru ákaflega mis- munandi eftir þvi hvar á landinu þær eru. A suöurströndinni, þar sem landiö er lltiö vogskoriö er aldrei friöur fyrir þang og aörar lifverurtil aö þrifast. Þess vegna eru fjörur þar ekki eins frjóar og fjörurnar hér á höfuöborgar- svæöinu, sem sennilega eru meö þeim frjósömustu á Islandi. En því miöur hafa þær veriö skemmdar mjög mikiö meö ár- gangi. Þaö er til stórskammar fyrir okkur, þvi fjörurnar eru verömætastar i þéttbýli, þar sem hvaö flestir geta notiö þeirra.” Arni sagöi, aö ef menn heföu augun hjá sér, mætti sjá fjöl- margt áhugavert I fjörunum. Þar væru alls konar skeljar og kuö- ungar, þörungar af mörgum teg- undum, krabbadýr, hriíöurkarlar marflær, þanglýs og jafnvel full- tróar æöri vera, svo sem sprett- fiskur, sem oft er I pollum þöktum þangi. Svo væri vel hugsanlegt aö sjá hrognkelsaseiöi, sem soga sig föst á steina. Auk alls þessa er mikill fjöidi fugla á ferö viö fjör- Arni Waag forvitnast undir stein i fjörunni viö Kópavog, sem hann segir aö þvl miður hafi veriö stór- skemmd af úrgangi. urnar, flestir þó vor og haust um fartimann. Þaö er þvi margt aö sjá i fjör- unum fyrir utan öldurnar, sem hægt er aö una sér timunum saman viö aö horfa á. Og i fjörunum má lika finna ýmislegt matarkyns, svo sem krækling, sem þykirgóöur matur. „Ég vil ekki mæla meö neinu ætilegu á höfuöborgarsvæöinu,” sagöi Arni. „Kræklingurinn aflar sér fæöu meö þvi aö soga inn i sig sjó. Ef sjórinn mengast, þá mengast likami hans llka. En þar sem sjór er hreinn er I lagi aö safna krækling. Otivist hefur skipulagt feröir I Hvalfjörö á hverju ári og þar er þetta I lagi.” Fyrir þá, sem hafa hug á aö fara I fjörurnar til aö fræðast um lifiö þar, má benda á aö nokkrar bækur, hafa veriö gefnar Ut um þaö hér á landi: Greiningarlykill um þörunga, Skeldýratauna ts- lands og Lifriki fjörunnar eru meöal þeirra. Auk þess er sjálf- sagt aö hafa meö sér bækur um fugla, ef menn ætla aö llta svolítiö til lofts. Litla dóttirin er strax farin aðhafa áhuga á hestunum og hýrnar öll, þegar hún sér þá. ____________HESTAMENNSKA ,HÉR RÍKIR EKTA SVEITAMENNING7 Hjónin Pjetur Pjetursson og Elsa Magnúsdóttir tekin tali Ahugi á hestamennsku hefur aukist mjög á höfuðborgar- svæðinu siðustu árin og má segja að margur skrifstofumaðurinn sé nú I raun farinn að stunda búskap I fristundum. Hestamönnum finnst ekki nóg að eiga hesta og skreppa endrum og eins á bak. Þeir vilja sjálfir hirða hesta slna og gefa þeim. Sumir eru jafnvel farnir að heyja handa þeim. t öldum I Hafnarfirði er lltið hverfi hesthúsa. sem öll eru I einkaeign. Þar hittum við hjónin Pjetur Pjetursson og Elsu Magnúsdóttur. Þau keyptu sér þarna hesthús i haust i félagi við önnur hjón og hafa síðan eytt öll- um sinum frlstundum i að sinna hestunum sinum. „Hér rikir hin heföbundna sveitamenning,” sagði Pjetur. „Allir heilsast, hvort sem þeir þekkjast eöa ekki, rétt eins og maöur kynntistlsveitinni I gamla daga. Það sér maöur hins vegar ekki annars staðar á höfuö- borgarsvæöinu.” Pjetur kvaöst hafa fengiö áhuga á hestum sem strákur, þegar hann var i sveit á sumrin. Eftir það var hann meö hesta hjá Fák, en hætti þvi meöan hann var I menntaskóla. t haust var svo þráðurinn tekinn upp aö nýju. Hestamir voru aöeins tveir i vetur, en nýlega tóku þau hjónin aöra tvo upp i bil, sem þau voru að selja. „Viö förum á hverju kvöldi til aö gefa hestunum og hiröa um þá,” sögðu þau. „En þaö er alls ekki bindandi, þegar veriö er i félagi viö aöra. Viö skiptumst á og hagræöum vinnunni eftir þörf- um.” — Er þetta ekki voöalega dýrt sport? „Alls ekki,” sagöi Pjetur. „Þetta kostar þaö sama og aö reykja slgarettupakka á dag, fyrir utan fjárfestinguna vita- skuld. Heyiö var óvenju dýrt i haust. Vetrarfóörið kostaöi 140 þiisund fyrir hvorn hest og þá var eftiraökaupa fóöurbæti, vitamin, hafra og þess háttar. Hestarnir fá sexréttað í hverja gjöf.” Pjetur og Elsa kváöust hafa mikiö getað fariö I útreiöar í vetur og aldrei oröiö að hætta viö vegna veöurs. Frá Oldum eru margar stórskemmtilegar leiöir, m.a. aö Kaldárseli og inn i Heiö- mörk. A þessum slóöum er hægt að fa ra fleiri kilómetra án þess aö mæta nokkrum manni og friö- sældin er eftir þvl. „Þaö fara eiginlega allar okkar fristundir I þetta,” sagöi Elsa. „Viö fórum mikiö á skiöi áöur, en siöan viö fengum hestana hefur þaö alveg dottið upp fyrir.” Fólk hefur safnað frímerkjum í um 140 ár Taliö er aö frfmerkjasöfnun hafi byrjaö fljótlega upp úr 1840, en 6. mal 1840 kom fyrsta frl- merkiöút i heiminum. Þaö var I Englandi og bar mynd af Viktorlu drottningu 1. Þaö frl- merki hefur gengiö undir nafn- inu „penny black” meðal safn- ara. Fyrsta auglýsing eftir fri- merkjum birtist svo i dag- blaöinu Times, þar sem ung kona auglýsir eftir frimerkjum. Hennar söfnun var þó I þvi fólg- in aö hún ætlaöi aö nota fri- merkin til aö veggfóöra her- bergi I íbúö sinni. A stuttum tima þróast fri- merkjasöfnun upp I aö veröa áhugamál milljóna manna, og varö fljótlega kölluö „Konungur áhugamálanna og áhugamál konunga”. Frlmerkjaklúbbar eru stofn- aöir og sérstakar verslanir meö þessa vöru eru opnaðar. Fri- merkjaverölistar og frimerkja- albúm koma til sögunnar, svo og ýmis hjálpartæki fyrir safn- ara. A lslandi kemur fyrsta fri- merkiö Ut 1. janUar 1873. Siöan hafa komiö út á Islandi yfir 600 mismunandi frimerki. Aö ná heildarsafni frlmerkja frá Is- landi er mjög erfitt og dýrt. En hverju er þá hægt aö safna sér til ánægju og gleöi á sviöi frimerkjanna? Viö skulum lita á nokkra möguleika á þessu sviöi. Landasöfnun: Þá er safnaö frimerkjum ákveöinna landa. T.d. frá íslandi, Danmörku, Þýskalandi, Færeyjum, Græn- landi eöa Utgáfur Sameinuöu Þjóöanna. Ef landasöfnun er valin, þá er hægt aö flokka þá söfnun niöur 1 margar greinar. Ef viö tökum Islensk frlmerki sem dæmi. Viö getum safnaö merkjunum óstimpluöum, eða stimpluöum og tekið fyrir ákveöið timabil. Mjög margir sem hafa byrjaö nú seinni árin hafa safnaö út- gáfum eftir 1944, eöa frá Lýö- veldisstofnun. Fyrir utan aö safna þeim óstimpluöum eöa stimpluöum er einnig hægt aö safna þeim I svokölluöum fjór- blokkum, þaö er fjögur merki sem eru föst saman og mynda ferning. Einnig eru margir sem safna einnig fyrstadagsum- slögum frá sama timabili. Þeir sem vilja fjárfesta I frimerkjum hafa margir safnaö lýöveldinu I heilum örkum óstimpluöum. En þegar menn byrja aö safna fri- merkjum eiga þeir einungis aö gera þaö fyrir ánægjuna og horfa framhjá fjárfestingar- og gróöasjónarmiöinu, þvi slíkt eyöileggur mikiö fyrir þeirri gleöi sem fylgir aö safna þess- um litlu miöum, sem geta sagt svo margt. A næsta ári-þegar viö breyt- um okkar krónu og tökum upp aura aftur, þá veröa aö sjálf- sögöu nýjar frimerkjaútgáfur. Þá er hægt aö byrja á nýju söfnunarsviöi, og þá má segja aö frimerkin frá 1944 til 1980 sé sjálfstætt safn. En þaö eru fleiri möguleikar á söfnun íslenskra frimerkja en einungis söfnun merkja eftir út- gáfuröö. Þeir sem lengra eru komnir I söfnun íslenskra frl- merkja hafa leitað inn á önnur sviö. Þaö er söfnun umslaga og póststimpla. Einnig söfnun svo- kallaöra afbrigöa. en þau eru fólgin I prentgöillum ýmiss- konar I frimerkjunum. Viö skulum lita nánar á þessi atriöi. Söfnun umslaga hefur aukist mjög mikiö hin seinni ár. Gömul umslög frá þvl fyrir aldamót eru yfirleitt mjög verðmæt. T.d. auramerkiá umslögum frá 1876 til 1900 eru verölögð frá 100 þús- und krónum og getur farið upp i nokkur hundruö þúsund. Þetta fer eftir hvaöa verögildi eru á frlmerkjunum, svo og hvaöan bréfin eru send og hvert. Aftur á móti eru skildingafrimerki á umslögum ekki minna en 1 mil- jón aö verömæti og getur verö slikra umslaga fariö upp i nokkrar milljónir. Þvi skal fólki bent á aö rlfa ekki frimerkin af umslögum sem þaö finnur, heldur láta sérfræöinga lita á þau. Þaö nægir I mörgum til- fellum aö senda ljósrit af um- slaginu til umsagnar sérfræö- inga. En margir safna umslögum meö tilliti til aö rétt buröargjald sé á merkjunum, en eins og menn vita þá eru mjög örar breytingar á buröargjöldum hér á landi, sökum hinnar öru verö- bólgu. Þetta gerir þaö aö verkum aö nýjar frimerkjaút- gáfur hafa ekki veriö I gildi nema fáeina daga sem rétt buröargjald. Sem dæmi má nefna aö áriö 1973 komu út ný frímerki aö verögildi 9 og 10 krónur til notkunar á prentaö mál og almennan póst. Merkin komu út 26. júní en 1. júll kom nýtt buröargjald svo aö merkin voru ekki nothæf til þess sem þau voru ætluö nema nokkra daga. Sllkt gefur söfnun þessari aukið gildi fyrir umslagasafn- ara. Onnur tegund stimplasöfn- unar er aö safna ákveönum geröum stimpla og er þeim þá safnaö á lausum frimerkjum jafnt sem á umslögum. Margar geröir stimpla hafa veriö notaöará íslandi frá upp- hafi. Upprunastimplar, svo- kallaöir „Antiqua” stimplar voru notaðir frá 1873 og fram yfir aldamót. Þeir eru til I 21 mismunandi afbrigöum. Margir þeirra eru sjaldgæfir og seldist td. stimpill frá MIKLA- HOLTI af þessari gerö á um 40 þúsund á uppboöi hjá Félagi fri- merkjasafnara nýlega. Svokallaðir Lapitar stimplar koma I notkun fljótlega, en þeir eru ekki eins sjaldgæfir. Hinir venjulegu stimplar, svokölluðu brúarstimpiar eru mjög stórt söfnunarsviö og hefur veriö unniö aö handbók sem skráir slfka stimpla Kórónu stimplar voru I notkun hér á landi fram yfir aldamót, en I þeim er mynd af kórónu og póstlúðri. Margir þessara stimpla eru mjög verömætir, og á umslögum eru þeir sjaldséöir. Númerastimplar eru stimplar þar sem einungis var númer I stimplinum I staö nafns. Þetta voru oft stimplar, sem voru fluttir milli bréfhiröinga og þurfti þvl ekki aö breyta áletrun I stimpli, heldur einungis skrán- ing hjá pósti breytt. A flestum tilkynningum frá bönkum og opinberum stofn- unum eru ástimpluð buröar- gjöld úr svokölluðum fri- merkingarvélum. Þessum um- slögum er einnig safnað. Svokölluð tegundasöfnun hefur orðið mjög vinsæl hin siö- ari ár. Þá safna menn frlmerkjunum eftir einhverju sem tengir þau saman tegundarlega. Búa má til sögu Islands þannig að valin eru ákveöin frimerki sem minna á ýmis atriöi úr sögu þjóöarinnar frimerki sem sýna merka Islendinga o.s.frv. Einn kunningi minn safnar frimerkjum meö mannamynd- um. En þar sem hann heitir Jón, þd safnar hann einungis fri- merkjum meö mönnum sem heita Jón, og hann hefur náö nokkuö skemmtilegu safni merkja, þvl frlmerki hafa veriö gefin út meö Jóni Sigurössyni, Jóni Vldalin, Jóni Arasyni og Jóni Eirlkssyni. Vinkona mln sem safnar frl- merkjum, hefur valiö sér mjög sérstætt sviö. Þaö eru aö vlsu ekki Islensk frímerki, en hún safnar öllum þeim frimerkjum sem hún finnur, þar sem hendur sjást. Slöan flokkar hún þessi merki niöur eftir þvi hvaö hend- umar eru að gera. Biöjandi hendur eru I einum flokknum. Hendur aö skrifa I öörum. Handtök sjást á mörgum merkjum, og hendur aö vinna ýmis störf. Þetta safn hennar er nú meö nokkur hundruö fri- merkjum I, og er sett upp á mjög skemmtilegan hátt. Eg nefndi fyrr i greininni af- brigöi I frímerkjum. Þessi af- brigöi geta veriö margs konar. Vatnsmerki á papplr getur snuiö á höföi. Frimerki getur verið ótakkað fyrir mistök, eða mjög skakkt takkað. Einn lit getur vantaö I prentun,. Yfir- prentun geturhafa oröiö tvöfóld eöa veriö sett öfugt á frimerkiö. Prentvillur i oröi geta komiö fram, eins og áriö 1964 þegar frimerki meö Gullfossi kom Ut I tilefni af 50 ára afmæli Eimskipafélags tslands. Þá var eitt frimerki i annarri hverri örk meö þdrri villu aö kommu vantaöi yfir e I félag. Þetta merkier 10 sinnum verömætara en rétta merkiö. Mörg afbrigöi geta veriö mjög dýr, jafnvel tugir þúsunda fyrir einstök fri- merki. Frímerki eru mjög góö landkynning, og þess vegna er nauösynlegt aö vanda mjög til útgáfu frimerkjanna. Einnig er auglýsingahlftin af hálfu pósts- ins mikils viröi. Þvi miöur hefur sú hliö veriö mjög svo slök af hálfu póststjórnarinnar hér, og tilkynningar um nýjar útgáfur dcki komið fyrr en mjög stuttu fyrir Utgáfu. Hefur oft veriö kvartaö Ut af þessu af Utlendum söfnurum og frimerkjatimarit- um en án árangurs. Þessi þáttur er einungis rabb um söfnun frimerkja almennt, en ekki skrifaöur fyrir neina sérfræöinga á söfnunarsviöinu, þvl sllka þætti má lesa i frl- merkjatimaritum. En ef ein- hverjir áhugamenn eru meö spurningar, má senda þær til blaösins, og mun ég reyna aö svara þeim á næstunni. ITSl Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spil: Frlðrlk Dungal Söfnun: AAagni R. Magnússon — Bílar: Þorgrfmur Gestsson l Söfnun |% w f Jy. 1 dag skrifar Magnl R. Magnússon um söfnun MlfciiidlHÍPrÆ

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.