Helgarpósturinn - 06.06.1980, Síða 19

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Síða 19
^he/garpósturinrL. Föstudagur 6. júní 1980. 19 Punktur punktur komma strik: ANDRI FUNDINN? ,,Viö erum búin aft fá um þaö bil helming leikara”, sagfti Þorsteinn Jónsson i kvikmvndaleikstjóri þegar Heigarpósturinn hafði samband við hann og innti hann eftir hvað undirbúningi að töku kvikmyndarinrtar Punktur punktur komma strik, eftir sam- nefndri sögu Péturs Gunnars- sonar liði. Hann sagði að búið væri að finna 15 ára strák sem mun leika aöalsöguhetjuna, Andra, á tán- ingsaldri. meö þeim fyrirvara þó, að unnt verði að hafa upp á tvifara hans yngri, sem getur leikið Andra sem barn. Heitir hann Hallur Helgason og er Hafn- firðingur. Haltur er ekki aldeilis byrjandi I faginu, hann lék i Veiöiferð Andrésar Indriðasonar og einnig lék hann i kvikmyndinni Fyrsta ástin sem fékk fyrstu verðlaun á kvikmy ndahátið áhugamanna s.l. vetur. En margir atvinnuleikarar veröa einnig i myndinni. Nöfn þeirra vildi Þorsteinn hins vegar ekki gefa upp að svo stöddu, vegna þess að ekki er búið að ganga endanlega frá samningum við þá. „Það ætti að liggja ljóst fyrir i næstu viku, hverjir þaö verða” sagði Þorsteinn sem þarnæst var aö þvi spurður hvort söguþræði bókanna Punktur punktur komma strik og Ég um mig frá mér til min, yrði fylgt nákvæm- lega i kvikmyndinni. „Viö fækkum persónum og gerum ýmsar breytingar” sagði Þorsteinn. „Eins og alltaf er þegar verið er að breyta bók i kvikmynd. Við fylgjum sögu- þræðinum ekki nákvæmlega, sumt fellur út og nýjum senum hefur verið bætt viö sem eru skrifaðar i samráði við Pétur Gunnarsson. Samtölin eru sum nokkurn veginn eins og þau eru i bókinni, en önnur ekki. En við reynum að ná stemmingunni i bókunum og aðalpersónunum.” Þorsteinn sagði enn fremur að myndin yrði að mestu leyti tekin i Hafnarfiröi, en sveitasenurnar verða teknar upp i Borgarfirði. Að hluta til veröur myndin svo tekin i Keflavik og á Suðurlands- undirlendinu. Þeir sem aö myndinni vinna, eru með bæk'stöð i Lækjarskóla i Hafnarfin ; og Þorsteinn bað Helgarpóstinn að koma þvi á framfæri að þeir þeir væru á hött- unum eftir leikmunum, s.s. hús- gögnum, leikföngum og reið- hjólum og jafnvel bilum frá árunum 1955-1963. Ef fólk á eitt- hvað slikt i fórum sinum sem það vill lána, er þaö vinsamlegast beðið að hafa samband við þá i Lækjarskólanum. Þorsteinn var bjartsýnn á aö vel tækist til við gerð myndar- innar og hafði ekki teljandi áhyggjur af efnahagnum, þrátt fyrir að styrkurinn úr kvik- myndasjóöi standi aðeins undir einum tiunda af áætluðum heildarkostnaði við kvikmyndina. Og hann þarf sjálfsagt ekki að ör- vænta, ef myndin á eftir að njóta jafn mikilla vinsælda og bækurnar sem hún er gerð eftir. —EI. Næsta leikár L.R. í mótun Nú er leikárinu aö ljúka hjá leikhúsum borgarinnar, en meö haustinu verður byrjað á ný, vonandi af tvlefldum krafti. Hjá Leikfélagi Reykjavikur verða þá teknir til starfa nýir leikhússtjór- ar, þeir Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Helgarpósturinn hafði sam- band við Þorstein Gunnarsson og spurði hann að þvf hvort þeir nýju leikhússtjórarnir hygðu á byltingu eða stórar breytingar á leikhússtarfinu með haustinu. Um það vildi Þorsteinn ekkert segja á þessu stigi málsins, enda nógur timi til stefnu, en dágóöan skammt af upplýsingum um fyrirhugaöa starfsemi leikhúss- ins næsta haust veitti hann fús- lega. Sett verður á fjalirnar i Iðnó nýtt leikrit eftir eitt fremsta nú- lifandi leikritaskáld Þjóöverja Franz Zaver Kroetz. Það heitir „Mensch Meier” og fjallar um fjölskyldu i velferðarþjóöfélaginu og erjur manna á milli innan hennar. Hallmar Sigurösson mun leikstýra verkinu og er þaö I fyrsta skipti eftir aö hann lauk námi, sem hann setur upp leikrit fyrir atvinnuleikhús í Reykjavik. Þá er I bigerö að setja upp bamaleikrit og poppleikinn Leður-Gretti eftir þá þremenn- ingana Egil ólafsson, ólaf Hauk Simonarson og Þórarinn Eld- járn , eins og alþjóö veit. En enn er margt á huldu með þær upp- setningar. Ofvitinn verður sýndur áfram á næsta leikári, enda hafa vinsældir hans verið meö eindæmum. Einn- ig verður Rommí, bandariska verðlaunaleikritið, sýnt áfram. EI Gæfa eða gjörvileiki Hallur Helgason, verður hann Andri i myndinni Punktur punktur komma strik? Austurbæjarbió: Hörkutolin (Boulevard Nights) Bandarisk. Argerð 1978. Hand- rit: Desmond Nakano. Leik- stjdri: Michael Pressman. Aðalhlutverk: Richard Yni- guez, Dannv De La Paz, Marta Du Bois. Það er dálftið ööruvisi staðið að þessari amerisku kvikmynd en myndinni Semi-Tough sem sagt er frá annars staöar hér á siðunni. SU mynd er búin til utanum svosem ekki neitt sér- stakt nema nokkrar vinsælar stórstjörnur. 1 Boulevard Nights er enginn leikari sem maður minnist að hafa séð áður eöa heyrt nefndan á nafn. Synd væri að segja að hún væri búin til utan um eitthvaö frumlegt, eða merkilegt, — söguþráðurinn er afar hefðbundinn — en hún er vandvirknislega unnin innan hógværs ramma. Þessir óþekktu leikarar eru allir latneskir Amerikanar og myndin virðist stiluö inná þann minnihlutahóp. Sagan er hlið- stæð viðefni mynda einsog The Warriors og fleiri slfkra um átök götustrákaklikna i stór- borgum Bandarikjanna. Hér er vettvangurinn latneskt hverfi I Los Angeles, sem sýnir allt aöra og fátæklegri hlið á þeirri borg en viö erum vön úr glansmynd- um frá Hollywood. Þarna er brugðið upp einfaldri og stund- um tilfinningasamri lýsingu á sambandi tveggja bræðra, inn- byrðis og viö umhverfið. Sá eldri er súkkulaöisætur og reglusamur og stefnir á heiðvirt liferni meö elskunni sinni. Sá yngri er heldur ólánlegur, öryggislaus og lokaöur og leitar trausts og halds i hverfisklík- unni, dópi og smáglæpum. Handritiö er hugmyndasnautt, en leikur, leikstjórn og tækni- vinna með þeim ágætum að vel má verja tveim klukkustundum i Boulevard Nights. Yfirleitt er skemmtilegra að horfa á menn gera eitthvað úr litlu en litið úr miklu. Ætli þetta sé ekki megin- munurinn á Boulevard Nights og Semi-Tough? —AÞ Burtséð frá Burt.. Tónabfó: öilum brögðum beitt (Semi-Tough) Bandarisk. Argerð 1978. Hand- rit: Walter Bernstein. Leik- stjóri: Michael Ritchie. Aðal- hlutverk: Burt Reynolds, Kris Kristofferson, Jill Clayburgh, Robert Preston. Ekki veit ég hvort Burt Reynolds leitar uppi hlutverk sem hann telur henta sér eða hvort hlutverkin elta hann uppi, en Utkoman er engu að siður sú að Burt er sjálfum sér likur. Ég man ekki eftir þvi að hann hafi leikið annað en glaðbeitta kven- holla töffara með spaugsyröi á vörum og kreppta hnefa fyrir aftan bak, æðrulausa og ófyrir- leitna en með ákveöna réttlætis- kennd handan viö sjarmerandi glottið. Eina undantekningin frá þessu hlutverki var leikur Reynoids i kvikmyndinni Deliverance. Þótt Burt Reynolds geti trú- lega leikið alvarleg hlutverk er hann fyrst og fremst skemmti- legur gamanleikari. Og þannig er hann einmitt notaður rétt einu sinni i kvikmyndinni Semi- Tough. Leikstjóri hennar Michael Ritchie hefur þótt hann um aðra tegund iþrótta- kappa, — ameriska football- spilara. Þeir Reynoids og Kristofferson leika tvo slika sem búa meö dóttur húsbónda sins (Jill Clayburgh). Gengur myndin siöan Ut á þaö að brand- arast með lff þessara þremenn- inga innan semutanvallarog er það sumt svolitiö sniðugt en annað, og þá einkum I seinni helmingi myndarinnar, skelfing vanþróað. Ritchie og Bernstein, Kvikmyndir eftir Arna Þórarinsson nokkuö efnilegur allt frá þvi hann gerði sina fyrstu mynd, Downhill Racer með Robert Redford 1969. Sú mynd fjallaði um hlutskipti skfðastjörnu og var alveg prýðileg. Hér fjallar handritshöfundur virðast hafa litinn áhuga á öðru en láta stjörnumar hafa eitthvaö til aö vinna viö. Útkoman er ein- hversstaöar úti á sjó. En þetta er svosem atvinnumannslega framreitt. —AÞ TVÖ SPÆNSK KVÖLD Listahátiðin hefur veriö með nokkuð spænskum blæ, það sem af er. Hér hafa Els Comediants skemmt vegfarendum með spænskum trúðleik og spænskir hljómsveitarstjórar og ein- leikarar hafa flutt spænsk verk fyrir hljómleikagesti. Spænski hljómsveitarstjórinn Rafael Frubeck de Burgos er okkur að góðu kunnur hér heima auð- vitað, en Alicia de Larrocha hefur aldrei spilað áöur hér Sígild tónlist eftlr Claf Bjarna Guðnason heima, og timi til komirin að fá þennan stórkostlega pianista hingað. Fyrstu tónleikar hátíöarinnar voru haldnir á sunnudagskvöld siöast liðið. Þar voru tvö verk á dagskrá fyrir hlé sem aldrei höfðu verið flutt á tónleikum áður á islandi áður, eða Oracion del torero, eftir Turina og Concierto de Aranjuez, eftir Rodrigo. Einleikari á tónleik- unum var Göran Söllscher, ungur sænskur gitaristi sem þegar hefur getið sér gott orð erlendis. Fyrsta verkið, Oracion del torero (Bæn nautabanans) er eftir Joaqin Turina, (1882-1949) en hann var og er vel þekkt tón- skáld I slnu heimalandi. Hann var mikill pianisti og þótti lið- tækur hljómsveitarstjóri, og af- kastamikið tónskáld. Verkið Bæn nautabanans var upp- hafalega skrifaö sem strengja- kvartett, en hefur mest verið flutt eins og þaö var flutt á tón- leikunum, þ.e. meö heilli strengjasveit. Flutningurinn á þvi tókst mjög vel, tóninn var fallegur og mjúkur, ens og hæfir þessu kyrrláta verki. Um gítarkonsertinn eftir Rodrigo verður þvi miður að segja, að flutningurinn á honum tókst ekki sem skyldi. Þaö veröur aö skrifast að miklu leyti á reikning hússins, þvi þar sem hljómburöur er ekki betri, er ekki við þvi að þúast, að gitar geti spilað á móti heilli sinfónfu- hljómsveit svo vel sé. Hinn ágæti stjórnandi Burgos eyddi mestum tima i það aö reyna að fá hljómsveitina til að spila veikar, þvi þrátt fyrir það, að gitar Söllscher væri magnaður upp, heyröist litið og stundum ekkert i honum. Það sem heyrð- ist til hans var þó nóg til þess að hrifa áheyrendur svo, aö hann var marg klappaður upp, og tók aö lokum aukalag, Kavatinuna margfrægu eftir Stanley Myers sem hefur mest heyrst sem titillagið úr kvikmyndinni „The Deer Hunter”. Ef flutningurinn á gitarkons- ertinum mistókst, var það svo sannarlega bætt upp eftir hlé, þegar flutt var 5. (eöa 9.) sin- fónia Dvorak, „Úr nýja heim- inum”. Þar fór allt eins og best verður á kosið. Eftir eilftið óör- ugga byrjun, fór hljómsveitin á kostum undir frábærri stjórn Burgos. Hægi kaflinn tókst mjög vel I flutningi, og sérlega tókst sólóhlutverk enska hornsins vel þar, eins og reyndar I gitarkons- ertinum fyrir hlé. 1 siðustu tveim köflunum, og þá sérlega þeim sfðasta, stóðu svo blásar- arnir sig eins og hetjur og allur siðasti kaflinn var þannig fluttur, að maður að maöur eiris og háíflyftist upp úr sætinu. Burgos sýndi hugrekki mikið þegar hann lék það hvað eftir annað, aö herða og hægja á tem- póinu, eftir þvl sem andinn blés honum i brjóst hverju sinni. Hefði hljómsveitin ekki verið i „banastuði”, hefði það getað farið illa, en slikur var dampurr inn, að spilararnir gerðu þetta eins og að drekka vatn. Spilað með bravúr Alicia de Larrocha hélt ein- leikaratónleika á þriöjudags- kvöld I Háskólablói. Hún er ein af þekktari pianistum heims, og þykir vera sérfræöingur l flutn- ingi spænskrar tónlistar.Ekki heyrðum viö þó mikiö af slikri tónlist á þessum konsert, að- einseittstykki, Fantasia Bética, eftir Falla. Fyrir hlé lék Larrocha Baga tellur eftir Beethoven, og eina af hinum sex ensku svítum J.S. Bach, þá i a-moll. Hvort tveggja verkanna var flutt af miklum myndugleik og var sérlega gaman að heyra Bach svituna, þvi það er ekki mikið gert af þvi að flytja kammerverk Bach hér heima, þvl miður. Þá kom að verki, sem var undirrituöum mikil gáta. Það var Chaconne, hverra höfundar eru skrifaðir Bach og Busoni. Aticia de Larrocha Busoni þessi var pianóvirtúós hinn mesti, og tónskáld, en frumsamin verk hans heyrast ekki mikiö nú orðið, þó hann eigi sér litinn hóp eindreginna aö- dáenda. Það vafðist heldur fyrir undirrituðum að finna mikið af Bach I þessari Chaconnu, mest heyröist vera af Busoni. Skýr- ingin á þessu kann að vera sú, að þetta verk er útsetning á Chaconnu eftir Bach, en Bach skrifaöi þetta verk upphaflega fyrir einleiksfiölu. Þaö gefur þvi auga leiö, aö útsetning á sliku verki, fyrir pianó, krefst þess, aö útsetjari leggi mikið frá sjálfum sér tU. Það er hinsvegar spurning, hvers vegna menn eru yfirleitt að útsetja verk meistaranna til konsert- flutnings. Það má vera ljóst, aö úr þvi Bach skrifaði verkið fyrir einleiksfiðlu, þá var það vegna þess, aö hann vildi að það yrði flutt af einleiksfiðlu , en ekki pianói eöa lúðrasveit eða öörum hljóðfærum. Hvað um þaö, út- setningin var mikið virtúósa- stykki, eins og viö var aö búast, og Larrocha brást ekki, hún spilaði þaö með einstökum bravúr. Þess má geta hér, að fræði- menn segja að eins manns Chaconne sé annars manns Passacagilia. Til dæmis bregður fyrir Chaconne i óper- unni Paris og Helena, eftir Gluck, en kannski fyrir mis- minni setur hann sama stykki inn I aðra óperu, Ifigenia i Aulis, en kallar það þá Passacagliu . Þýskir málverndarmenn, (mál- verndarmenn eru viðar til en hér heima) hafa reynt að þýða þessi tvö heiti, með orðunum „Hahnentrapp” og „Gassen- hauer”, en af einhverjum ástæðum hafa þau orð ekki slegið i gegn. Eftir hlé á tónleikum Larrocha flutti hún svo tvö verk i impressióniskum stil, Fantasia Bética, eftir Falla og Gaspard de la nuit, eftir Ravel. Hvort tveggja gerði hún hrif- andi vel og hlaut að launum mikiö klapp áhorfenda, sem risu úr sætum fyrir henni og linntu ekki látunum fyrr en hún hafði spilað tvö aukalög. Það veröur ekki hjá þvi komist að minnast á lélega að- sókn aö þeim tveim tónleikum, sem hér hefur verið fjallað um. 1 bæð t bæði skiptin var salur Háskólabiós ekki nærri fullskip- aður. Þetta er gott merki um skringilegheit Islendinga. Göran Söllscher er frábær gitaristi, en ekki heimsfrægur enn. Rafael Frubeck de Burgos og Alicia de Larrocha eru heimsfræg, en ekki um allt tsland. Þessi skrýtni hugsunar- háttur hefur kostaö einhvern það, aö hann hefur misst af tveim góðum tónleikum, það er auðvitaö engum sárt um nema þeimsemaf missti.skringilegur er þessi hugsunarháttur engu aö siður.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.