Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 6. júní 1980. —hslQdrfDOSÝLirÍnrL- Jordi Bulbena og Paca Soca. KYNJAVERUR Á KREIKI Fyrir flestum Reykvikingum eru gatnamótin Lauga- vegur—Snorrabraut ofur venju- leg gatnamót. Það þurfti IifsglaOa katalóniumenn til þess aö láta sér koma I hugarlund aö þessi gatnamót gætu veriö ágætis leik- sviö. Og hvaöa heilvita borgarbúi, myndi láta sér detta i hug aö fara aö kyrja óperuaríu á miöj- um Laugavegi, ófullur um há- bjartan dag? Enginn. En þeir kalla nú ekki allt ömmu slna, félagarnir i leikflokknum Els Comediants og eru ófeimnir viö aö hefja upp raust sína hvar og hvenær sem er. Vegfarendur á Laugaveginum vissu ekki hvaöan á þá stóö veöriö þegar leik- flokkurinn birtist, öllum aö óvör- um upp á Hlemmi, einn eftirmiö- daginn. 1 broddi fylkingar fór örugglega sú kynlegasta lúörasveit sem mennhafa augum litiö, en tónlist- in var ekki verri þó hljóöfæra- leikararnir klæddust hálf furöu- legum búningum. Einn blásarinn var t.d. I baöslopp og annar i skó- siöum hvitum jakka, meö af- dankaöa flugmannahúfu á höföi. Og fleiri undarlegar figúrur fylgdu i kjölfariö. Afkáraleg kyn- bomba, meö risahöfuö blikkaöi ljósmyndara Helgarpóstsins, al- deilis ófeimin og baö um eld og lét ekki þar viö sitja heldur bauö honum lika upp I dans, hvaö hann þáöi. Heföarfrú I Lúöviks 14. stil tók sporiö ásamt annarri hávax- inni veru sem sennilega hefur átt aö fyrirstilla tungliö. Læknir nokkur óö þarna fram ogtil baka og teymdi, ýmist á undan sér, eftir sér eöa I kringum sig apa I bandi og blés jafnframt örvæntingarfullt i flautu eins og dómari á Iþróttavelli, þvi apinn var honum tregur I taumi. Til aö mynda slapp hann frá húsbónda sinum ofarlega á Laugarvegi og bjóst til aö leggja sér til munns hálfstálpaöan stelpukrakka, einum litlum áhorfanda til mik- illar hrellingar. Lækninum tókst samt aö handsama hann aö nýju, og viö Kjörgarö sneru þeir sér aö konu, sem þar ók á undan sér bamavagni i mestu makindum, fleygöu yfir hana glitrandi plast- sneplum, en burstuöu þá svo samviskusamlega af henni aftur meö fjaöurkústi. Trúöur á háum stultum rak lestina og af og til rúllaði hann út pappirshólk, sem hann haföi meöferöis og á honum stóö: A föstudagskvöld I Þjóöleikhúsinu, Comediants sýna ,,SOL SOLET”. Svo geystist hann áfram á stult- unum, strlddi ökumönnum og vegfarendum svolitiö þar til hann hvarf snögglega inn i Sandholts- bakari. Trúlega hefur hávaxnari viöskiptavinur ekki sést þar innan dyra. Sjálfsagt hafa þaö veriö kökurnar I glugganum sem heilluöu þennan glaöværa trúö til sin. Fylkingin var ekki beinllnis lágvær, tónlistin laðaði aö fólk, ekki bara af Laugavegi heldur einnig frá nærliggjandi götum og menn réöu ekki viö sig heldur þustu þeir á eftir hópnum. Af- greiðslufólk I verslunum viö Laugaveginn horföi undrandi út um glugga og dyr, en erfitt var aö henda reiöur á þvi sem var aö gerast vegna þess aö leikararnir voru á ferö og flugi. Umferöin um Laugaveginn gekk ekki greiö- lega, enEls Comediants settu þaö ekkert fyrir sig þó óþolinmóöir ökumenn þeyttu bilflautur sinar I grlö og erg. Og áfram var haldiö viö mikla kátinu áhorfenda niöur á Bemhöfts-torfu. Þar brá sá I hvita jakkanum með flugvélahúf- una upp pappirsmiöa sem á stóö „Bless”. Þar meö voru leikararnir horfnir á braut, niður I Búnaöar- mannafélagshús, þar sem þeir klifu úr gervum slnum I ásýnd andanna og forvitinna krakka- orma. Viö náöum tali af tveimur úr hópnum, sem er hér staddur á vegum Listahátíöar, þeim Jordi Bulbena, sem er nokkurs konar stjórnandi leikhópsins og Paca Soca, en þar reyndist vera kom- inn læknirinn sem áöur haföi teymt apann niöur allan Lauga- veg. Viö spuröum þau fyrst aö þvl hvers vegna þau heföu valiö sér þetta listform. Jordi sagöi þau viljaskapa gleöi sem höföaöi ekki eingöngu til skynseminnar, þau vildu hrifa fólk meö og þetta list- form væri þeim mjög nærtækt. Þaö ætti slnar rætur aö rekja til katalónskra heföa. Allt sem I þessu listformi fæiist væri aö Hún biikkaöi ljósmyndara Helgarpóstsins og baö um eld. finna I lifi katalóniubúa. „Þegar þar eru haldnar hátiöir,”hélthún áfram, „.hleypur fólk út á göt- urnar, •. þaö er dansað, spilaö og sungið, menn setja upp grlmur og hausa. En viö höfum bætt viö þetta leikræna þættinum. Þegar katalónlubúar setja á sig þessa stóru hausa þá gera þeir kannski ekki annaö en betla peninga, en viö leikum aö auki. Meö þessu formi á leikhúsi fáum viö ekki þaö bil sem venjulega er á milli leik- ara og áhorfenda I hefðbundnu leikhúsi. Viö erum nálægt áhorf- endum og viljum fá þá til aö taka þátt I leiknum og til aö gleöjast. Og viö fullnægjum okkar þörf fyrir vinnu og leik, þetta er okkar aöferö til aö lifa.” Aö okkur Islendingum hvarflaöi sú hugmynd að erfitt myndi vera að koma þessum leik viö aö vetri til. Þá hlógu þau og sögöu aö vetur- inn hjá þeim væri eins og veöriö væri hjá okkur I dag. Þau gætu þvl hæglega leikiö úti áriö um kring. „Annars erum viö meö mörg verk, sem hægt er að leika bæöi úti og inni, meö smábreytingum” sagöi Paca. „Viö getum leikiö hvar sem er, I iþróttahúsum, leik- húsum og úti á götum og torg- um”. Islendingar hafa ekki verið annálaöir fyrir aö vera glaövær þjóö og viö spuröum þau hvort þeim fyndist Islendingar vera þumbaralegir áhorfendur. Ekki fannst þeim þaö. Aöallega höföu þau oröiö vör viö mikla undrun, fannst fullorönir íslend- ingar taka uppátækjum þeirra eins og börn gera annars staöar, gapandi af undrun. Aö ööru leyti kváöust þau ánægö meö hversu vel heföi gengiö aö fá menn til þess aö vera meö, þvi þau gætu ekkert talaö viö þá, en venjulega tala þau afskaplega mikiö viö áhorfendur. Aö lokum voru þau spurö aö þvi um hvaö leikur þeirra SOL SOLET, sem sýndur veröur I Þjóöleikhúsinu á föstudagskvöld fjallaði. „Jú”, svaraöi Jordi, „þaö er ævintýri um sólina...” „Þaö er erfitt aö segja hvernig þaö er” bætti Paca viö, „menn veröa aö sjá það, en það er gjör- ólikt þvi götuleikhúsi sem viö sýndum I dag”. E.I. VAKANDI SOFUM VIÐ FRÁ OKKUR DAGANA Pjetur Lárusson Mannlif milli húsa, 1 jóö. Myndir: örn Karlsson Ljósbrá 1980 79 bls. Pjetur Lárusson er tvlmæla- laust með athyglisverðari höfundum yngstu skáldakyn- sióöarinnar. Hann hefur þegar sent frá sér sjö ljóöabækur: Leit að linum 1972, Faöir vor kallar kútinn 1974, Babúska 1975, Túkall á rönd 1976, A djúpmiðum 1977, Undir vængjum svartra daga 1978 og Mannlif milli húsa 1980. Fyrstu bækur hans eru reyndar æði misjafnar. Þar er hann viöa býsna hávaðasamur og slær um sig meö stórum oröum I margskonar ádeilu sem stundum hittir i mark. En oft er skotiö yfir markið þvl stór orö eru vandmeöfarin I ljóöi. Það sést á aö skáldiö beitir sig tak- markaðri ögun og hefur ekki náö fullu valdi á málinu. Þrátt fyrir þetta er I þessum bókum aö finna mörg góö ljóö sem bera vott um frumleika I hugsun og næma tilfinningu fyrir umhverfinu. Þaö eru þrjár siöustu bækur Pjeturs sem skera úr um að hann er I hópi athyglisveröustu ungra skálda. 1 þessum bókum er greinlega mikil framför. Skáldið hefur náö miklu valdi á ljóömálinu og beitir sig ögun sem kemur fram I þvf að ljööin eru yfirieitt hljóölátari en áöur en að sama skapi magnaðri. 1 A djúpmiðum kemur greini- lega fram þetta aukna vald hans á málinu, einkanlega I seinni hluta þeirrrar bókar. Hinsvegar eru ljóðin I Undir vængjum svartra daga yfirleitt dýpri I hugsun en kemur fram i fyrri bókum. Þetta tvennt sameinast mjög vel I slöustu bók Pjeturs, Mann- lif milli húsa, sem er áreiðan- lega hans langbesta bók og meö betriljóðabókum sem ég hef séö I seinni tiö. Bókin skiptist i fjóra kafla sem heita Bernska, Verka- mannasæla I borginni viö Sundin, Þjórhátiöarsumariö mikla 1974 og Auövitaö veit maöur það, svo sem auðvitaö... 1 fyrsta kaflanum er i fimm stuttum ljóðum brugöiö upp ein- földum en skýrum myndum úr lifi Reykjavikurbarns. I. Götustrákarnir buöu mig velkominn I hverfiö. Nokkrum perum var splundraö úr ljósastaurum til aö innsigla vináttuna og vera má aö kvartaöhafi veriö vegna brotinnar rúöu. Seinna komu kranabilar með kúlur og jöfnuöu braggana viö jörðu. Eg tek mig stundum á eintal þar um slóöir. Pjetur Lárusson — hefur náö mjög góöu valdi á þvi aö byggja upp myndir i ljóöum sinum, segir Gunnlaugur m.a. i umsögn sinni. Götustrákunum var holað niður I ný gettó,— ferhyrnt steingettó. Mér skilst að perur splundrist enn úr ljósastaurum og jafnvel sé kvartaö vegna brotinnar rúðu. Þetta fyrsta kvæði bókarinnar er gott dæmi um þann hógláta stll sem Pjetur hefur tamiö sér. En jafnframt er það dæmi um aöferö sem hann notar oft: að bregöa upp mynd þar sem gætir allt aö þvi angurværöar og bera hana saman viö kaldan nútima- veruleikann og ná þannig fram ádeilu sem er áhrifameiri en mörg stór orö. Verkamannasæla i borginni við Sundin er sex ljóö. I þeim er ákveöinn ádeilutónn um stefiö stimpilklukka — vélagnýr tann- hjóla — drykkjuafþreying. I. Hverjum stimpilklukkan glymur Lá Bókmenntir eftir Gunnlaug Astgeirsson Við undirleik sargandi véla, þaö er spurning dagsins verkamaður. Fljótt fljótt æpir færibandið. Gleymdu ekki að kasta á það von þinni og þrá aö þær megi berast styrkum hagfæti út I tómið. II. Astin er dimmur hjúpur næturinnar uns birtir af degi og spyrjandi augu ganga á vit tómlætis. Astin er afborgunarskilmálar og húsaleigustreö. Ástin er: Eigum viö að detta i þaö eða borga simareikninginn? Astin er króna fallandi gengis. 1 þessum kafla beinist ádeilan aö vinnuþrælkun og þeirri and- legu þrælkun sem henni fylgir og kemur fram i meðvitundar- leysi fólks og andlegum dauöa: Oskrandi vélarnar kyr ja sama sönginn: Fram fram aldrei að hugsa. Þriöji kafli bókarinnar, Þjór- hátiðarsumarið mikla 1974, eru minningar frá þvi sólrika sumri þegar þjóöin lá þjórandi i hrifn- ingarvimu yfir sjálfri sér. Hér eru enn notaöar einfaldar og skýrar myndir til aö kalla fram andrúmsloft þessa sumars veðurbllöu, oröagjálfurs og hræsni: Þetta sumar var himinn óvenju heiöur. Sól skein frá vori til hausts,— vindar stilltari en elstu menn rakminni til. Slik tið var þjóðinni hátiö aö dópa sig 1100 ára gamalli lýgi um skáld og hraustmenni af konungakyni. Ég man að nokkrir voru handteknir á bökkum Almannagjár fyrir aö minna landslýð á frelsisvonir liöandi stundar. Siðasti kafli bókarinnar er samsafn ýmisskonar ljóöa sem flest eiga þaö sameiginlegt aö yrkisefni þeirra er meö ein- hverjum hætti tengt Reykjavik og mannlifinu sem þar er lifaö. Sum ljóöanna eru endur- minningar úr fortiöinni með svipuðum hætti og ljóöin i fyrsta kafla, en önnur lýsa okkar næstu nútlö. 011 eiga þessi ljóö það sameiginlegt að I þeim er að finna næma tilfinningu fyrir lifinu og borginni og skáldiö er fundvis á myndefni sem túlkar vel viðhorf hans til umhverfis- ins: Ætla mætti að göturnar skömmuðust sin fyrir útlitiö. Aö minnsta kosti hylja þær ásjónu sina Ef til vill eru þær aðeins aö foröast skósóla okkar enda vafalaust leitt aö vera sifellt fótum okkar troöin. I þessari bók kemur glöggt fram að Pjetur hefur náð mjög góöu valdi á þvi aö byggja upp myndir i ljóöum sinum. Þegar þaö fer saman meö öguðu máli ' og frumleika i hugsun og hug- myndum verður úr skáldskapur sem stendur fyllilega fyrir sinu. Það er ekki hægt að tala um ljóöabækur Pjeturs Lárussonar án þess aö’minnast á félaga hans Orn Karlsson myndlistar- mann sem hefur myndskreytt bækur hans af stökum frum- leika.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.