Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.06.1980, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 06.06.1980, Qupperneq 25
25 he jmmHÍ—#r/nr»Fubludd9ur 6- iúni |y»ú- f ÚR HEIMI VÍSINDANNA Umsjón: Jón Torfi Jónasson Áriö 1864 varö verkstjóri viö byggingarvinnu fyrir þvi hastarlega slysi aö járnfleinn skaust f gegnum höfuö hans. Teinninn smaug frá kinninni og upp I gegnum höfuökúpuna og fór þar meö i gegnum stóran hluta framheila mannsins. Aö visu þurfti aumingja maöurinn aö liggja nokkurn tima á spltala vegna þessa, en þaö f uröulega var, aö hugur hans virtist starfa jafnvei og áöur — og þó. Sjón, tal og hugsun virtust vera jafnskýr og fyrr, en samt var hann ekki samur maöur og áöur. Rólegi, samviskusami, dagfarsprúöi verkstjórinn virtist horfinn, en I staöinn kominn ruddalegur, staö- festulaus en þó þrjóskur maöur. Ýmis dæmi af þessu tagi uröu til þess að renna stoðum undir hugmyndir, sem voru að ná fót- festu á þessum tima, um hlut heilans I hugsun okkar og tilfinn- ingum. Þessar hugmyndir gerðu ráö fyrir sérhæfingu heilastööva, þannig að til væru málstöðvar, sjónstöðvar, hreyfistöövar o.s.frv. og jafnvel stöðvar fyrir tilfinningar, en dæmi af þvi tagi, sem nefnt er hér að ofan, þótti benda til þess að heilinn væri einnig á einhvern hátt ábyrgur fyrir skaphöfn okkar. Hvað gerir heilinn? Nú orðiö viðurkenna flestir visindamenn, sem rannsaka mannlegt atferli, að heilinn sé forsenda starfs mannshugans. Þvl ættum við að geta skýrt skynjun, minni og hugsun meö tilvlsun i heilastarfið og ekki nóg með það heldur einnig hugar- starf, sem tengist hvötum og til- finningu, svo sem ást og gleöi. En hvernig má það vera að búnt af frumum (raunar eru þær nokkuö margar, eða nokkrar Heilinn er flóknasta liffæri mannslikamans og visindamenn eru rétt aö byrja aö skilja starf hans. ERU TVEIR HEILAR BETRI EN EINN? billjónir) getur séð, rifjaö upp seinustu alþingiskosningar eða orðið ástfangið? Þeir eru til, sem efast um að hægt sé að komast nokkuð áleiðis með að útskýra þetta, en flestir visindamenn, sem við þessar spurningar fást, trúa þvi að hægt sé að komast nokkuö langt. En þeir viðurkenna þó allir að viðfangsefnin eru flók- in og engar skýringar auðfengnar. Nálgunin verður hæg og sigandi og endanleg svör koma seint. Hvernig athugum við starf heilans? Ýmsar leiðir eru farnartil þess að skoða starfsemi heilans og veröur drepið á þrjár hér. Ein leið er að skoða efnaskipti þau, sem verða i heilanum og hafa rannsóknir, sem að þessu hafa beinst, þegar varpað nokkru ljósi á það hvernig deyfandi og örvandi lyf hafa áhrif á skapgerð manna. Þá hafa menn reynt að skýra hvers vegna sum lyf valda ofskynjunum. önnur leið er að álykta um hugsanaferli með þvi að skoða hvernig menn leysa rökfræði- vandamál eða með þvi að athuga hvaðhefur áhrif á ákvarðanatöku viö ýmsar aðstæður. Enn ein leið er að athuga áhrif heilaskemmda, eða heilaskurða, á hugarstarf manna. Eitt dæmi um þetta verður nefnt hér. Einn heili eöa tveir? Um miöja þessa öld gllmdu læknar á vesturströnd Banda- rikjanna viö nokkur sérstaklega hastarleg flogaveikitilfelli. Tiltæk lyf réöu engan veginn við aö halda flogaköstunum niðri og sjúklingarnir gátu alls ekki lifað neitt nálægt eölilegu lifi. Raunar var ástand þeirra svo slæmt, að læknunum fannst réttlætanlegt aö skera á tengslin milli heilahvela þeirra. Svipað og við höfum tvö lungu og tvö nýru þá höfum við tvö heilahvel, sem eru tengd saman með milljónum taugaþráöa. Ekki er ljóst hvert er hlutverk þessara tengsia, en á timum þessara aðgerða bentu tilraunir á dýrum til þess að skurður á þessi tengsl hefði ekki merkjanleg áhrif. Afleiðingar aögeröanna voru furðulegar. Flogaköstin hurfu alveg, en við þvi höföu fæstir búist. En umfram allt þá voru ekki merkjanleg nein áhrif á skaphöfn eða hugsun sjúklinganna. Þessar aögerðir vöktu auðvitað margar spurn- ingar, bæði siðfræðilegar og visindalegar, en það er einkum ein, sem verður drepið á hér: Voru þessir sjúklingar meö einn heila eða tvo, var jafnvel hugsan- legt aö ekki væri lengur hægt að tala um einstaklinga, ef hvort hvel var nokkurn veginn sjálf- stætt? Þaö fólk, sem hér er um rætt, var mjög fúst til þess aö taka þátt irannsóknum af ýmsu tagi og eru niðurstööur þessara rannsókna mjög umræddar meðal visindamanna. Nokkru fyrir aldamót var þaö orðið nokkuð ljós.t, að málstöðvar (eða a.m.k. talstöðvar) flestra eru staðsettar I vinstra heila- hveli. Þetta þýðir auðvitaö að vinstra heilahvelið getur stjórnað tali en það hægra ekki. Þessar ályktanir drógu menn m.a. af þvi að jafnvel mjög stórar skemmdir I hægra hveli trufluðu sjaldan mál, en skemmdir á vissum hlut- um vinstra hvels ollu iðulega töluverðum truflunum á málnotk- un. Með þessar hugmyndir til leiðsagnar voru eftirfarandi til- raunir gerðar a fólkinu með aðskildu hvelin Meö sérstakri tækni, sem nýtir m.a. þekkingu okkar á uppbygg- ingu sjónkerfisins, er hægt aö láta myndir berast annaö hvort aðeins til vinstra heilahvels eða aðeins til hægra heilahvels. Þaö kom i ljós, að þetta fólk gat einungis nefnt þær myndir, sem bárust vinstra hveli, en ekki þær sem bárust hægra hveli. Þetta kom heim við það sem búist hafði veriö við. En hvað geröist I hægra hvelinu? Sá það ekki myndina, sem þvi barst? Eöa sá það mynd- ina, en gat ekki sagt frá henni. Síðari kosturinn virðist senni- legri. Ef fólkiö var beðið um að velja úr poka hlut, sem sam- svaraði þeim sem hægra hvelinu var sýndur, þá gekk það fljótt og vel, en einungis ef vinstri höndin var notuð (hægra hvel stjórnar vinstri hendi, vinstra hvel hægri hendi). Þaö er að segja, ef mynd er sýnd þannig að berst aðeins til hægra hvels (i fólki meö aöskilin hvel), getur vinstri höndin valið réttan hlut úr mörgum svipuðum, en ef einstaklingurinn er spuröur hvað hann hafi séð, þá segist hann ekki vita það, þe. hvelið, sem tal- ar, veit það ekki. En eigum við þá að segja aö einstaklingurinn, sem spurður er viti eða viti ekki um hvaö var spurt? Hægra hveliö veit þaö en það vinstra ekki. Hér skjóta margar spurningar upp kollinum, en þó sérstaklega sú, sem einna mest hefur vafist fyrir sálfræðingum gegnum árin: Hvað er meövitund? Er það t.d. rétt að segja að aöeins vinstra hvelið sé meðvitað I þessu fólki, sem tilraunirnar eru gerðar á? Er meðvitund nátengd máli? Er starfsemi heilahvelanna (t.d. hægra hvels) á einhvern hátt háð meðvitund? Og hvernig má það vera að þegar búið er að tengja saman aragrúa af frumum i eitt búnt — heila okkar — þá getur þetta búnt öðlast meðvitund? — JTJ. f BORGARTÚNI 29-SÍMI28488 REYKJAVÍK - ICELAND 1 . Fiat 131 S árg. ’77. , Ekinn aðeins 22 þús. 'i km. Litur hvitur, blár aö innan. Verð 3.6 millj. Kvartmila Toyota Crown árg. ’67 8 cyl. beinskiptur. Ekinn 4 þús. á vél. Rauður sanseraöur. V8 283 cc Verö 1.3 millj. Mazda 121 árg. ’78 Ekinn 38 þús. km. Litur gulur. Verö 5,5 millj. Mazda 323 1300 árg. ’77 Ekinn 49 þús. km. Litur gulur. Verö 3,5 millj. Corolla árg '11 Sjálf skiptur ekinn 56 þús km. Litur brúnn sanser- aöur. Verö 3,8 millj. Subaru 4x4 station árg. '78. Ekinn 42 þús. km Litur rauöur. Verö 4,5 millj. Corolia 20E árg. ’77. Ekinn 34 þús. km. Litur silfur sans. Verö 3.5 millj. Dodge Ramcharger árg. ’75. Upptekin vél og kassi. 8 cyl. sjálfskipt- ur. Breiö dekk. Gott verö, góö kjör, skipti. iigiss.saa.Bj* Blazer árg. ’73. Blár sanseraöur. Krómfelg- ur breið dekk. Mjög góöur blll. Verö 4,5 millj. Skipti koma til greina. Litill og sætur konubill F’iat Berlinetta árg. ’78 Litur út sem nýr. Gott verö og kjör. BILASALA- BÍLASKIPTI Fullur salur og sýningarstæði af bílum Bílar og kjör við allra hæfi Opið frá kl. 9—19 aila daga nema fimmtudaga frá 9—21, og SUNNUDAGA frá kl. 13—16. Helgarpósturinn 8-18-66 Sími

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.