Helgarpósturinn - 28.11.1980, Side 20

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Side 20
20 Föstudagur 28. nóvember 1980 Fjölskyldan í samfélagi Sjá/fstæðismanna Bókmenntir eftir Ernu Indriðadóttur Fjölskyldan I frjálsu samféiagi Greinasafn 24 siálfstæöismanna OTGEFANDI Hvöt og landsam- band sjálfstæðiskvenna 1980. Fjölskyldan í frjálsu samfé- lagi er samsafn greina eftir marga höfunda. Um þá segir i inngangi bókarinnar að þetta séu 24 karlar og konur úr ýms- um starfsgreinum sem eigi það sammerkt að vera sjálfstæðis- menn og vilja stuðla að eftir- sóknarverðri framtið á íslandi — þjóðfélagi sem reist er á frelsi einstaklingsins án óþarfa af- skipta ríkisins, mannúðlegu þjóðfélagi jafnréttis, þar sem fólk hafi tima hvert fyrir annað og til þess að lifa lifinu eins og það sjálft kýs helst. Við þvi hvernig þessu takmarki verði náð veitir bókin engin afgerandi svör, enda kemur það fram i inngangi hennar að þarna sé ekki um að ræða stefnu Sjálf- stæðisflokksins varðandi fjöl- skylduna, heldur persónulegar skoðanir höfunda, sem eru margvislegar eins og við er að búast. Talsvert er einnig um endur- tekningar i bókinni. Hver á fætur öðrum lýsa höfundar þróun fjölskyldunnar frá bændasamfélaginu yfir i kjarnafjölskyldu nútimans. Stórfjölskyldan er hvað eftir annað tekin sem dæmi um það sem áður var, þrátt fyrir að Björg Einarsdóttir bendi rétti- lega á það I annarri grein bókarinnar að slikt sambýlis- form hafi ekki verið algengt á Islandi fyrr á timum. Það er kjarnafjölskyldan sem er til umræðu i bókinni. Ekkert annað form sambýlis er reifað. Mikilvægi hennar er ti'undað i bak og fyrir. Hana ber að styrkja og vernda. Sjálfstæðis- menn virðast hins vegar ekki einn hafa gert upp við sig, hvort fjölskyldan sé einkamál hvers og eins, eða hvort f jölskyldan sé fyrirbæri sem kemur sam- félagin öllu við. Þannig vitnar Jóna Gróa Sigurðardóttir i' tillögu starfs- hóps innan Sjálfstæðisflokksins um efnið „Island til aldamóta” sem gengur út á að unnið skuli að þvi að hag- og félagsvisindi skilgreini hlutverk heimilis og fjölskylduog kynni alhliða þýð- ingu þeirra fyrir þjóðfélagið i öllu tilliti. En strax á næstu blaösiðu kveður við annan tón. Þar geys ist Ragnhildur Helgadóttir fram á ritvöllinn og mundar pennann gegn könnunum og hvers konar afskiptum af einkalifi manna. Einkalifið er þar með orðið einkamál hvers og eins. Ekki er vikið einu orði að ofbeldi á heimilum, sjálfstæðismenn þekkja það kannski ekki af eigin raun??? Þeir þekkja kannski heldur ekki af eigin raun, lif tekjulitilla foreldra i ibúðarkaupum. For- eldra sem sjá ekki fram úr skuldum og vixlum. Sem vinna bæði myrkranna á milli og hafa þar af leiðandi hvorki tima fyrir hvort annað né börnin, hvað þá munað eins og menningu, fé- lagsllf eða stjórnmál. Af þessu fyrirkomulagi hús- mæðismála að hver byggi yfir sig gumar svo Davið Oddsson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins i grein sinni i Hvatarbókinni. Sem viti til varnaðar og dæmi um samfélagslega lausn hús- næðismála tekur hann Moskvu, þar sem ástandið varðandi hús- byggingar ku ekki vera beysið og fermetrafjöldi á haus, ótrú- leg^i lár. En það er viðar byggt en i Reykjavik og Moskvu. Það þarf ekki að fara nema til Norðurlanda til þess að sjá að hægt er að byggja leiguhúsnæði sem er skemmtilegt. Raðhús eða parhús, þar sem menn geta leigt ibúðir til li'fstiðar og inn- rátað þær eftir smekk. Sá möguleiki virðist alveg hafa farið fram hjá ráðamönnum á Islandi. í frjálsu samfélagi sjálfstæðismanna eiga menn greinilega ekki að hafa frelsi til þess að leigja sér ibúðarhús- næði. Margir greinarhöfundar gera og li'fsgæðakapphlaupið að um- ræðuefni. Það má vera að meðal sjálfstæðismanna taki menn þátt i kapphlaupinu þvi. Þorri fólks vinnur hins vegar eins og skepnur og hefur rétt i sigog á. í þeim tilvikum verður vart talað um „lifsgæðakapp- hlaup”. Þá býsnast nokkrir greinahöf- undar einnig yfir þeirri hópa- skiptingu sem tiðkast I nútima- samfélagi. Hulda Valtýsdóttir dregur upp heldur nöturlega mynd af nútima fjölskyldunni. Þar sem börnin eru á einum bás, unglingar á öðrum for- eldrar á þeim þriðja en gamla fólkið á þeim fjórða. Þar sem verkamenn búa á einum stað, listamenn á öðrum og þar fram eftir götunum. Enginn höfunda dregur hins vegar I efa gildi þeirra markaðslögmála, sem skipa fólki sjálfkrafa niður á bása. Þar sem gildi hverrar mann- eskju er fólgið i þvi hvaða not atvinnulifiðhefur fyrir hana. Þá hópa fólks sem ekki koma að gagni á þeim vettvangi verður svo að „geyma”, þvi ekki má búa vel að þeim á kostnað hins opinbera. Skattarnir skulu lækkaðir ef Sveinn Jónsson fær að ráða, en hann skrifar grein i bókina um ofsköttunarstefnuna. Um jafnréttismál skrifar Inga Jóna Þórðardóttir hreint ótrú lega grein. Kjarni málsins varð- andi jafnrétti kynjanna er að hennar mati sá, hvort konur séu tilbúnar til þess að taka á sig þá ábyrgð sem jafnréttinu fylgir. Hún klykkir út með þvi að i' jafn- réttisbaráttunni sé aðeins ein hindrun — konurnar sjálfar! Kannski ætlast hún til þess að konurnar setji börnin niður i skúffu og geymi þau þar á meðan þær eru i vinnunni eða á fundum i pólitikinni. Eitt er vist að þaðheyrir til undantekninga að feður axli sinn hluta af ábyrgðinni á heimili og börnum. Gerðu þeir það er hætt við að þeir yrðu fljótir að fjúka úr toppstöðunum. Og þeir karl- menn sem vinna 10—12 tima á sólarhring hafa ekkkert tæki- færi til þess að sinna heimili og börnum þó svo þeir séu allir af vilja gerðir. En Björn Björnsson huggar lesendur bókarinnar með þvi að þar sem Jesú Kristur fái að móta lifsviðhorf manna, þar verði jafnrétti kynj- anna eðlilegur og sjálfsagður hlutur. Grein Hólmfriðar Arnadóttur um jafnrétti karla og kvenna i atvinnulifinu er með jarðbundn- ari greinum bókarinnar, ásamt grein Guðrúnar Erlendsdóttur. Þær benda á hvar skórinn kreppir helst og leggja til áþreifanlegar lausnir. Það er ekki laust við að lesandinn velti fyrir sér hvað þær séu að vilja i Sjálfstæðisflo kknum. Höfundur greinanna i bókinni tala heil reiðinnar býsn um frelsið.Um frjálsa einstaklinga, sem hafi frjálst val, i frjálsum fjölskyldum, i frjálsu samfélagi, þar sem atvinnuli'fið sé frjálst. Litill gaumur er hins vegar gefinn að þvi gifurlega vinnuálagi sem islendingar búa við i dag, en meginforsenda þess að einstaklingar og fjöl- skyldur getilifað mannsæmandi lifi i þessu þjóðfélagi, haft tima hver fyrir annan og lifað lífinu eins og þeir kjósa helst, hlýtur Kjarnaf jöiskyldan er horn- steinn sjálfstæðisstefnunnar. að vera sú að menn geti lifað af 40 stunda vinnuviku. Um það eru ekki skrifaðar margar linur I bókinni um fjölskylduna i frjálsa samfélaginu. Friðrik Sophusson bendir þó réttilega á að sveigjanlegur vinnutimi, sem margir virðast álita eina allsherjar lausn fyrir fjöl- skyldufólk, komi að litlu gagni ef vinnutiminn styttist ekki jafnframt. Til þess að gera að veruleika þann draum að menn geti tekið jafnan þátt i atvinnulifi, heimilislifi og stjórnmálum án tillits til kynferðis eða tekna, þarf að gerbylta þjóðfélaginu, uppbyggingu atvinnulifs og stjórnmála, reisa góðar dag- vistarstofnanir, koma á sam- felldum skólatima o.s.frv. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fram til þessa verið orðaður við flest annað en byltingar, nema að sjálfsögðu þá grænu. Öliklegt verður þvi að teljast að það muni koma ihans hlut að bjarga kjarnafjölskyldunni úr þeim ógöngum sem hún er nú i. Bók Hvatar f jallar nánast um öll þau mál sem varða fjölskyld- una i dag. Það hlýtur að teljast meginkostur hennar ef henni. tekst að skapa umræðu um þessi mál, sem hingað til hafa nánast þótt vera einkamál kvenna, en tæpast komið til umræðu á opin- berum vettvangi. Strftt með b/íðu Þægilegur hávaði. Það var haft eftir Jónasi á Hriflu.aðmúsikværi þægiiegur havaði. Það reyndust oið að sönnu á tónleikum Múslklióps- ins 19. nóv„ ekki sist fyrir þann, sem dróst suður I Félagsstofnun ekki taka neitt með eftir sjálfan sig. Þrjú lög höföu bæst viö frá þvi i janúar s.l.: en hin versnuðu hvorki við endurtekningu né meðferö Rutar L. Magnússonog Jónasar Ingimundarsonar. Einna gleðilegast er, aö Atla — íjl sitt ágæta skopsyn til að laða fram launfyndnina I hinum yfir- lætislausu barnagælum. Hins- Eyrna /yst eftir Arna Björnsson stúdenta með þvi hugarfari, að hann væri á leið i herbergi 101. Fyrsta efnið á skránni var klarinetteinleikurinn í vinskap eftir „sjálfan” Karlheinz Stock- hausen, þann mikla grillufang- ara. óskar Ingólfssonkomst vel frá þeirri munn- og fingrafimi, sem verkið krefst. En stykki sem þettafinnst manni hljóta aö vera ort á pappir, en ekki skapað af neinum anda. Og er þaö heldur freðin vinátta. Næst varð svo fyrir elektrón- isk sdnata eftir Þorstein Hauks- son.Höfundur segist hugsa það sem „könnun I hljóðheim elektróniskrar tónlistar”. Þaö er ekki fráleitt. Mér fannst likt og ég væri að stauta gegnum stafrófskver. Þama varbrugöið fyrir hverju hljóðasambandinu á fætur öðru, sem létu renna grun I, hvað unnt myndi að gera úr öllum þessum stjarnasöng. Og hvaö sem friðleikanum annars leið, þá var þetta um- fram allt mjög fágað og lét furðuþægilega i eyrum. En er þetta bara „Lestrarkver handa heldri manna bömum” llkt og gefið var út árið 1830? Þaö eru altént ekki smá- söngvarnir, sem Atli Heimir lagði fram við ljóðasmámuni þá, sem Jói i Seli tindi saman i Litlu skólaljóðin fyrir Rikisút- gáfu námsbóka. Sumir sakna þess helst I þeirri bók, að Jó- hannes skyldi af hógværð sinni vegar fór Rut ekkí alltaf hárrétt með texta, og á ekkert aö fyrir- gefa henni það, þótt hún sé af Ut- lendu bergi og syngi vel. T.d. tvitókhúngreinilega, aðkarlinn undir klöppunum klóraöi sér á en ekki með löppunum. Svo vantar nú alveg rafabelti og höfuðkinn i Fiskiróðurinn, en það er ekki Rut að kenna. Eftir þvi sem á leiö hið elek- tróniska tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson, rifjaðist æ meir upp fyrir mér veran i Sfldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni á Kletti, þegar maöur átti fritt stundarkorn og ranglaöi Ur mélhúsinu upp til kvarna- mannsins, niður aö stóra þurrk- ara og klkti inni hann, framhjá litla skratta, upp að soökjarna- tækjunum og siöan aftur I sisöng skilvinduhússins og svo allar göturtil baka, þar sem mélpok- arnir voru farnir að biöa. Þarna var vissulega margvísleg hljómbreyting, en hljóðgjörð Snorra var þó ólikt manneskju- legri en hjá hinum tillitslausu vélum. Slðasta verkið hét Bláa ljdsið eftir Ásket Másson og ku samið eftir lestur samnefndrar sögu Grimms-bræðra. Askell er greinilega eitthvaö upptekinnaf slikum hljóðgjömingum, sbr. t.d. Vatnsdropann . og Itys. Mér er um megn að fá nokkurn botn I það samhengi, nema heyra stykkið oft og lesa söguna meö. En við fyrstu heyrn var þetta heldur daufur bjarmi. Norsk-þýska striðið ólav Kieltand var mikilfeng- legur stjórnandi og uppeldis- frömuður hér fyrir svo sem aldarfjórðungi og mjög laus við þau leiðinlegheit, sem alltof margir opinberir Norðmenn virðast haldnir og veldur þvi, að maður keppist stundum við að sverja af sér frændskap við þá (enda mun hann lltill). Hins- vegar viröist honum slður láta tónsmið en tUlkun, ef marka má það fáa, sem heyrst hefur hér, þ.á.m. kafla þá úr Concerto Grosso Norvegese, sem fluttir voru á sinfónlutónleikunum 20. nóv.En sé einhver listrænn æða- sláttur 1 þessari þjóðstefjasam- breiskju, þá tókst Karsten Andersen ekki að koma honum auönæmilega gegnum islenska strengi. Svanasöngvar Richards Strauss gera hlustanda að einu leyti erfitt fyrir. Það er nær ógemingur að heyra textann. Ég þykist kunna sæmilega þýsku, en nam þó ekki, segi og skrifa, eitt einasta orð uppá 19. bekk. Þetta er bagalegt, þvi ekki eru ljóðskáldin af verri enda, Hesse og Eichendorff. Varla er þetta Sieglinde Kah- mannað kenna, þvi hún er ein- mitt kunn fyrir góöa framsögn. Ekki mun stjómandinn heldur hafa ofgert neitt hjá hljómsveit- inni, svo aö skyggði á söngvar- ann. Lögin eru einfaldlega ekki þannig samin eða felld að ljóð- inu, að vel megi heyrast, nema hlustandi kunni utanað. Sllk lagasmið við fögur ljóð getur haft þann jákvæða tilgang einan, aö söngvarinn sjálfur hrifist af ljóðinu og túlki lagið þeim mun betur fyrir bragðið. Og frá þvi sjónarmiði „var kvæðið hið besta flutt”. Þegar verk einsog Júpltersin- fonia Mozarts eru á efnisskrá, hlakkar maöur til þess, að allt veröigott, sé endirinn góöur. Nú var þvi miður að heilsa og verðurvist aðkenna stjórnanda um, þvi' þaö hlýtur að vera hægt aöráðskast töluvertmeð hljóm- sveitina i þessu viðfangsefni. Ekkisvo að skilja, aö þetta væri ekki O.K. En mikið vill meira. Norömenn eiga aðdáun skilið fyrir andspyrnu sina gegn þýska nasismanum á striðsár- unum og siðar. En þegar norskur daufleiki fer aö sigra þýska glæsimennsku 1 músik, þá er barist á vitlausum vigstöðv- um. sr Simsvari slmi 32075. Sjóræningjar 20. aldarinnar Ný mjög spennandi mynd sem segir frá ráni á skipi sem er meö i farmi sinum Opium til lyfjagerðar. Þetta er mynd sem er mjög frá- brugðin öörum sovéskum myndum sem hér hafa veriö sýndar áöur. tslenskur texti: Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 14 ára. ,/ . Leiktu Misty fyrir mig Endursýnum þessa frábæru mynd með Clint Eastwood. Sýnd kl. 11 Bönnuð innan 16 ára. Ný dularfull og kyngimögnuð bresk-amerísk mynd. 95. mín- útur af spennu og I lokin óvæntur endir. Aðalhlutverk: Cliff Robertson og Jean Simmons. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd föstudag kl. 5, 7 og 9.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.